Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 29
Ljóð seljast illa og því leita ljóðskáld stöðugt nýrra leiða til að koma sköpun sinni á framfæri. Ljóð á kaffipokum eru ein leiðin enda eiga kaffi- og ljóðamenning samleið. Ljóðskáldin og bókmenntafræði- nemarnir Helgi Sigurbjörnsson og Ragnar Ólafsson hafa í vetur prentað ljóð á kaffipoka fyrir gesti Kaffitárs. „Ég og Helgi erum í því að steypa okkur sem ljóðskáld og mikið að velta fyrir okkur hvernig best sé að koma ljóðlistinni á framfæri,“ segir Ragnar. „Ljóðabækur seljast illa og það eru helst önnur ljóðskáld sem kaupa ljóðabækur. Okkur langaði að finna leið til að koma ljóðum til fólks sem öllu jöfnu les ekki ljóð og þá varð til sú hug- myndafræði að gefa ljóð út í öðru formi en í bókum.“ Eftir nokkur heilabrot varð niðurstaðan sú að prenta ljóð á kaffipoka sem dreift yrði ókeyp- is á kaffihúsi. „Við höfum verið í samstarfi við Kaffitár og prentað eitt ljóð á viku sem gestir geta fengið ókeypis,“ segir Ragnar. „Kaffimenning á Íslandi er mjög spennandi í dag og mikið lagt upp úr listahlið kaffisins og mikil list- gerjun á sér stað á kaffihúsum. Þess vegna fannst okkur tilvalið að kynna ljóðin á þessum vett- vangi.“ Ljóðin eru stutt enda á lestur þeirra að taka jafn langan tíma og að drekka espressó. „Það má segja að maður neyti ljóðsins rétt eins og maður neyti kaffiboll- ans,“ segir Ragnar. „Maður kaup- ir kaffi á hlaupum og kippir einu ljóði með til að auðga andann.“ Vel hefur gengið að kynna ljóðlistina með þessu móti og verður áframhald á samstarfi skáldanna og Kaffitárs. „Við erum alltaf að leita að nýjum og nýjum leiðum en þessi leið virð- ist virka vel,“ segir Ragnar. „Mót- tökurnar hafa verið góðar en stutt ljóð virðast renna ljúflega niður með ljóðrænu bragði góðs kaffis.“ Tekur sama tíma að lesa ljóð og drekka espressó SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.