Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 85
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR48
Angelina Jolie og Brad Pitt eru
flutt til New Orleans og ætla að
senda börnin sín þangað í skóla í
framtíðinni. „Okkur líður mjög
vel þarna,“ sagði Jolie á
Golden Globe-verðlauna-
hátíðinni. „Krakkarnir ætla
í skóla þar og við hlökkum
mikið til.“
Pitt og Jolie hafa keypt
sex herbergja glæsihýsi í
borginni. Sást m.a. til Jolie
blanda geði við heima-
menn á veitingastað í
næsta nágrenni við
heimilið degi eftir að
þau fluttu.
Talið er að leikara-
parið hafi ákveðið að
flytja til New Orleans
vegna flóðanna sem
þar urðu. Vilja þau
leggja sitt af mörk-
um til að bæta sam-
félagið og starfa
við góðgerðarmál.
Jolie á tvö börn
sem hún ættleiddi
frá Kambódíu og
Eþíópíu, hinn fimm ára Maddox
og Zahara sem er tveggja ára. Hún
eignaðist sitt fyrsta barn í Namib-
íu í fyrra, dótturina Shiloh,
ásamt Pitt.
Búa í New Orleans
jolie og pitt
Angelina Jolie og
Brad Pitt eru flutt
til New Orleans.
fréttABlAðið/AP
Sacha Baron
Cohen segir að
það verði erfitt
fyrir persónuna
Borat að snúa
aftur á sjónar-
sviðið. Cohen
segir Borat vera
of frægan til að
eiga endurkomu
og því verði hann
að leggja þennan
óborganlega
fréttamann frá
Kasakstan á hill-
una.
„Ég er með
ýmislegt annað í
vinnslu. Næst
mun ég örugglega
búa til gaman-
mynd eftir hand-
riti. Dagar mínir
sem leynileg
persóna eru lík-
lega liðnir,“
segir Cohen.
Talið er að
Cohen, sem er
trúlofaður leik-
konunni Isla
Fisher, hafi
samið við Uni-
versal-kvik-
myndaverið um
að leika samkyn-
hneigða tísku-
tröllið Brüno í
nýrri mynd.
Hættur sem Borat
borat Sacha
Baron Cohen segist
líklega vera hættur
að leika Borat.
Leikfélag Reykjavíkur
fagnar 110 ára afmæli sínu
í ár og dustar í tilefni af því
rykið af tveimur íslensk-
um verkum. Fyrra verkið,
Dagur vonar eftir Birgi
Sigurðsson, var frumsýnt
í Borgarleikhúsinu síðast-
liðinn fimmtudag við góðar
undirtektir, en söngleikur-
inn Grettir er svo væntan-
legur á fjalirnar í mars.
Dagur vonar var fyrst sett upp í
Iðnó fyrir nákvæmlega tuttugu
árum og hlaut þá frábærar viðtök-
ur. Það var ekki annað að sjá en að
frumsýningargestir á fimmtu-
dagskvöldið væru ánægðir með
endurlífgunina, eins og myndirn-
ar sýna.
Glæsileg frumsýning á Degi vonar
Þjóðleikhússtjóri og tónlistar-
stjóri Þjóðleikhússtjórinn tinna Gunn-
laugsdóttir og Egill Ólafsson létu sig að
sjálfsögðu ekki vanta á frumsýninguna,
enda samdi Egill tónlistina í sýningunni.
fréttABlAðið/vilhElm
Mæðgin á fruMsýningu Björn ingi
hrafnsson mætti ásamt móður sinni,
Björk Gunnarsdóttur. Björn ingi var
hæstánægður með sýninguna og kallaði
Dag vonar meðal annars leiksýningu
ársins á bloggsíðu sinni.
ánægð á degi vonar rithöfundurinn
Guðni Kolbeinsson og kona hans lilja
Bergsteinsdóttir brostu breitt og virtust
hin ánægðustu með verkið.
skrafað saMan Brynja Birgisdóttir og
hrund hauksdóttir voru hinar kátustu
með kvöldið.
dagur vonar rúnar freyr Gíslason og
Sigrún Edda Björnsdóttir þóttu standa
sig prýðisvel í hlutverkum sínum í
sýningunni.
Jennifer Aniston er sögð ætla að
ættleiða barn á næstunni. Að sögn
vina hennar ákvað hún þetta eftir
sambandsslitin við Vince Vaughn
og hefur falið lögfræðingum
sínum að ræða við ættleiðingar-
stofur í Los Angeles. Aniston ætlar
hins vegar ekki
að fylgja í fót-
spor Angelinu
Jolie, Madonnu
og fleiri og
ættleiða barn
frá Afríku.
Hún vill
bandarískt
barn.
Aniston vill
ættleiða
jennifer
aniston Ætlar
að ættleiða
barn á næst-
unni.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
56
26
1
/0
7
VERÐ FRÁ 59.700 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI
Hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn
á sameiginlegum tónleikum í Cirkusbygningen.
Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi
og síðan fyrir dansleik. Þriggja rétta kvöldverður.
Stanslaust, íslenskt fjör eins og það getur best
orðið til kl. 2:00. Leynigestur úr heimi tónlistarinnar.
Kynnir kvöldsins: Þorvaldur Flemming.
+ Nánari upplýsingar á www.icelandair.is
STUÐMENN OG SÁLIN
Í KÖBEN 18. APRÍL 2007
*Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting og miði á tónleika og dansleik ásamt 3ja rétta kvödverði.
Flugfar til Kaupmannahafnar gefur 3.000 Vildarpunkta. Takmarkað sætaframboð! Eingöngu bókanlegt á netinu!
Safnaðu
Vildarpunktum
Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir
ICELANDAIR OG WWW.KAUPMANNAHOFN.DK KYNNA: