Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 1
Bakar syndsamlega góða köku 63% 40% 31% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Föstudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 70 Smáauglýsingasími55 Þegar þessi grein kemur fyrir almenningssjónir eru Krónikurnar trúlega að gæða sér á súkkulaðibombu blaðamannsins Brynhildar Björnsdóttur.„Ég bý við það að maðurinn minn er einstaklega góður kokkur og þykir gaman að elda svo hann tekur meirihluta matreiðslunnar,“ segir Brynhildur þegar hún er innt eftir afrekum sínum í eldhúsinu. Kveðst líka alin upp við að karl- maðurinn á heimilinu eldi því pabbi hennar hafi eldað meira en mamma. En auðvitað lumar Brynhildur á góðum lausn- um í eldamennskunni sem öðru. „Ég geri stundum bara ein- falda súpu þar sem ég hendi því grænmeti sem til er í pott með smá olíu og smá vatni, dós af niðursoðnum tómötum og slettu af sýrðum rjóma. Þetta verður hin prýðilegasta súpa sem endist í mörg mál. Ef maður vill hafa hana veitinga- húsalega þá maukar maður hana, setur smá rjóma ofan á og grein af kryddjurt.Svo til að hafa mótvægi við þessa heilnæmu súpu baka ég súkkulaðiköku sem er alveg syndsamlega góð. Fékk upp- skriftina frá tengdamömmu minni. Reyndar er hægt að hafa hana holla líka með því að nota lífrænt súkkulaði, hrá- sykur og heilhveiti, nú eða bara heiðarlega súkkulaðiköku sem er eins óholl og hún lítur út fyrir. Útgáfurnar eru eigin- lega tvær.“ Þessa köku var Brynhildur einmitt að baka og hugðist bera hana fyrir félaga sína á Krónikunni til að fagna útgáfu fyrsta tölublaðsins. „Ég á fastlega von á að lesendur Frétta- blaðsins fari út í búð að kaupa sér efni í köku og Króniku í leiðinni. Svo gæða þeir sér á hvorutveggja um helgina,“ sagði hún kankvís.Uppskrift á síðu 2. F A B R I K A N Jói Fel Fjölskyldum einstakra starfsmanna Barnaverndarnefndar Reykja- víkur hefur verið markvisst hótað og ógnað. Á síðasta ári komu upp fyrstu mál þessarar teg- undar, að sögn Halldóru Drafnar Gunnarsdótt- ur, starfandi framkvæmdastjóra Barna- verndarnefndar. Þrjú mál fóru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. „Brennivínsvandi foreldra er eitthvað sem nánast heyrir sögunni til, en fjölþættur vímu- efnavandi þeirra er kominn í staðinn. Síðar- nefndi vandinn er flóknari að takast á við. Þegar fólk er á kafi í vímuefnum er viðbúið að það tengist inn í hóp eða starfsemi afbrota- manna. Þetta er ekki umhverfi fyrir börn til að alast upp í.“ Starfsmenn Barnaverndarnefndar fóru lengi vel einir á vettvang þegar um bráðatilvik var að ræða. Nú fara þeir tveir eða fleiri saman eða í fylgd með lögreglu þurfi þeir að fara inn á heimili vegna vímuefnaneyslu, að sögn Hall- dóru. „Starfsmennirnir sjálfir hafa fengið lífláts- hótanir,“ segir hún. „En það er nýtt að börnum þeirra sé hótað og þá jafnvel meiðingum. Þá er það einnig nýtt að í einstökum tilvikum sé fylgst með starfsmönnum heima við. Það er jafnvel sagt við þá að viðkomandi viti hvar þeir eigi heima, hvar börnin þeirra séu í skóla eða leikskóla og að starfsmaðurinn og fjölskylda hans skuli passa sig.“ Hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar er starfandi áreitninefnd. Að sögn Halldóru fara mál af þessum toga í ákveðið ferli. Óskað er eftir rannsókn lögreglu ef málin eru komin í þann farveg að um hótanir og jafnvel beint áreiti er að ræða á fjölskyldu starfsmanns. „Þetta er nýtt af nálinni og er ekki látið við- gangast viðbragðalaust.“ Börnum starfsmanna ógnað Starfsmenn Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hafa þrisvar leitað til lögreglu eftir að fjölskyldum þeirra hafði verið markvisst ógnað. Þeir fara ekki lengur einir þegar fara þarf inn á heimili vegna fíkniefnaneyslu. www.si.is Sjá nánar á Auglýst er eftir umsækjendum um styrki til viðbótarnáms á sviði húsgagna- og innréttingasmíði en frestur rennur út 1. mars nk. Nám styrkir stoðir BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Í DAG ER FÖSTUDAGUR! si rk us Jude Law missti af Bessastöðum Breski hjartaknús-arinn Jude Law kom degi of seint til landsins til að geta verið viðstaddur matarboð sem forsetafrúin og góðvinkona hans, Dorrit Moussaieff, hugðist halda fyrir hann. BLS. 4 & 10 16. febrúar 2007 Auðkýfingar með einkabílstjóra Íslenskir milljarðamær-ingar eru með einkabíl-stjóra í fullri vinnu við að keyra þá sjálfa, starfs-menn þeirra og erlenda gesti um höfuðborgar-svæðið. Bílarnir sem boðið er upp á eru einvörðungu glæsikerrur sem kosta hátt á annan tug milljóna. BLS. 2 Hafsteinn Þórólfsson tekur þátt í úrslitum Eurovision„ÞÚ TRYLLIR MIG“ FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI Gefur út bók með veiðisögum sínum Karlmaður reyndi að nauðga þrítugri finnskri konu í porti á Vesturgötu aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. „Ég vaknaði við öskur um þrjúleytið, fór út á svalir og sá hvar maður stóð yfir stúlku í porti við húsið mitt, hélt henni kverkataki og barði hana. Ég kallaði á manninn ofan af svölunum og hann hljóp í burtu. Ég hljóp niður stigann hjá mér, út á götu og á eftir manninum en missti af honum á Tryggva- götunni,“ segir íbúi við Vesturgötu sem varð vitni að árásinni. Vitnið segir að konan hafi verið blóðug, marin og skelfd. Konan var á leiðinni heim til sín af skemmtistað í miðborginni og hafði maðurinn veitt henni eftirför áður en hann réðst á hana. Að sögn Björgvins Björgvinsson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, voru áverkarnir konunnar aðallega á höfði. Björgvin segir að lýsing kon- unnar á manninum hafi verið borin saman við myndir úr eftir- litsmyndavélum en ekki hafi tek- ist að hafa hendur í hári árásar- mannsins. Konan þekkti manninn ekki og virðist árásin hafa verið tilefnislaus. Hún hefur lagt fram kæru á hendur manninum, sem talið er að sé íslenskur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. „Það er ófrágengið og verður ekki gengið frá því að svo stöddu,“ segir Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sem í gær gekk á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar. Umræðuefnið var meðal annars hugsan- legt framboð Jóns Baldsins til Alþingis. Grétar segir enga niðurstöðu hafa fengist í málinu: „Hann er heldur alls ekki að útiloka afskipti af pólitík. Þetta skýrist á næstu dögum.“ „Við Grétar Mar erum gamlir kunningjar. Hann var í Alýðu- flokknum og þar að auki fóstraði hann fyrir mig hund einu sinni,“ segir Jón Baldvin en vísar öllum sögum um framboð á bug: „Þetta er allt saman tómt bull.“ Er allt saman tómt bull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.