Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 6
Þrír piltar á aldrin- um fimmtán til sautján ára játuðu á miðvikudagskvöld að hafa unnið skemmdir á fjórða tug bifreiða, á vinnuvélum og hesthúsum í Hafnarfirði nóttina áður. Þá brutu þeir rúður í heimahúsum. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. Að sögn Geir Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, er hægt að sækja piltana til saka fyrir brot sín. Þeir hafa allir náð sakhæfis- aldri. Ekki sé þó hægt að krefja þá um greiðslu fyrir skemmdirnar. „Það verða örugglega gerðar bóta- kröfur en þeir eru ekki fjárráða. Og það er heldur ekki hægt að ganga á foreldrana. En það getur vel verið að þeir grípi til þess að bæta tjónið. Ég get ekkert fullyrt um það.“ Geir Jón segir lögregl- una áður hafa þurft að hafa afskipti af piltunum vegna mála af þessu tagi. Pétur Már Jónsson, forstöðu- maður tjónaþjónustu VÍS, segir eigendur og tryggingarfélög sitja uppi með kostnað vegna skemmd- arverkanna. „Ef þetta eru rúðu- brot þá nær bílrúðutrygging yfir það. Hún greiðir tjónið af rúðum utan við tíu prósenta sjálfsábyrgð. Ef skrokkur á bifreið er skemmd- ur til viðbótar og er ekki í kaskó, situr eigandi uppi með tjónið ef ekki er hægt að fá fébætur frá gerenda. Ef viðkomandi bifreið eða vinnuvél er með kaskó- eða vinnuvélatryggingu þá ná þær hins vegar yfir skemmdirnar.“ Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, var 80 ára í gær. Afmælinu var fagnað í Valhöll, flokksheimili sjálfstæðismanna. Meðal gesta var formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde forsætisráðherra, en heiðursgestur Heimdellinga í gær var Kjartan Gunnarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri flokksins. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdalls, flutti ávarp. Í stefnuskrá Heimdalls frá árinu 1931 segir að grundvöllur stefnunnar sé fullkomið frelsi þjóðar og einstaklings, séreign og jafn réttur allra þjóðfélagsborg- ara. Kjartan var heiðursgestur Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutök- um yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamn- ing Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrir- tækið að lokum yfir, kaupsýslu- maðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 millj- arða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæru- liðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða sam- tals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Ger- ald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bát- inn. Á einhverjum tíma- punkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttar- höld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfir- heyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skrif- legir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið inn- heimt fyrr en löngu eftir að bát- arnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsam- skiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jón- ínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „lang- aði mest að kála þeim“. Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðför- ina að Baugi“. Segir Baug hafa tap- að 260 milljörðum Jón Ásgeir Jóhannesson var spurður út í ásakanir um fjárdrátt vegna skemmti- báta á Flórída í réttarsal í gær. Hann ræddi einnig tölvupósta Styrmis Gunnars- sonar og Jónínu Benediktsdóttur, og upphaf Baugsmálsins við lok skýrslutöku. Arngrímur Ísberg, dómsformaður í Baugsmálinu, ákvað í gær að takmarka þann tíma sem sækjandi í málinu fengi til að spyrja Jón Ásgeir Jóhannes- son, einn sakborninga, út í mála- vexti. Sækjandi mótmælti þessum takmörkunum. Reiknað var með að skýrslutök- um yfir Jóni Ásgeiri fyrir dómi lyki um hádegi á miðvikudag. Á þriðja tímanum í gær sagðist Sig- urður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, eiga um þrjár klukkustundir eftir. Dómsformaðurinn ákvað í framhaldinu að sækjandi myndi fá 75 mínútur til viðbótar, en því næst kæmust verjendur að. Kalla yrði Jón Ásgeir fyrir aftur síðar ef spyrja þyrfti frekar. Sigurður Tómas mótmælti þessu og sagði það geta stefnt sönnunarfærslu sinni í voða ef skýrslutökur yfir Jóni Ásgeiri yrðu slitnar í sundur með þessum hætti. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hann ekki vita til þess að tími sækjanda hefði áður verið takmarkaður með þessum hætti í héraðsdómi. Þetta sé afar óvenju- legt, en af því verði ekki stór skaði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir nauðsynlegt að halda sig við áætlunina í svo flóknu máli. Dómarans sé að stjórna og saksóknara að koma með tímaáætlun. Stöðvaður í miðri spurningu BAUGS M Á L I Ð Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, mun skipa fyrsta sæti á framboðslista hans í Norðaustur- kjördæmi í komandi alþing- iskosningum. Sigurjón var kjörinn á þing sem annar þing- maður Frjáls- lyndra í Norðvestur- kjördæmi í síðustu kosningum, en Guðjón Arnar Kristinsson, formaður flokksins, mun leiða lista hans þar sem fyrr. Frjálslyndi flokkurinn fékk ekki þingmann kjörinn í Norð- austurkjördæmi í síðustu kosningum. Færir sig um kjördæmi Borgarráð samþykkti í gær tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar borgarstjóra um að Reykja- vík verði Skákhöfuðborg heimsins. Í þessu tilgangi ætlar borgin að leggja fram þrjár milljónir króna af tuttugu milljóna króna stofnfé í Skákakademíu Reykjavíkur. Er það sjálfseignarstofnun sem á að efla skáklistina í Reykjavík þannig að borgin verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Samstarf verður við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Leita á þátttöku annarra til að fá stofnféð upp í milljónirnar tuttugu. Reykjavík verði skákhöfuðborg Hélst þú upp á Valentínusar- daginn? Ætlar þú að halda konudaginn hátíðlegan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.