Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 44
Strákarnir okkar Strákarnir okkar 4 „Hótelnæturnar endalausu koma fyrst upp í hugann þegar maður horfir til baka á þessar ferðir með landsliðinu,“ sagði Dagur Sigurðs- son, fyrrum fyrirliði landsliðsins, sem þjálfað hefur austurríska liðið Bregenz með góðum árangri undan- farin ár. „Ég og Patrekur Jóhannes- son vorum yfirleitt herbergisfélagar og ég held að ég hafi verið með honum samtals á hótelherbergi í eitt ár. Þetta er um mánuður á ári sem maður eyddi í þetta og við vorum í landsliðinu í um tólf ár þannig að þetta er allavega um eitt ár sam- tals. Þannig að við þekkjumst alveg þokkalega vel.“ Dagur segir að minnisstæðasta mótið hafi verið HM í Japan 1997. „Þá vorum við orðnir virkilega orðn- ir súrir á herberginu með skítugan þvottinn um allt. Við vorum báðir í einhverjum smávægilegum meiðsl- um svo við borðuðum mikið af bólgueyðandi, lyktin í herberginu var alveg eftir því. Fólkið heima sér bara þessa leiki en bak við þetta eru einhverjar vikur á hótelum og sá tími er oft minnisstæðastur,“ sagði Dagur en afþreyingarmöguleikar landsliðsmanna eru allt aðrir í dag en fyrir nokkrum árum. „Það hefur breyst töluvert núna. Í dag eru menn með tölvur, Play- station og DVD en það var ekki til staðar í fyrstu ferðunum mínum. Þá fengum við blöð send að heiman og vorum bara að spila og tefla til að drepa tímann. Svo varð til mjög virkt gúrkusamfélag sem spilaði gúrku lon og don. Þetta spil var spilað í hverri einustu rútuferð, í flugvélum og hótelum. Menn unnu Ólympíutitla og slíkt, Guðjón Valur vann gúrkuna í Grikklandi og var krýndur Ólympíumeistari. Einar Jónsson sá alltaf um að skrifa og hann á enn tölfræðina frá því að þetta byrjaði og er það ansi langur listi.“ Dagur segir það skipta gríðar- legu máli að byrja svona mót vel. „Maður áttaði sig fyrst almennilega á því þegar maður var að hætta hvað það er mikilvægt að byrja svona mót vel. Það skiptir miklu máli upp á stemninguna og sjálfs- traustið í liðinu. Maður hefur eigin- lega engan tíma til að breyta neinu þegar út í mótið er komið. Liðið spilar kannski þrjá leiki á þremur dögum og enginn tími til að breyta neinu stórvægilegu. Það sem þú ferð af stað með verður að ganga upp.“ Það eru þó til undantekningar og sumar breytingar hafa gengið upp. „Í Svíþjóð 2002 gerði Gummi Gumm þá breytingu að ég var lát- inn í skyttuna og Patrekur á miðj- una. Sú ákvörðun var tekin stuttu fyrir mót, var ákveðin áhætta en gekk síðan vel upp og fleytti okkur langt. Liðinu gekk vel í byrjun móts og sjálfstraustið jókst. Síðan meidd- ist Patrekur í lokin og við urðum ekki nægilega sterkir,“ sagði Dagur en honum líst vel á íslenska liðið nú. „Leikurinn gegn Úkraínu verður algjör lykilleikur fyrir okkur. Ég tel óraunhæft að fara fram á að liðið vinni Frakka. Síðan sjáum við bara til hvað gerist, ég er bjartsýnn en þetta veltur nokkuð mikið á þessum leik gegn Úkraínu.“ Spiluðum gúrku við hvert tækifæri Dagur Sigurðsson hætti með landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið í Túnis fyrir tveim- ur árum. Hann á margar skemmtilegar minningar frá landsliðsferlinum en segir þó hótelveruna vera eftirminnilegasta. Dagur SigurðSSon Gamli landsliðsfyrirliðinn rifjar upp gamla og góða tíma. ■■■■ { Strákarnir okkar á HM } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Vernharð Þorleifsson, athafnamaður: Arnór Atlason verður stjarnan í fjarveru Duranona, sem ég skil ekki af hverju er ekki í landsliðinu. Norðlendingar hafa alltaf haft mikla trú á Duranona. Liðið endar í 9. sæti. Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður: Ef öxlin verður í lagi verður Óli Stef. flottur. Ég held að við endum í sjötta sæti. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmda- stjóri KKÍ: Logi Geirsson og Arnór Atla- son bestir fyrir utan hinar hefðbundnu stjörnur. Við höfnum í 6. sæti. Heimir Karlsson, sjónvarpsmaður: Þetta er eitt besta landslið sem við höfum átt og ég segi 3. sætið, er bjartsýnn fyrir þetta mót. Alexander Pet- ersson verður helsta stjarnan, er frábær leikmaður. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra: Ég spái okkur fjórða sæti og því að Guðjón Valur verður aðalstjarnan en býst við að allir hinir strákarnir okkar standi sig líka frábærlega. Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörn- unnar: Guðjón Valur verður skærasta stjarnan og við endum í 7.-8. sæti, sem væri mjög góður árangur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.