Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.01.2007, Qupperneq 48
Um daginn var ég stödd á dönskum bar og hitti þar útlendinga sem höfðu aldrei heyrt minnst á Ísland. Umsvifalaust var ég komin í hlutverk sendiherrans. Og hvað segir maður við fólk sem veit ekki einu sinni að Ísland er til? Jú fyrst verður maður dálítið vand- ræðalegur en svo koma klisjurnar á færibandi. „Á Íslandi er fallegasta náttúra í heimi og við erum ótrúlega töff miðað við höfðatölu og drekkum til dæmis meira kók en allir aðrir.“ Svo lýsum við eldfjöllum, jöklum og goshverum með tilþrifum og klykkjum út með því að segja að á Íslandi búi fallegasta fólk veraldar. Þar á eftir fylgir sannfærandi ræða um að 300 þúsund hræður séu alveg ágætis fólksfjöldi og máli okkar til stuðnings teljum við upp fræga Íslendinga eins og Björk og Keikó. Sjálf veit ég vel að allt hér að framan er hið mesta bull. Samt hlustaði ég á sjálfa mig fara með þessa þvælu í áheyrn útlending- anna og dauðskammaðist mín. Klis- jur eru þægilegar en vandinn við Íslandsklisjurnar er sá að þær eru ferlega hrokafullar. Minnimáttar- kenndin er að fara með okkur. Það skiptir okkur öllu máli að öðrum þjóðum finnist við töff og spenn- andi. Við þekkjum þetta öll. Stoltið sem kitlar mann þegar íslensku landslagi bregður fyrir í bílaaug- lýsingu eða þegar íslenskur skóla- strákur fær að segja eitt orð í bandarískri stórmynd. Útlendingarnir voru hrifnir af ræðu minni og göptu af hrifningu. Ég lét mér fátt um finnast og byrj- aði að blaða í dönsku tímariti sem lá þarna á borðinu. Ég staldraði við þegar ég rakst á myndir af íslenskri náttúru. Þvílík tilviljun, hugsaði ég og var ekki lengi að tilkynna piltun- um að þessar fallegu myndir væru frá Reykjavík. Með þjóðarstoltið ólgandi um æðar mér fletti ég upp á byrjun greinarinnar og varð dálít- ið hissa þegar ég sá fyrirsögnina: „Reykavik: Den lille by med det store ego.“ Danir höfðu svo sannar- lega hitt naglann á höfuðið. ÚFFF! ÞVÍÍLKIR VINNINGAR Aukavinningar eru iPOD Nano • Panasonic heimabíó • PS2 tölvur • Sony Ericsson GSM símar PSP tölvur • Canon stafrænar myndavélar Fartöl- vur • PS2 Guitar Hero • Gjafabréf á Tónlist.is Bíómiðar á Kirikou og villidýrin • Kippur af gosi og en meira af DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleiru *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum. Fylgstu með á www.bt.is. Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Ég á þrjá svona eins og þennan, svo er ég með nokkur síli og einn lítinn ál. Svo er ég með einn kvenkyns svartnef, hún á það til að borða aðra sína líka! En annars borðar hún bara allt, alveg sama hvort það er brauð eða lambasteik Það er sem sagt ekkert vit i að eiga fleiri en einn svoleiðis! Nei, það nægir mér að eiga eina truntu sem borðar eins og svín! En samt hefurðu ákveðið að fá þér aðra! Æ! Skilaðu kveðu til Súsönnu frænku frá mér! Súsanna frænka? Súsanna hefur ekki hringt í margar vikur! Nú ferðu að hætta þessu!!! Íslensk erfðagreining ehf. Ekki geturðu breytt okkur þannig að við verðum eins og rósakál á bragðið? Er komið vor? Já, í dag er komið vor ... Hvað er að ykkur? Eruð þið ekkert glöð! Mamma, þegar nýja barnið kemur má hún alveg eiga herbergi með mér! En hvað þetta er fallega sagt, mikið er það fallegt af ... Þá verðum við tvær á móti einum! ...þér! Hei, þ að er ósanng jarnt!!!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.