Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 62

Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 62
Alltaf reynir maður að koma eins og autt blað að frumsýningu, leiðir sjaldnast hugann að verki eða aðstandendum, setur sig í spor þess sem hvorugt þekkir. Stund- um tekst það – heldur maður, stundum ekki. Ég mundi blessun- arlega lítið af sviðsetningu á Rak- e´s Progress í Covent Garden fyrir nær aldarfjórðungi, hafði reyndar ekki hrifist svo að ég nældi í hljóð- ritun af verkinu eða keypti sjón- varpsútgáfuna til sýninga í sjón- varpi. Ég satt að segja mundi ekkert eftir henni – hún var sem sagt ekki eftirminnileg, ekki einu sinni fræg leikmynd Davids Hock- ney. Ég hef samúð með því viðhorfi óperustjóra Íslensku óperunnar að brjótast úr allra íhaldssamasta verkefnavali óperubókmenntanna. Um þá stefnu er deilt á síðum blaða í bænum: er vert að skoða þá deilu lítillega síðar. Flagari í fram- sókn eins og Rake´s Progress kall- ar beinlínis á það. Til að forðast misskilning skal strax viðurkennt að það var ljóm- andi gaman að sjá sviðsetningu á þessari einu óperu Stravinskys á sunnudagskvöld á annarri sýn- ingu. Það var létt stemning yfir áhorfendum í sýningarlok: leik- mynd var afbragð, úrvinnsla á búningum fín, lýsing litprúð og fjölbreytileg. Leikurinn gegnum- sneytt til fyrirmyndar, kóratriðin heppnuðust vel þrátt fyrir þrengslin. Ekki var að heyra annað en hljómsveitarvinnan tækist vel, raunar fór svo að hugurinn tók á tímabili að leita nokkuð ofan í gryfjuna og hlusta á útsetningar Stravinskys með söng í bak. Það gerist stundum á óperusýningum. Það er ekki af því söngvarar standi sig miður, ópera er bara svo marg- þætt listform og kallar á ólíka athygli. Mér er þannig alveg ómögulegt að leggjast í lestur á skjátextum undir þaki í sal Gamla bíós. Það truflar mig bara. Þó Flagarinn væri sunginn á ensku veitti samt ekki af textun, áheyrandi nær ekki merkingu sönglaga, sönglesins, kóraparta, hvað þá í flóknum sam- söng. Eftir á að hyggja spyr maður: af hverju er texti í enskri óperu ekki þýddur, því stefnir Íslenska óperan ekki meira að íslenskun texta í fluttum verkum? Er það vegna ofurveldis þessara hundrað fastagesta sem eru enn eftir aldarfjórðung svo frekir að þeir vilja öllu ráða og gráta sumir enn hina góðu gömlu daga með Garðari og Ólöfu bara af því þeir muna ekki lengra aftur? Vitaskuld á Íslenska óperan að flytja hluta af verkefnaskrá sinni á íslensku. Sýningin á sunnudagskvöldið tókst sem sagt í flestu ljómandi vel. Það var aftur alveg laust við að hún hrifi mig á nokkurn hátt, engin stef gripu mann svo að þau hertu tökin eftir því sem örlög aðalpersónanna urðu ljósari. Sem kristileg saga um ranga breytni sem leiðir mann til glötunar er hún fyrirsjáanleg og sá aumi skálkur Tómas vekur enga samúð. Jafnvel þó hann sé gerður að Presley-tákni og Gunnar Guð- björnsson kasti sér út í leik og söng. Sem var gaman að sjá en dugði ekki til. Ungfrúin sem hann svíkur, góða stúlkan, var í höndum Huldu Bjarkar undarlega náttúru- laus. Það er nú gállinn í Íslensku óperunni alla jafna – hún er ekki erótísk að upplagi. Ágúst Ólafsson var síðan til sóma sem skrattinn með hófstillta og yfirvegaða nærveru og afar jafnan flutning. Þau Ingveldur Ýr – sem alltaf leikur einhver frík í Óperunni – og Eyjólfur Eyjólfsson gerðu sannarlega sitt til að hressa mikið upp á síðari hluta verksins, meðan þau Sigríður Aðalsteins og Jóhann Smári áttu bæði forvitni- legt innlegg í galleríið. Og það var gaman. Sýningin er í öllu vel heppnuð og glæsileg útlits. Hvers vegna hún hrífur ekki hjarta verður því að skrifast á reikning höfundanna, ljóð- og tónskálda, en máske er sökin hjá Hogarth gamla, sem gerði æting- arnar átta sem sagan byggir á, af því hann hafði djúpa fyrirlitningu á því athæfi sem hann var að lýsa og gagnrýna. Páll Baldvin Baldvinsson Flagari í framsókn verður í beinni útsendingu rásar 1 í kvöld kl. 20. og er það í fyrsta sinn sem sent er út beint frá Íslensku óperunni. Sjáið flagarans feigðarflan Mikil tíðindi berast að norðan frá Leikfélagi Akureyrar: Magnús Geir Þórðarson hefur verið ráð- inn áfram sem leikhússtjóri og mun sitja á friðarstóli allt til 2010. Það eru æfingar í fullum gangi á Lífinu – notkunarreglum, nýju leikriti eftir Þorvald Þor- steinsson. Þetta er fyrsta verkið sem Akureyringurinn Þorvaldur skrifar fyrir LA. Einvala lið stýr- ir leikhópi LA og útskriftarár- gangi leiklistardeildar Listahá- skólans en sýningin er sett upp í samstarfi þessara aðila. Megas hefur samið tónlist við verkið sem m.a. inniheldur 10 ný söng- lög við texta Þorvaldar. Hefur Megas ekki áður lagt sig eftir tónsmíðum við texta annars höf- undar í þessum mæli. Magga Stína útsetur, stýrir tónlistinni í sýningunni og tekur þátt í flutn- ingi verksins. Það er Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir sýn- ingunni og er þetta fyrsta verk- efni hans eftir langt hlé. Leik- skáldið Þorvaldur hannar einnig leikmynd og búninga en þetta er í fyrsta skipti sem hann tekst á við það í leikhúsi, þótt hann sé þekkt- ur myndlistarmaður. Frumsýn- ing er 17. mars í Rýminu, nýju leiksviði LA. Í lýsingu LA á verkinu segir: „Lífið – notkunarreglur er ævin- týrið um okkur öll – fullt af hlýju, tónlist og leiftrandi húmor. Hvað var það nú aftur sem við áttum að gera við þetta blessaða líf? Erum við kannski að misskilja þetta allt saman? Eða er ástin ef til vill svarið sem allt snýst um? Lit- ríkur hópur fólks stendur frammi fyrir áleitnum spurningum um framtíðina og eigin hlutverk í líf- inu, spurningunum sem enginn virðist geta svarað svo vel sé, enda fylgir sjaldnast bæklingur með börnunum sem fæðast í þennan heim. Hér er fjallað um sundurleitan samtíma og óvissa framtíð á svo mannlegum og hríf- andi nótum að allir verða ríkari á eftir.“ Í vikunni var gerður nýr samn- ingur milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um starf- semi leikhússins næstu þrjú árin. Samkomulagið er reist á samn- ingi Akureyrarbæjar og mennta- málaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum til þriggja ára og felur í sér framlag til LA upp á samtals 322 milljónir. Að auki stefna aðilar að aukningu í starf- semi leikhússins frá og með árinu 2009, m.a. með uppsetningum í nýju menningarhúsi, Hofi, og mögulega einnig fjölgun uppsetn- inga leikhússins almennt. Fram- lög til LA eru samkvæmt samn- ingnum 100 milljónir króna á þessu ári, 102 milljónir á því næsta og a.m.k. 105 milljónir á árinu 2009. Að auki geta bæst við fimm milljónir króna ár hvert sem tengdar eru rekstrarlegum árangri. Til saman- burðar var fastur stuðningur Akur- eyrarbæjar á síð- asta ári 80 millj- ónir króna en til viðbótar komu 10 milljónir sem voru greiddar þar sem öllum markmiðum hafði verið náð og rekstur var í sam- ræmi við áætlanir: Leikhúsið mun setja upp, eitt sér eða í sam- starfi við aðra, fjórar sýningar á ári auk þess sem staðið verður fyrir gestasýningum, fræðslu, ferðum, fundum og ýmiss konar annarri starfsemi. Frá og með árinu 2009 er stefnt að auknu umfangi í rekstri LA. Unnið er að tillögum að því í hverju þessar breytingar felist en ljóst er að hluti þeirra felst í aðkomu LA að menningarhúsinu Hofi en einnig er mögulegt að uppsetningum LA fjölgi. Þá er unnið að undirbún- ingi vígslusýningar LA í menn- ingarhúsinu. Félagið hefur náð góðri stöðu á þriggja ára ráðningartíma Magnúsar, skuldahali greiddur og varasjóði komið upp. Í undir- búningi er næsta leikár og munu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadótt- ur verða fyrsta verkefni ársins. Sýningar á Svörtum ketti standa enn og væntanlegur er leikhópur suður til Reykjavíkur þar sem Karíus og Baktus verða leiknir í Borgarleikhúsinu. Lífið og fjörið á Akureyri „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.