Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 89
Ég var mjög ánægð með þessa mynd. Þetta er einfaldlega góð spennusaga,
handritið er gott, þétt flétta með óvæntum snúningum. Blanda af spennu
reimleikum og rómantík. Ekki missa af henni.
Rokkland á rás 2
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
APOCALYPTO kl. 6 og 9 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50 og 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN W.ENGLISH SUBTITLES kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
BORAT kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA
APOCALYPTO kl. 5, 8 og 10.55 B.I. 16 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.55
THE BLACK DAHLIA kl. 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 3.40 og 8 B.I. 7 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3.40
ERAGON kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
MÝRIN kl. 5.50 B.I. 12 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.15 B.I. 14 ÁRA
APOCALYPTO kl. 7 og 10 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 6 og 8 B.I. 12 ÁRA
TENACIOUS D * kl. 10 B.I. 12 ÁRA
* SÍÐASTA SÝNING
Ath: Ekkert hlé á myndum Græna ljóssins.
Toppmyndin á Íslandi í dag!
“Stórkostlega skemmtilegur og hjartnæmur
farsi sem sendir áhorfendur brosandi
út úr salnum” M.H.G. - Fréttablaðið
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Gagnrýni. baggalútur.is
20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings
ef greitt er með korti frá Kaupþingi
FRÁ LEIKSTJÓRA SCARFACE OG THE UNTOUCHABLES
BYGGÐ Á SÖGU EFTIR HÖFUND L.A.CONFIDENTIAL
Michael Jackson er sagður
áhugasamur um að selja
Beckham-hjónunum hið
víðfræga Neverland-setur.
Á vef Daily Star er því haldið fram
að Michael Jackson hafi séð sér
leik á borði við komu Beckham-
hjónanna til Bandaríkjanna og
telji þau líklega kaupendur seturs-
ins fræga. Jackson hefur verið í
sjálfskipaðri útlegð eftir að hann
var sýknaður af ákærum um mis-
notkun á börnum sem gistu á
Neverland og er talið að hann vilji
losna við eignina sem
fyrst. Hún minni
söngvarann á
slæma tíma í lífi
hans. Samkvæmt
vefnum á Jackson
að hafa látið
umboðsmenn sína
útbúa sérstaka
pappíra handa Beck-
ham-hjónunum um
kosti og galla
Neverlands.
Kryddpían
fyrrverandi
hefur verið á
útopnu í Los Ang-
eles við að leita
að húsnæði
handa sér og David eftir að knatt-
spyrnukappinn yfirgaf spænska
stórveldið Real Madrid og gekk
til liðs við LA Galaxy. Landar-
eignin er í Los Olivos í Kal-
forníu og þaðan er þriggja
tíma akstur á æfingasvæði
LA Galaxy. Lóðin sem fylgir
hinum sérstaka heimi popp-
stjörnunnar er um 1.200
hektarar en þar má
meðal annars finna
skemmtigarð og
dýragarð. Jackson settist að á
Neverland árið 1988 og bjó þar til
ársins 2005. Húseignum á svæð-
inu hefur ekki verið haldið við
eftir að poppgoðið fluttist á brott
en verðmæti lóðarinnar er talið
hlaupa á tíu milljónum punda,
rúmlega milljarði íslenskra
króna.
Bandarískir fjölmiðlar hafa
fylgst grannt með gangi mála hjá
Victoriu eftir að hún kom til
Bandaríkjanna. Samkvæmt Daily
Star hefur hún þegar pungað út
sex milljónum íslenskra króna
fyrir knattspyrnuvöll handa strák-
unum sínum þremur, þeim Brook-
lyn, Romeo og Cruz.
freyrgigja@frettabladid.is
Býður Victoriu Neverland
Jackson Hefur verið í
sjálfskipaðri útlegð síðan
hann var sýknaður af
ákærum um misnotkun
á börnum.
Mæðginin Brooklyn ætti ekki að leiðast
í Neverland ásamt bræðrum sínum
tveimur.
neverland Heimur Jacksons er engum
líkur en á lóðinni má meðal annars
finna skemmtigarð og dýragarð.
Rokksveitin Dikta er stödd í Lund-
únum um þessar mundir á stuttri
tónleikaferð. Auk þess að spila á
fernum tónleikum hefur sveitin
þegar tekið upp þrjú ný myndbönd.
Plata Diktu, Hunting for Happin-
ess, kemur út í Bretlandi í lok febrú-
ar eða byrjun mars og með tónleika-
ferðinni er ætlunin að kynna þá
útgáfu.
Dikta, sem fór út á miðvikudag-
inn í síðustu viku, var búin að halda
tvenna tónleika þegar Fréttablaðið
sló á þráðinn hjá söngvaranum Hauki
Heiðari Haukssyni, þar á meðal á
The Hope and Anchor. Sá staður er
einna þekktastur fyrir það að sveitin
U2 hélt þar sína fyrstu tónleika í
Lundúnum þegar hún var að skjótast
fram á sjónarsviðið. Einnig hefur
Stranglers m.a. spilað þar.
Dikta mun einnig halda tón-
leika á Isle of Wight en að sögn
Hauks Heiðars hafa þeir félagar
fengið mjög góðar viðtökur í Bret-
landi.
Dikta herjar á Bretland
dikta Rokksveitin Dikta er á stuttri tónleikaferð um Bretland um þessar mundir.
James Ellroy hefur með reyfurum
sínum skrifað sig inn í harðsoðnu
hefðina sem rithöfundarnir Dashi-
ell Hammett og Raymond Chandler
gerðu að sjálfstæðri bókmennta-
grein í kringum 1940. Andinn í
verkum Hammetts og Chandlers
lak af pappírnum yfir í svarthvítu
glæpamyndirnar sem kenndar eru
við film noir og naut sín þar í botn.
Leikstjóranum Brian De Palma
tekst vel að fanga gömlu noir-
stemninguna í The Black Dahlia
sem hann gerir eftir samnefndri
skáldsögu Ellroys. De Palma kann
vel að nota ljós og skugga og með
fimleikum með tökuvélina skapar
hann seiðmagnað og oft þrúgandi
andrúmsloft harðsoðnu hefðarinn-
ar.
Þar fyrir utan fær hann allt sem
til þarf upp í hendurnar frá Ellroy,
sem býður upp á harðjaxla með
axlabönd og hatta sem keðjureykja
og láta hnefana tala og flegnar og
fláráðar tálkonur sem nota kyn-
þokka sinn óspart til að hringla í
hausnum á karlpeningnum.
Josh Hartnett og Aaron Eckhart
leika tvo lögreglumenn sem Ellroy
lætur fást við rannsókn á sann-
sögulegu og viðbjóðslegu morði á
ungri leikkonu, Betty Short, sem
fannst í tvennu lagi árið 1947. Raun-
verulega sakamálið er enn óupp-
lýst og er sveipað ákveðnum dular-
ljóma enn þann dag í dag og er
kennt við fórnarlambið, The Black
Dahlia.
Persóna Hartnett er enn blaut
bak við eyrun en Eckhart er öllu
reyndari og mátulega spilltur í
ofanálag þannig að lögguparið
minnir óneitanlega á félagana tvo
sem Guy Pearce og Russell Crowe
léku í L.A. Confidential sem byggði
einnig á bók eftir Ellroy.
Rannsókn þessa óhuggulega
morðs hefur djúpstæð áhrif á
mennina tvo og stofnar vináttu
þeirra, ástarsamböndum og jafnvel
geðheilsu í voða.
Konurnar tvær sem flækja til-
veru töffaranna eru leiknar af
gyðjunum Scarlett Johansson og
Hilary Swank og í þeirri lyga-
kvendaskák hefur Swank vinning-
inn í hlutverki baneitraðrar yfir-
stéttadruslu sem er hvergi nærri
öll þar sem hún er séð.
De Palma hefur því allt sem til
þarf til að gera dúndurreyfara en
því miður, þrátt fyrir fyrri afrek
bak við myndavélina, hefur hann
ekki burði til að klára dæmið.
Áhugaleysi hans á persónunum er
áberandi þannig að angist þeirra og
hremmingar rista grunt og ná ekki
að koma með þá fyllingu sem sagan
þarfnast nauðsynlega til að halda
dampi og áhuga áhorfandans út í
gegn. Þetta gerir það líka að verk-
um að ágætis leikarar fá ekki svig-
rúm til þess að sýna hvað í þeim
býr.
De Palma bætir fyrir þetta með
hressilegum tilþrifum í stíl en
missir þó kraftinn niður á milli
sterkra og spennandi atriða sem
eru þó fyrst og fremst bergmál af
því sem hann hefur gert áður og þá
betur. Það verður þó að viðurkenn-
ast að gamlir taktar úr Scarface og
The Untouchables eiga afskaplega
vel við og blása lífi í krampakennda
frásögnina, sem hefur alla burði til
þess að vera skotheld film noir en
verður ekki meira en stílæfing sem
er hársbreidd frá þriðju stjörn-
unni. Þórarinn Þórarinsson
Sálarlaus stílæfing
kvikMyndir
the Black dahlia
Leikstjóri: Brian De Palma
Aðalhlutverk: Josh Hartnett, Scarlett
Johansson, Aaron Eckhart, Hilary
Swank
HH
Brian De Palma tekst ekki að gera
meir en sæmilega stílæfingu úr
spennandi og áhugaverðum efnivið
frá James Ellroy.