Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 24

Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 24
greinar@frettabladid.is Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eft- irlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einn- ig vekja athygli vinnubrögð félagsmála- ráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjár- magns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyf- irvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgis- ins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlut- un fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spilling- unni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnar- maður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði. Er nægjanlegt að játa mistök? Öllum getur skjátlast. En það er misjafnt, hversu illa þeim verður á og hversu vel þeir taka því síðan. Frægt var, þegar Finnur prófessor Magnússon las í maí 1834 kvæði undir fornyrð- islagi úr jökulrispum í Runamo í Svíþjóð. Þótti það einhver mesta háðung, sem orðið hefði í norrænum fræðum. Mikill lærdómur leiddi hann í gönur. Finnur var hinn vænsti maður, en lét lítið fara fyrir sér eftir þetta. Annað dæmi var, þegar Björn Jónsson ritstjóri birti í Sunnan- fara 1901 mynd af Gatkletti við Arnarstapa á Snæfellsnesi, en sagði, að hún væri af Dyrhólaey. Keppinautur hans, Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, var ekki seinn að benda á villuna. En Björn vildi ekki viðurkenna hana, þótt augljóst væri, og kallaði Þjóðólfur hann stundum eftir það „Dyrhólagatistann“. Þetta uppnefni var því sárara sem Björn hafði sökum þrálátra kvíðakasta ekki lokið prófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Það var öllu saklausara, þegar Sigurður Skúlason norrænufræð- ingur gaf út Sögu Hafnarfjarðar 1933. Hann hafði mislesið te fyrir tjöru í verslunarskýrslum og gert Hafnfirðinga fyrir vikið að áköfum tedrykkjumönnum. Jón Helgason orti um muninn á Kristi og Sigurði: Fyrst kom einn og breytti vatni í vín og vann sér með því frægð sem aldrei dvín. En annar kom og breytti tjöru í te og tók að launum aðeins háð og spé. Sigurður bar ekki sitt barr eftir þetta. Hann hefði auðvitað átt að sjá villuna, en gerði það ekki. Alræmdasta dæmið var af Guðbrandi Jónssyni prófessor. Hann skrifaði í útvarpsgagnrýni í Vísi 19. nóvember 1938, að erindi, sem dr. Björn Karel Þórólfsson skjalavörður hefði flutt, hefði verið „efnisríkt, en of þurrt, og flutningurinn var of þver og svæfandi“. Sá hængur var á, að erindið hafði fallið niður. Guð- brandur afsakaði sig með því, að hann hefði sofnað við útvarpið og ekki lesið rétt úr hraðrituðu minnisblaði. Hlegið var um allt land. Þetta varð Jóni Helgasyni tilefni til gamankvæðisins „Hraðritunar“. Sigurður A. Magnússon féll síðan fyrir gamalkunnu bragði, þegar borin var undir hann ljóðabók, sem tveir blaðamenn á Vikunni höfðu soðið saman eina sumarnóttina árið 1963. Hann fór hinum lofsamlegustu orðum um bókina, sem prakkararnir nefndu auðvitað Þokur. Þá orti Loftur Guðmundsson: Dæmdi sig hinn dóma strangi dárann mesta í glópa flokki. Alltaf hefði Mera-Mangi muninn þekkt á skeiði og brokki. Faðir Sigurðar var kunnur hestamaður og kallaður Mera- Mangi. Ég sé ekki betur en Þorvaldur Gylfason, sem er einmitt prófessor eins og þeir Finnur og Guðbrandur, sé kominn í þennan fríða flokk. Hann birti hér í blaðinu 10. ágúst 2006 grein um Gini-stuðla, sem áttu að sýna, að tekjuskipting á Íslandi hefði á tíu árum breyst úr því, sem hún var í Noregi, í það, sem hún væri á Bretlandi. En Þorvaldur gáði ekki að því, að Gini-stuðlarnir fyrir önnur lönd voru reiknaðar án söluhagnaðar af hlutabréfum og verðbréfum, eins og venjan er, en þeir Gini-stuðlar, sem hann reiknaði út fyrir Ísland, voru að slíkum hagnaði meðtöldum. Þetta er svipuð villa og ef Sigurður gamli Skúlason hafði lagt saman tölur um notkun Íslendinga á tei og tjöru, fengið út háa tölu, borið hana saman við tölur um notkun annarra þjóða á tei einu saman og síðan fullyrt, að Íslendingar drykkju miklu meira te en aðrar þjóðir. Sam- kvæmt nýrri skýrslu Evrópu- sambandsins um tekjuskiptingu 2003-2004, sem er aðgengileg á heimasíðu hagstofunnar, er tekjuskipting á Íslandi ein hin jafnasta í Evrópu, aðeins jafnari í þremur löndum og ójafnari í 27 löndum. Þorvaldur ber ekki fyrir sig eins og Guðbrandur, að hann hafi dottað yfir minnisblaði. Þess í stað skiptir hann um umræðu- efni, eins og sést á grein hans hér í blaðinu í gær. Þar víkur hann talinu að því, að tekjuskipt- ingin sé orðin hér eitthvað ójafnari en hún var fyrir 10-15 árum, sem er eflaust rétt, en minnist ekki á samanburð Gini- stuðla fyrir Ísland og önnur lönd, sem var aðalatriðið í máli hans síðastliðið haust. Þorvaldur þrætir þannig enn fyrir, að mynd sín af tekjuskiptingunni sé röng. Höfum við Íslendingar eignast nýjan Dyrhólagatista? Nýr Dyrhólagatisti? Ég sé ekki betur en Þorvald- ur Gylfason, sem er einmitt prófessor eins og þeir Finnur og Guðbrandur, sé kominn í þennan fríða flokk. MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga Í vikunni birtist skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna og ungmenna í þeim löndum sem eru efnahags- lega best sett í heiminum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem UNICEF birtir slíka skýrslu um stöðu barna í velferðarríkj- unum en sem kunnugt er hefur stofnunin einbeitt sér að því að kanna, og ekki síður bæta, hag barna meðal fátækari þjóða. Ýmislegt vekur athygli í þessari skýrslu, til dæmis hversu illa Bandaríkin og Bretland virðast búa að börnum sínum miðað við hinar þjóðirnar sem könnunin tekur til. Þessar tvær þjóðir verma 20. og 21. sætið á heildarlistanum, neðstu tvö sætin. Sömuleiðis vekur athygli, án þess að það komi beinlínis á óvart, hversu vel Norðurlöndin virðast standa en Svíþjóð, Danmörk og Finnland röðuðu sér í efstu sætin á heildarlistanum, á eftir Hol- landi, og Noregur var þar í sjöunda sæti. Meirihluti þeirra sem til var leitað hér á landi skilaði því miður annað hvort ekki upplýsingum eða ekki fullnægjandi upplýsingum þannig að Íslandi er aðeins raðað í tveimur flokkum af sex sem kannaðir eru í úttektinni. Ísland var í öðru sæti, á eftir Svíum, í flokknum um heilsu og öryggi og er full ástæða til að vera stolt af því. Ísland er í þrettánda sæti og nákvæmlega í meðaltali í menntun- arflokknum og raðast neðst Norðurlandanna. Það er algerlega við- unandi þótt gott hefði verið að sjá Ísland hærra á þessum lista. Hér er þó ekki annað hægt en að hnjóta um þá staðreynd að Bandaríkin eru í næsta sæti fyrir neðan Ísland á listanum yfir stöðu mennt- unar og Bretland allnokkrum sætum neðar en einmitt til þessara landa hafa fyrirmyndir iðulega verið sóttar í íslensku menntakerfi. Óneitanlega hefði verið fróðlegt að sjá útkomu Íslands í stærra samhengi og vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Annað sem er eftirtektarvert í þessari skýrslu UNICEF er að ekki virðast augljós tengsl á milli velferðar barna og vergrar þjóð- arframleiðslu ríkjanna. Til dæmis er Tékkland, sem er í 15. sæti, ofar á listanum en mun ríkari lönd eins og Frakkland, Austurríki, Bandaríkin og Bretland. Þegar upp er staðið hlýtur hinn raunverulegi mælikvarði á stöðu þjóðar að snúast um það hvernig hún býr að börnum sínum, heilsu- fari þeirra, skólagöngu og líðan allri því á börnunum byggist fram- tíðin. Vitanlega er grundvallaratriði að grunnþörfum barna sé vel sinnt, að þau hafi í sig og á og njóti menntunar. Í ljós kemur þó, og kemur líklega fæstum á óvart, að raunveruleg lífsgæði barna byggjast ekki á eingöngu á efnahagslegum gæðum. Þar koma til aðrir þættir svo sem að fá að alast upp við ást, öryggi og nærveru við foreldra og fjölskyldu. Í því felast hin raunverulegu lífsgæði. Börnum á Norður- löndum líður best Hér er þó ekki annað hægt en að hnjóta um þá staðreynd að Bandaríkin eru í næsta sæti fyrir neðan Ísland á listanum yfir stöðu menntunar og Bretland allnokkrum sætum neðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.