Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 40
| sirkus | 16. FEBRÚAR 2007BLS. 8 Hafsteinn Þórólfsson syngur lagið Þú tryllir mig sem er eitt sigurstranglegasta lagið í Söngvakeppni Sjónvarpsins en úrslitin koma í ljós á morgun. Hafsteinn, sem er nýfluttur frá London, stofnaði fótboltalið fyrir homma þegar hann kom heim en liðið stefnir á EM um páskana. Hafsteinn sendi lagið í keppnina í gríni en er núna að þessu í fullri alvöru og stefnir á sigur. Ég er algjört Eurovision-fan og hef mest gaman af stigagjöfinni auk þess sem það er gaman að sjá allt sjóvið í kringum þetta og alla þessa ólíku menningarheima koma saman,“ segir Hafsteinn Þórólfsson sem syngur lagið Þú tryllir mig, eitt laganna sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins annað kvöld. Hafsteinn viðurkennir fúslega að hann hafi afar gaman af keppn- inni, bæði forkeppninni hér heima og svo þeirri stóru úti. „Ég elska að hvetja íslenska lagið áfram og ég gleymi aldrei þegar All out of Luck, sem er uppáhalds íslenska Eurovisi- onlagið mitt, keppti fyrir Íslands hönd á afmælisdaginn minn. Aldrei hefur fallið verið svona hátt en þetta var ógeðslega gaman,“ segir Hafsteinn brosandi. Tók íþróttirnar fram yfir tónlistina „Ég kem úr mikilli tónlistarfjöl- skyldu og lærði á klarinett í fimm ár þegar ég bjó í Bandaríkjunum auk þess sem ég söng og lærði á píanó,“ segir Hafsteinn og bætir við að honum hafi boðist að ganga í úrvalskór og hljómsveit Minniapolis- borgar þegar hann var aðeins 12 ára. „Ég hafði hins vegar ekki áhuga á því og vildi frekar eyða tímanum í íþróttum.“ Eftir fimm ár í Bandaríkjunum fluttist Hafsteinn til Íslands og hefur síðan búið á Seltjarnarnesi fyrir utan fjögur ár sem hann dvaldi í Mennta- skólanum á Laugarvatni. „Í skólanum ákvað ég að verða tónlistarmaður en menningar- og tónlistarlífið var mjög blómlegt á Laugarvatni á þessum tíma. Ég tók þátt í sýningum og keppti í söngvakeppnum og tók þarna þá ákvörðun að fara í söngnám,“ segir Hafsteinn, sem stundaði söngnám í London í þrjú ár. Fótboltalið fyrir homma Í London gekk Hafsteinn til liðs við fótboltalið samkynhneigðra knatt- spyrnumanna og stofnaði lið fyrir homma þegar hann kom heim til Íslands aftur. „Strákafélagið Styrmir var stofnað síðasta sumar. Mér fannst leiðinlegt að geta ekki haldið áfram að æfa þegar ég kom heim frá London svo ég stofnaði bara mitt eigið lið. Í dag eru liðsmenn líklega um 50-60 en að jafnaði mæta 20-30 strákar á æfingar. Þetta er ótrúlega skemmti- legt og þarna eru strákar á öllum aldri með mismikla reynslu í boltanum,“ segir Hafsteinn og bætir við að liðið hafi keppt á Norðurlandamóti í september. „Við lentum í neðsta sæti en stóðum okkur samt vel enda voru flestir í liðinu að keppa í fyrsta skiptið. Næsta mót er um páskana og þá munum við standa okkur enn betur því við erum komnir með hörku lið.“ Erfitt að vera samkynhneigður íþróttamaður Aðspurður af hverju samkynhneigð- ir þurfi á sérstöku íþróttaliði að halda segir hann enn þá mikla fordóma innan íþróttanna. „Það er mjög erfitt fyrir íþróttamenn að koma út úr skápnum og sér í lagi þegar um hópíþróttir er að ræða. Margir telja að þeir muni eyðileggja móralinn innan liðsins eða að þeir fari með möguleika sína á að komast í atvinnumennsku. Þetta fótboltalið er líka félagasamtök enda vantaði félagasamtök fyrir homma á Íslandi eins og sést á þátttökunni,“ segir Hafsteinn, sem er 29 ára, laus og liðugur. Laglínan kom á leiðinni heim af djammi Hafsteinn hefur aldrei áður tekið þátt í söngvakeppninni og bjóst í rauninni ekki við að komast áfram. „Ég er alveg rosalega ánægður með að vera kominn áfram en ég og Hannes Páll Pálsson, besti vinur minn, sömdum textann saman og hann er einnig stílistinn á bak við atriðið. Eins og ég hef sagt áður þá fékk ég laglínuna í hausinn eina nóttina á leið heim af djammi í London. Við Hannes hittumst svo yfir hvítvíns- flösku eitt laugardagskvöldið og sömdum textann eftir að hafa ákveðið að taka þátt í keppninni. Í fyrstu vorum við að þessu í gríni en núna þegar við erum komnir í úrslit erum við í þessu af fullri alvöru.“ Keppnin er stökkpallur inn í sviðsljósið Hafsteinn vildi semja lag sem myndi virka á dansgólfinu og hann sjálfur hefði gaman af. „Mér finnst þessi tegund tónlistar mjög skemmti- leg en ég er alæta á tónlist og elska Eurovision,“ segir Hafsteinn sem tók þátt í Eurovision-sýningu á Broadway fyrir fjórum árum. Áður en hann hélt til London hafði hann stimplað sig almennilega inn í íslenskt tónlistarlíf. „Þetta er fyrsta lagið sem ég sem en ég söng Gay pride-lagið „Ég er eins og ég er“ á sínum tíma, hef sungið með Sigur Rós og á plötu Bjarkar Medullu og hef tekið þátt í uppsetningum á nokkrum óperum. Ég get ekki sagt að þetta sé beint skemmtilegra en þetta er allt öðruvísi en upp á síðkastið hef ég verið að hallast meira að dægur- lagapoppinu. Það var margt í gangi hjá mér áður en ég fór út en núna er ég svolítið dottinn út en vona að keppnin verði einhvers konar stökkpallur inn aftur án þess að vera að taka þátt með einhverjum formerkjum. Það er margt sem mig langar að gera og ég er að semja mína eigin tónlist og er þegar kominn með nokkur lög.“ Með Dr. Gunna á heilanum Aðspurður hvort hann færi til Finnlands fyrir Íslands hönd segist hann meira en til í það. „Það væri æðislegt að fara til Finnlands, Finnar eru svo skemmtilegir,“ segir hann og bætir við að honum lítist ágætlega á lögin sem hann keppi við. „Það eru mörg skemmtileg lög þarna á milli en flest þeirra eru í hægari kantinum. Mér finnst lagið hans Dr. Gunna frábært og er búinn að vera með það á heilanum síðan ég heyrði það fyrst. Eins finnst mér lög Jónsa, Friðriks Ómars og Helga Rafns mjög góð.“ Silvía Nótt gekk of langt Hafsteinn fylgdist að sjálfsögðu með Silvíu Nætur-ævintýrinu á síðasta ári og segir lagið hafa verið gott. „Mér fannst lagið skemmtilegt og atriðið gott en held að hún hafi gengið aðeins of langt, annars var þetta geggjað hjá henni. Við Íslendingar erum alltaf jafn vissir um að taka þessa keppni og verðum alltaf jafn hissa að standa ekki uppi sem sigurvegarar. Ef ég kæmist áfram yrði ég ánægður með viðtökurnar hér heima og allt annað yrði bara plús.“ Fer ekki í karakter Atriðið sem Hafsteinn býður upp á í söngvakeppninni vakti mikla athygli og salurinn var greinilega á hans bandi ef marka má fagnaðarlætin sem brutust út þegar ljóst var að lagið hefði ratað í úrslit. Aðspurður hvort karakterinn sem hann býður upp á í atriðinu sé eitthvað líkur honum sjálfum segir hann svo vera. „Hann er allavega hluti af mér en ég og stílistinn reyndum að gera þetta í samhengi við textann,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann ætli að vera hann sjálfur að mestu leyti. „Ég ætla ekki að fara í neinn karakter, ég ætla bara að gera þetta þannig að ég fíli það sjálfur án þess að búa eitthvað til, vera með uppgerð eða skapa einhverja persónu. Ég er bara eins og ég er.“ indiana@frettabladid.is „ÉG ER BARA EINS OG ÉG ER“ SIGURVISSIR Hafsteinn segir Íslendinga alltaf jafn vissa um að vinna Eurovision og verða alltaf jafn hissa að standa ekki uppi sem sigurvegarar. „Ef ég kæmist áfram yrði ég ánægður.“ SIRKUSMYND/VALLI FÖRÐUN/ELÍN REYNISDÓTTIR TÖKUSTAÐUR/HNEFALEIKAFÉLAG REYKJAVÍKUR FAXAFENI 8 „Ég ætla ekki að fara í neinn karakter, ég ætla bara að gera þetta þannig að ég fíli það sjálfur.“ HAFSTEINN ÞÓRÓLFSSON TRYLLIR ÍSLENSKU ÞJÓÐINA Í ÚRSLITUM EUROVISON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.