Fréttablaðið - 22.01.2007, Side 11

Fréttablaðið - 22.01.2007, Side 11
Pantaðu fleiri eintök á www.oddi.is Prentsmiðjan Oddi ehf. • Höfðabakka 3-7 • 110 Reykjavík • Sími 515 5000 • www.oddi.is SKOÐAÐU, VELDU, PANTAÐU! Aldrei fljótlegra að kaupa prentverk Skýr yfirsýn, aukin verðvitund. Einfalt að finna þína vöru. Þú velur þann vinnsluhraða sem þér hentar. Verð á yfir 1000 prentlausnum. 4 2 7 HRATT EXPRESS +3 O D D IH Ö N N U N P 07 .0 0. 42 2 Læknafélag Reykjavíkur hvetur heil- brigðisnefnd Alþingis til að skoða vandlega þau til- mæli sem fram koma í nefndaráliti Læknafélags Íslands um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Læknafélagið hefur varað við því mikla valdi sem það telur frumvarpið veita heilbrigðisráðherra við skipan og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er gagnrýnt að forstöðumönnum á sjúkrahúsinu sé veitt mikið vald og ábyrgð án þess að nokkrar hæfniskröf- ur séu gerðar til þeirra. Þetta er meðal þess sem nefnd Læknafélagsins telur mjög gagnrýnisvert við frum- varpið. Páll Torfi Önundarson, varaformaður Læknaráðs Íslands, segir að gangi lagafrumvarpið í gegn sé það ógn við velferð sjúklinga. „Ef fólk leggst inn á spítala á það að geta treyst því að sá hæfasti sem finnst sé ráðinn við stjórn. Sú krafa er ekki fyrir hendi í frum- varpi heilbrigðisráðherra. Þetta frumvarp er bastarð- ur sem gengur út á að auka völd ráðherra,“ segir Páll. Þessu samsinnir Læknafélag Reykjavíkur og segir hagsmuni stofnana ríkisins og forráðamanna þeirra setta í öndvegi á kostnað sjúklinga. Með frumvarpinu sé dregið úr faglegri ábyrgð heilbrigðisstétta. Leggja stjórnendur Læknafélags Reykjavíkur og Læknaráðs Íslands til að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað til að unnt verði að vinna það betur. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Segir frumvarp Sivjar bastarð Verðbólga á Íslandi mælist 5,9 prósent á Íslandi sam- kvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs í EES-ríkjunum sem Hagstofan birti fyrir helgi. Lækk- ar hún úr 6,1 prósenti í nóvember. Greining Glitnis telur að verðbólgan muni hjaðna hratt á næstunni. Það komi til vegna lækkunar opinberra álaga á matvæli, samhliða því að nú hægi á vexti hagkerfisins, olíuverð fari lækkandi og áhrifin af gengis- lækkun krónunnar á vísitölu neysluverðs séu að fjara út. Verðbólgan mælist einungis hærri en hér í Lettlandi, 6,8 prósent, og í Ungverjalandi, 6,6 prósent. Að meðaltali er verð- bólgan á evrusvæðinu 1,9 prósent og 2,1 prósent á EES-svæðinu. Hröð hjöðnun verðbólgunnar Ferjugjöld í Herjólf hækka frá mánaðamótum um að meðaltali 11,5 prósent. Guðmund- ur Petersen, rekstrarstjóri hjá Eimskip, segir að hækkunin sé í samræmi við samning Eimskips við Vegagerðina. Farið til Vestmannaeyja kostar 2.000 krónur fyrir fullorðinn frá 1. febrúar en kostaði 1.800 krónur áður. Ef notað er afsláttarkort þarf að kaupa 40 einingar. Þrjár einingar duga í eina ferð og kostar ferðin þá 1.215 krónur. Áður kostaði hún 1.080 krónur. Ókeypis er fyrir börn upp að tólf ára aldri. Börn 12-15 ára greiða eina einingu eða 405 krónur fyrir aðra leiðina. Ellilífeyrisþegar sömuleiðis. Einingin kostaði áður 360 krónur. Ferjugjöldin hækka Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa fyrirskipað slátrun á 273.000 hænsnfuglum eftir að H5N1-afbrigði fugla- flensunnar kom í ljós á kjúkl- ingabúi. Enn á eftir að taka ákvörðun um örlög 386.000 annarra hænsnfugla í nágrenninu sem gæti þurft að farga. Í Indónesíu lést stúlka á föstudaginn af völdum fugla- flensu. Stúlkan, sem var 19 ára gömul, hafði komist í tæri við dauða hænsnfugla og smitast af sjúkdómnum. Fimm manns hafa látist af völdum flensunnar í Indónesíu það sem af er ári. Slátra tæplega 300.000 fuglum Karl Bretaprins hefur hætt við að fara í hefð- bundna skíðaferð til Sviss til þess að vinna gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda. Sífellt fleiri í Bretlandi eru meðvitaðir um neikvæð umhverfisáhrif flug- ferða og vill Karl fækka þeim skiptum sem hann stígur upp í flugvél. Ráðherrar og umhverfissinnar gagnrýndu prinsinn fyrir að fljúga til Bandaríkjanna til að taka þátt í verðlaunaathöfn, í stað þess að nýta sér myndsíma. Í bígerð er að birta hversu mikinn koltvísýring ferðir Karls hafa losað út í andrúmsloftið. Skíðaferð aflýst vegna mótmæla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.