Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 82
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR45 Litlir peningar - mikið ævintýri Mikið svigrúm Persónurnar voru allar lengi í gerjun; Ragnar bað leikarana að leita að fyrirmyndum í öðru fólki og leggja eitthvað til frá eigin brjósti. „Fyrsta árið fór í rann- sóknarvinnu og persónusköpun. Við hittumst af og til og spjölluð- um saman um karakterana og þeim fylgdu ákveðnir atburðir sem ég sá að gæti verið gaman að vinna með. Ég leiddi persón- urnar saman og við völdum það besta sem kom úr því. Nanna Kristín segir að fyrir leikara séu það forréttindi að fá að vinna eftir þessari aðferð, þótt peningaleysi hafi vissulega sett strik í reikninginn. „Þetta eru afskaplega persónulegar myndir og draumurinn væri að geta gert aðra svona mynd en með fjármagni. Ég vona að við séum ekki að setja það fordæmi að normið verði að fólk þurfi að gefa vinnuna sína. Við vissum að við fengjum lítið fjármagn og yrðum að gera þetta sjálf. Þetta var vissulega mikið ævintýri en ég held að ekkert okkar væri til í að gera þetta aftur.“ Ragnar segir að peningaleys- inu hafi þó fylgt viss fríðindi. „Það var engin tímapressa þegar kom að eftirvinnslunni; engir fjárfestar sem önduðu niður hálsmálið á manni. Myndir af þessu tagi þurfa mikið svigrúm og ég gat tekið þann tíma sem ég þurfti.“ Myndir sem skipta máli Nanna Kristín segir að leikhóp- urinn hafi strax kveikt á hug- myndinni þegar Ragnar kynnti hana fyrir þeim. „Það brann greinilega eitthvað á öllum og allur hópurinn var mjög sam- stíga í því að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera.“ Ragnar jánkar því og segir Börn og Foreldra vera myndir sem hann hefði viljað vera löngu búinn að sjá á Íslandi. „Ég held að hugmyndinni hafi upphaflega skotið niður þegar ég hafði séð ónefnda íslenska bíómynd, sem hafði greinilega kostað mikið fé og tíma, en hafði engin áhrif á mig og ég held að það sama hafi átt við um 99 prósent áhorfenda. Mér fannst það svo mikil sóun að eyða tveimur tímum í eitthvað sem skipti ekki máli og hugsaði með mér hvers vegna við gerum ekki myndir sem vekja tilfinn- ingar; gleði, sorg, reiði, hvað sem er. Það er frumskylda kvik- myndagerðarmannsins að búa til upplifun fyrir áhorfendur. Ekki svo að skilja að hér hafi ekki verið gerðar áhrifamiklar mynd- ir, þær eru bara svo sorglega fáar. “ Bæði eru þau þó sammála um að íslensk kvikmyndagerð sé á uppleið. „Á síðasta ári flykktist fólk í bíó til að sjá íslenskar myndir, sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Nanna Kristín. „Ég held að það sé eitthvað að kvikna,“ heldur Ragnar áfram. „Síðasta ár var óvenjugott og ég sé ekki betur en að árið framundan verði svip- að. Ég held að við séum á ágætri leið.“ Kvikmyndin Babel með þeim Brad Pitt, Cate Blanchett og Gael Garcia Bernal í aðalhlutverkum verður frumsýnd í Sambíóum og Háskólabíó annað kvöld. Þetta er þriða myndin þar sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu og landi hans og hand- ritshöfundurinn Guillermo Arriaga leiða saman hesta sína en fyrir hafa þeir gert hinar róm- uðu Amores Perros og 21 Grams. Þegar bandarísk hjón á ferða- lagi um Marokkó lenda í slysi hrindir það af stað atburðarás sem snertir fjórar fjölskyldur í fjarlægum heimshlutum. Hjónin bandarísku heyja nú kapphlaup upp á líf og dauða þegar konan verður fyrir voðaskoti, tveir marokkóskir drengir hafa fyrir slysni flækst inn í glæp, barn- fóstra í Bandaríkjunum reynir að komast yfir landamærin til Mexíkó með tvö bandarísk börn í farteskinu og heyrnarlaus tán- ingur í Japan kemst að því að lög- reglan er að leita að föður hans. Ólíkar manneskjur sem allar mjakast í sömu átt að einangrun og sorg. Titill myndarinnar vísar til Biblíunnar, þar sem segir að til að refsa mannkyninu fyrir dramb sitt hafi guð skapað ólíkt tungu- mál svo menn skildu ekki hver aðra enda leika vankunnátta í tungumálum, skilningsleysi og brostin tjáningargeta lykilhlut- verk í myndinni. Rétt eins og fyrri myndum Iñárritu hefur Babel verið hamp- að af gagnrýnendum hvarvetna. Hún hlaut hin eftirsóknarverðu áhorfendaverðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Cannnes í vor, hún var valinn besta myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á mánudag og margir spá henni Óskarsverðlaununum í ár, sem og Brad Pitt og Cate Blanchett verð- launum fyrir frammistöðu sína. Sameiginleg örlög ólíkra manneskja BaBel Brad Pitt og Cate Blanchett eru meðal leikara í myndinni, sem hefur farið sigurför um heiminn. Laugavegur Dúnúlpa Litur: Brúnn, svartur 19.740 kr. Laugavegur Dúnvesti Litur: Svartur, brúnn 13.800 kr. Glymur 3ja laga skel Litur: Hvítur, svartur, brúnn 36.600 kr. Glymur 3ja laga skel Litur: Svartur, brúnn, hvítur 27.600 kr. Glymur Softshell án hettu Litur: Svartur, ljós, brúnn herra 23.500 kr. Glymur Softshell með hettu, Litur: Ljós, svartur dömu 23.500 kr. Glymur Softshell buxur Litur: Brúnn, svartur 19.500 kr. Tindur Windpro Litur: Hvítur,svartur, brúnn dömu 15.200 kr. Tindur Windpro Litur: Svartur, brúnn herra 15.200 kr. 66 °N O RÐ U R/ ja n 07 Básar 100% merinó-ullarbolur 6.500 kr. Básar 100% merinó-ullarbuxur 5.400 kr. Vík Power Stretch bolur 9.500 kr. Vík Power Stretch buxur 8.300 kr. Surtsey Vindheld prjónahúfa 2.600 kr. REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is 66°NORÐUR er stoltur styrktaraðili Skíðasambands Íslands Hannað fyrir afreksfólk og þig 20. 40 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.