Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 4
 Mannréttindanefnd Reykjavíkur sættir sig ekki við að fá ekki umbeðnar upplýsingar um styrkveitingar Nýsköpunarsjóðs námsmanna fyrr en vorið 2008. Reykjavíkurborg styrkir Nýsköpunarsjóð námsmanna um tólf milljónir króna á ári. Heildar- framlög í sjóðinn voru á bilinu 32 til 34 milljónir. Marsibil J. Sæmundsdóttir, formaður Mann- réttindanefndar Reykjavíkur, segir nefndina vilja að sjóðurinn upplýsi hvernig styrkir úr honum skiptist milli karla og kvenna. „Það kom gagnrýni, meðal annars frá fyrrverandi rektor á Bifröst, um að það væri ójafnvægi milli kynja í úthlutunum sjóðsins. Við vitum ekki hvort svo er en við höfum eftirlitshlutverk gagnvart því að þeir sem eru styrktir af Reykjavíkurborg fylgi stefnu borgarinnar um jafnstöðu kynj- anna,“ segir Marsibil. Í svari til mannréttindanefndar frá Hönnu Maríu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Nýsköpunar- sjóðs námsmanna, segir að núver- andi tölvukerfi ráði ekki við að gefa upplýsingarnar. Hins vegar sé verið að endurnýja tölvukerfið: „Má ætla að hægt verði að taka út umbeðnar upplýsingar með ein- földum hætti vorið 2008.“ Mannréttindanefndin segir í bókun að það sé „með öllu óskilj- anlegt að Nýsköpunarsjóður ætl- ist til að nefndin bíði í ríflega ár eftir því að sjóðurinn eignist tölvu- kerfi. Mannréttindanefnd tekur afsakanir þær sem fram koma í umræddu svari ekki til greina og fer fram á að Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegi nefndinni þessi svör hið fyrsta.“ Mannréttindanefndin hefur ekki ákvörðunarvald um styrkinn til Nýsköpunarsjóðsins en segist þó ekki geta mælt með frekari styrkveitingum til sjóðsins fyrr en umræddar upplýsingar berist. „Miðað við bókun mannréttinda- nefndarinnar lítur út fyrir að hér sé um þann misskilning að ræða að Nýsköpunarsjóður námsmanna heyri undir borgina,“ segir Þor- björg Helga Vigfúsdóttir borgar- fulltrúi, sem situr í stjórn Nýsköp- unarsjóðs námsmanna fyrir hönd menntamálaráðuneytisins. Þorbjörg segir að þegar styrk- umsóknir berist sjóðnum séu ekki alltaf strax komin nöfn bakvið umsóknina. „Það geta verið bæði konur og karlar og stundum hópar. Þar af leiðandi sendi sjóðurinn kurteislegt bréf um að það tæki mikinn tíma að finna þessar upp- lýsingar og að það yrði ekki gert fyrr en tölvutæknin væri orðin betri.“ Við höldum með þér! Er ekki kominn tími á ný þurrkublöð? Þú færð Champion-þurrkublöð með 50% afslætti ef þú kemur á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. 50% afsláttur af Champion-þurrkublöðum þegar þú lætur fyll’ann! Karlmaður ruddist inn í útibú SPRON í Skeifunni á ellefta tímanum í gær og vildi fá fyrirgreiðslu: peninga svo að hann gæti greitt handrukkurum. Hinir meintu rukkarar voru í för þegar maðurinn kom inn í bankann. Fólkið er allt á þrítugsaldri og var handtekið á staðnum. Hinu meinta fórnarlambi var sleppt en hitt fólkið var enn í haldi í gærkvöldi. Maðurinn var óvopnaður og beitti ekki ofbeldi. Hann lýsti fyrir gjaldkerum og öðrum starfsmönn- um bankans hvers hann ætti von gæti hann ekki borgað. Að sögn lögreglu hafði maðurinn verið tekinn með og var þá kominn með áverka á öxl og andliti sem talið er að fólkið hafi veitt honum. Var honum hótað frekari meiðingum yrði hann sér ekki úti um fé til að greiða þá skuld sem fólkið taldi sig eiga inni hjá honum. Ólafur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri SPRON, sagði að útibúinu hefði verið lokað í um tvær klukkustundir eftir atvikið: „Samkvæmt öryggisreglum okkar lokum við þegar svona mál koma upp og förum yfir málin með starfsfólki okkar, sem sumt var afar skelkað. Maðurinn beitti ekki neinu ofbeldi heldur var með hót- anir sem tengdust hans persónu- legu stöðu. Þegar um er að ræða aðila sem eru í annarlegu ástandi og með handrukkara á bakinu þarf að taka það mjög alvarlega.“ Málið er í rannsókn. Þurfti fé fyrir handrukkara Krefjast svara strax frá Nýsköpunarsjóði Nýsköpunarsjóður námsmanna ætlar ekki að svara Mannréttindanefnd Reykja- víkur um skiptingu styrkja milli karla og kvenna fyrr en vorið 2008. Óskiljan- legt segir nefndin. Misskilningur hjá nefndinni segir stjórnarmaður í sjóðnum. Sérsveit hryðju- verkavarnalögreglu í Frakklandi hefur handtekið ellefu manns sem grunaðir eru um aðild að al- Kaída-tengdum samtökum sem unnið hafa að því að fá herskáa múslima til liðs við skæruliða íslamista í Írak. Níu manns voru handteknir í Toulouse og nágrenni í suðvestur- hluta Frakklands á miðvikudag. Áður höfðu tveir menn verið handteknir á Orly-flugvelli við París, er þeir lentu þar eftir að hafa verið sendir til síns heima frá Sýrlandi. Flestir hinna handteknu eru á þrítugsaldri, að sögn lögreglu. Ellefu manns handteknir Mælingar á mengun verða gerðar við leikskóla borgarinnar í samstarfi mengunarvarna Umhverfissviðs og Leikskóla- sviðs í Reykja- vík á næstunni. Stefnt er að enn viðameiri mælingum en áður hafa tíðkast eftir því sem fram kemur á vefsíðu borgarinnar. Á Umhverfissviði hefur verið unnið að fræðslu og upplýsingum til almennings um loftmengun og hefur athyglinni verið beint sérstaklega að leikskólum. Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs, segir mikilvægt að fá borgarbúa til liðs við borgina í viðleitni að draga úr svifryksmengun, til dæmis með minni notkun nagladekkja, auk þess sem borgarbúar eru hvattir til þess að nýta sér almennings- vagna og reiðhjól. Meiri mælingar við leikskóla Söfnunin Börn hjálpa börnum fór formlega af stað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Í söfnuninni, sem er árlegt átak ABC-barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins, ganga börn í hús og safna peningum sem renna til hjálpar börnum í Pakistan, Kenía og Úganda. ABC-hjálparstarf sér fyrir tæplega sex þúsund börnum með hjálp fósturforeldra, meðal annars á Indlandi, Filippseyjum, í Úganda og Pakistan. Samtökin hafa einnig sett á fót heimavist í Kenía, vígt skóla í Pakistan og hafið byggingu heimavistar fyrir stúlkur í Norður-Úganda, svo eitthvað sé nefnt. Safna fé fyrir börn í neyð Þrír piltar á aldrinum 15-19 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku vegna gruns um að þeir eigi þátt í allnokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. Piltarnir voru teknir á Háa- leitisbraut nýverið. Í bíl sem þeir voru á fannst talsvert mikið þýfi sem hægt var að tengja við innbrot sem framin höfðu verið að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Kópavogi og Reykjavík. Piltarnir eru grunaðir um að eiga hlut að sjö innbrotum og tveimur tilraunum til innbrots. Þrír meintir þjófar í gæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.