Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 66

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 66
20 Persónan alfred russel Wallace Þróunarfræðingurinn sem enginn þekkir Alfred Russel Wallace fæddist árið 1823 í Wales. Hann lagði stund á líffræði og aðhylltist snemma kenningar þess efnis að lífverur nútímans væru afrakst- ur þróunar en ekki skapaðar í núverandi mynd. Hann ferðaðist meðal annars til Amazon, þar hann safnaði sýn- um og lífverum bæði til rann- sókna og varðveislu sem og sölu. Því miður glataðist stór hluti safns hans úr Amazonskógin- um vegna þess að skipið sem flutti það aftur til Englands brann og sökk. Wallace hélt hins veg- ar ótrauður áfram og hélt til eyj- anna milli Asíu og Ástralíu (Mal- ay-eyjaklasans) og náði meðal annars í eitt þekktasta sýnið sitt, Flugfrosk Wallace, Rhacophorus nigropalmatus, sem vakti þó nokkra athygli í Bretlandi. Í júní 1858 sendi Wallace afrit af niðurstöðum sínum og kenning- um til Charles Darwin. Þar viðr- aði hann hugmyndir mjög svip- aðar náttúruvali Darwins og áhrifum umhverfis á náttúru- val. Sendingin varð til þess að Darwin flýtti birtingu þróunar- kenningar sinnar og varð þannig á undan Wallace. Þetta var ekki gert í illkvitni og voru Darwin og Wallace ávallt miklir vinir og studdu kenning- ar hvors annars opinberlega við hvert tækifæri. Frægasta tilvik- ið er þegar Wallace gaf út ritgerð þar sem hann hrakti algjörlega harða gagnrýni landafræðipróf- essors nokkurs á þróunarkenn- inguna með óhyggjandi hætti. Þrátt fyrir að falla algjörlega í skuggann af vini sínum Darwin er Wallace ekki óþekktur inn- an nútíma líffræði. Með dygg- um stuðningi Darwins setti hann fram kenningar um landfræði- leg áhrif á útbreiðslu og þróun tegunda og er almennt titlaður „Faðir landalíffræðinnar“. ECC Bolholti 4 – Sími 511 1001 30–70% afsláttur! Komdu í nýja og glæsilega verslun okkar í Bolholti 4 og gerðu frábær kaup. Bjóðum nú í takmarkaðan tíma nuddstóla, fótboltaspil og þythokkíborð með 30-70% afslætti. Kynnum einnig nýja nuddstóla frá Keyton og nýja línu af lofthreinsitækjum frá Blueair. Heitt kaffi á könnunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.