Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 54

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 54
14 Fjórir íslenskir handboltamenn hafa verið valdir í úrvalslið HM í handbolta og fimm sinnum hefur íslenska landsliðið átt leikmann meðal tíu markahæstu manna. Gunnlaugur Hjálmarsson var fyrstur til að vera valinn í úrvalslið HM en hann var í óopinberu liði HM 1961 þegar keppnin fór fram í Vestur- Þýskalandi. Gunnlaugur skoraði þá 22 mörk í 6 leikjum og varð fjórði markahæsti maður mótsins. 32 ár liðu síðan þar til Ísland eignaðist annan leikmenn í HM- liðinu en hornamaðurinn Bjarki Sigurðsson var valinn í liðið í HM í Svíþjóð 1993. Bjarki skoraði þá 19 mörk í sjö leikjum, þar af 13 í tveim- ur síðustu. Tveimur árum seinna var línumaðurinn Geir Sveinsson valinn í úrvalsliðið þegar HM fór fram á Íslandi en Geir var þá með 28 mörk í 7 leikjum. Valdimar Grímsson er síðasti íslenski leikmaðurinn sem hefur komist í úrvalslið HM en hann var valinn í liðið eftir HM í Kumamoto 1997 þar sem hann varð einnig þriðji markahæsti maður mótsins. Ólafur Stefánsson náði einn- ig að verða þriðji markahæstur á HM þegar mótið fór fram í Portú- gal 2003, Kristján Arason varð fimmti markahæsti leikmaðurinn á HM í Sviss 1986 og Sigurður Valur Sveinsson varð sjötti markahæstur á HM í Svíþjóð 1993. Fjórir hafa verið valdir í úr- valslið heimsmeistaramótsins Sá fyrSti Gunnlaugur Hjálmarsson varð fjórði markahæstur á HM 1961 og var valinn í úrvalsliðið. frábært mót Geir Sveinsson var frábær á HM þegar mótið fór fram á Íslandi árið 1995. Geir var kosinn í úrvalslið mótsins þótt Ísland kæmist aðeins í 13. sæti en hann skoraði 28 mörk í 7 leikjum á mótinu.  Fréttablaðið/brynjarGauti ■■■■ { Strákarnir okkar á HM } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Guðjón Valur Sigurðsson er sá leikmaður Íslands sem hefur skor- að flest mörk í einum leik á HM en hann skoraði 14 mörk gegn Ástralíu í fyrsta leik íslenska liðsins á HM í Portúgal 2003. Guðjón Valur skoraði mörkin 14 úr aðeins 16 skotum en fyrsta markið hans í leiknum kom þó ekki fyrr en eftir 15 mínútna leik. Guð- jón Valur skorað 10 markanna úr hraðaupphlaupum og hin fjögur úr vinstra horninu. Guðjón Valur bætti í þessum leik met Valdimars Grímssonar frá HM í Kumamoto 1997 en Valdimar skoraði þá 11 mörk gegn Júgóslav- íu. Ólafur Stefánsson hefur síðan tvisvar sinnum náð að skora 11 mörk í leik á HM. Kristján Arason varð hinsvegar fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að skora 10 mörk í leik á HM en hann skoraði tíu mörk í tapi gegn Suður-Kóreu í fyrsta leik Íslands á HM í Sviss 1986. Guðjón Valur á markametið á HM Guðjón Valur skoraði 14 mörk gegn Áströlum á HM 2003 14 mörk í einum leik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 14 mörk í stórsigri á Áströlum.  Fréttablaðið/urosHorovac fleSt mörk íSlendingS í einum leik á Hm: 14 Guðjón Valur Sigurðss. Ástralía 2003 11 Valdimar Grímsson Júgóslavía 1997 Ólafur Stefánsson Júgóslavía 2003 Ólafur Stefánsson Tékkland 2005 10 Kristján Arason Suður-Kórea 1986 Sigurður V. Sveinss. Ungverjal. 1993 Heiðmar Felixson Ástralía 2003 Ólafur Stefánsson Þýskaland 2003 9 Kristján Arason Ungverjaland 1986 Alfreð Gíslason Pólland 1990 Sigurður V. Sveinss. Bandaríkin 1993 Valdimar Grímsson Túnis 1995 Valdimar Grímsson Ungverjal. 1995 Valdimar Grímsson Alsír 1997 Valdimar Grímsson Sádi-Arabía 1997 Patrekur Jóhannesson Japan 1997 Patrekur Jóhannesson Egyptal. 1997 Róbert Duranona Ungverjaland 1997 Patrekur Jóhannesson Marokkó 2001 Dagur Sigurðsson Pólland 2003 Ólafur Stefánsson Rússland 2003 Guðjón Valur Sigurðsson Alsír 2005 Erlendur Ísfeld, þjálfari ÍR: Hræði- legt að vera án bombarans Einars Hólmgeirs en vélmennið Alexander Petersson verður aðalstjarna íslenska liðsins. Ég spái því að við spilum um 7. sætið á mótinu. Benedikt Erlingsson, leikari: Ísland mun tapa öllum úrslitaleikjunum á ögurstundu og sýna þegar á hólminn er komið að það hefur ekki karakter. Eiður Smári verður aðalstjarna hand- boltalandsliðsins. Strákarnir okkar Strákarnir okkar Margrét Kara Sturludóttir, körfu- knattleikskona úr keflavík: Guðjón Valur verður aðalmaður liðsins, sem mun enda í 7. sæti. Helena Ólafsdóttir, fótboltaþjálfari: Ég spái liðinu áttunda sæti, ég vil ekki vera með of miklar væntingar til þess- ara stráka. Guðjón Valur verður stjarna liðsins á mótinu. Heiðar Örn Kristjánsson, tónlistar- maður: Guðjón Valur mun blómstra á mótinu fullur sjálfstrausts og mun Ísland hafna í sjöunda sætinu. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni: Guðjón Valur og Óli munu skína skært á mótinu og verða í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu, sem endar meðal átta efstu. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.