Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 70
 Sænska úrvalsdeildar- félagið Djurgården hefur áhuga á miðjumanni Vals, Húsvíkingnum Pálma Rafni Pálmasyni. Sigurður Jónsson tók við stjórnartaumun- um hjá félaginu á dögunum og hjá liðinu er Íslendingurinn Sölvi Geir Ottesen. Boltinn byrjaði að rúlla í málinu í janúar en það hefur hægst á honum að undanförnu. „Ég veit í raun voða lítið um stöðuna á málinu en það hefur lítið gerst. Ég geri því ekki ráð fyrir að nokkuð verði úr þessu eins og staðan er í dag,“ sagði Pálmi Rafn við Fréttablaðið í gær. Umboðs- maður Pálma, Arnór Guðjohnsen, hefur ekkert heyrt frá sænska félaginu í nokkurn tíma. „Ég hef aðallega verið í sam- bandi við Sigurð og veit að hann hefur mikinn áhuga á Pálma. Þið virðist aftur á móti lítið vera að gerast í augnablikinu og ég hef ekki hugmynd um hvort félagið hefur gert Valsmönnum tilboð í leikmanninn,“ sagði Arnór. Valsmenn sáu sér ekki fært að‘ svara símtölum Fréttablaðsins í gær þrátt fyrir tugi tilrauna í framkvæmdastjórann. Djurgården vill Pálma Rafn Norska úrvalsdeildar- félagið Álasund hefur undanfarn- ar vikur og mánuði sýnt Guðmanni Þórissyni, leikmanni Breiðabliks, áhuga. Óskaði liðið eftir því að fá Guðmann til reynslu í vikutíma í síðasta mánuði. Því var aftur á móti hafnað af forráðamönnum Breiðabliks. „Við erum alls ekki að standa í vegi fyrir því að Guðmann fari út til Noregs,“ sagði Ólafur Kristj- ánsson, þjálfari Breiðabliks, um málið. „Að mínu mati hentaði tíma- setningin ekki. Ég væri frekar til- búinn að leyfa honum að fara þegar lengra er liðið á undirbún- ingstímabilið hjá okkur. Þá yrði hann betur í stakk búinn til að standa sig á æfingum með liðinu.“ Sjálfur var Guðmann svekktur að fá ekki að fara út að svo stöddu en ætlar að fara eftir ráðum Blika. „Ef Breiðablik segir að tíminn henti ekki nú verð ég að hlusta á það. Það er auðvitað minn draum- ur að komast út í atvinnumennsk- una og vonandi kemur tækifæri til þess aftur síðar.“ Reidar Vågner er yfirmaður íþróttamála hjá Álasundi og mun koma til Íslands aftur um helgina, meðal annars til að fylgjast með Guðmanni. „Hann er einmitt sú tegund af leikmanni sem við telj- um að myndi henta okkur vel. Við vildum fá hann út til okkar á reynslu en félagið neitaði því. Við virðum þá ákvörðun að sjálfsögðu. Það er mikilvægast fyrir Guð- mann að hann haldi áfram að bæta sig og Breiðablik er gott félag fyrir hann,“ sagði Vågner. „Við höfum lengi fylgst með Guðmanni og munum halda því áfram þrátt fyrir þetta,“ bætti hann við. Haraldur Freyr Guðmundsson er á mála hjá Álasundi og hefur gegnt lykilhlutverki í liðinu. Vågner lýsti yfir ánægju sinni með hann. „Haraldur hefur staðið sig frábærlega hjá okkur og er gríðarlega mikilvægur leikmaður í okkar liði.“ Norska liðið óskaði eftir því að fá Guðmann til reynslu. Forráðamenn Blika neituðu. Ólafur Kristjánsson segir koma til greina að hann fari síðar. Birgir Leifur Hafþórsson hóf í fyrrinótt leik á opna Indónesíumótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék fyrsta hringinn á pari vallarins, 71 höggi. Hann fékk fjóra fugla, einn skolla og einn skramba. Hann kom á níundu holu. Birgir Leifur lék afar vel í gær ef frá er talin níunda holan. Hann var í 38. sæti í gær. Lék á 71 höggi Deildarbikarkeppni KSÍ hefst í dag en fyrsti leikurinn verður á milli ÍA og Fjölnis í Akraneshöllinni kl. 19. Keppnin heitir núna Lengjubikarinn en íslenskar getraunir eru orðnir aðalstyrktaraðili hans. A-deild er skipt í tvo átta liða riðla og fer lokaumferð þeirra fram þann 19. apríl næstkomandi. Eftir það tekur við keppni með útsláttarfyrirkomulagi sem hefst með fjórðungsúrslitum. Sjálfur úrslitaleikurinn fer fram á Stjörnuvelli þann 1. maí. Keppni hefst í dag á Akranesi Jón Arnór Stefánsson fékk mikið hrós fyrir frammi- stöðu sína í sínum fyrsta leik með ítalska liðinu Lottomatica Roma á miðvikudagskvöldið. Jasmin Repesa, þjálfari liðsins talaði um Jón Arnór á blaða- mannafundi eftir leikinn. Hann sagði að Jón Arnór hafi spilað vel og að hann hafði því notað hann mikið þrátt fyrir að Jón hafi aðeins mætt á eina skotæfingu fyrir leikinn. Í ítalska blaðinu La Gazzetta er Jóni Arnóri hrósað og þá sérstak- lega fyrir varnarleikinn og blaðið Il Messaggero skrifar að Jón Arnór hafi borið af þeim þremur nýjum mönnum sem léku sinn fyrsta leik. Jón Arnór var með 11 stig, 3 fiskaðar villur og 2 stolna bolta á þeim 16 mínútum sem hann spilaði sem voru þær fyrstu hjá íslenskum leikmanni í Euroleague, Meistaradeild körfuboltans. Jón Arnór fær mikið hrós 70 konur sóttu um úthlutun úr afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ sem er nú starf- ræktur í fyrsta sinn. Fresturinn til að sækja um rann út 5. febrúar síðastliðinn og umsóknirnar sem bárust eru bæði frá konum í einstaklings- og hópíþróttum. Stjórn afrekssjóðsins, sem þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigur- geirsdóttir og Vala Flosadóttir skipa, mun á næstu dögum fara yfir umsóknirnar. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður síðan þriðju- daginn 20. febrúar næstkomandi. Mikil aðsókn Steve McClaren, lands- liðsþjálfari Englands, er hrifinn af þeirri hugmynd að kalla lands- liðið saman án þess endilega að spila vináttulandsleiki. „Ég vil gjarnan geta stýrt því hvenær við spilum vináttulands- leiki. Aðalmálið fyrir mig er að fá tíma með leikmönnunum. Ef það þýðir að við hittumst án þess að spila en náum árangri á æfingum væri ég hrifinn af því fyrirkomu- lagi.“ Íslenska karlalandsliðið hefur átt í miklum vandræðum með að finna vináttulandsleiki. Það ætti þó ekki að vera fyrir- staða fyrir Eyjólf Sverrisson þjálfara að kalla saman sína menn til þess einungis að æfa saman. Vill æfa en ekki endilega spila Vonast eftir tækifæri í byrjunarliðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.