Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 29

Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 29
Ljóð seljast illa og því leita ljóðskáld stöðugt nýrra leiða til að koma sköpun sinni á framfæri. Ljóð á kaffipokum eru ein leiðin enda eiga kaffi- og ljóðamenning samleið. Ljóðskáldin og bókmenntafræði- nemarnir Helgi Sigurbjörnsson og Ragnar Ólafsson hafa í vetur prentað ljóð á kaffipoka fyrir gesti Kaffitárs. „Ég og Helgi erum í því að steypa okkur sem ljóðskáld og mikið að velta fyrir okkur hvernig best sé að koma ljóðlistinni á framfæri,“ segir Ragnar. „Ljóðabækur seljast illa og það eru helst önnur ljóðskáld sem kaupa ljóðabækur. Okkur langaði að finna leið til að koma ljóðum til fólks sem öllu jöfnu les ekki ljóð og þá varð til sú hug- myndafræði að gefa ljóð út í öðru formi en í bókum.“ Eftir nokkur heilabrot varð niðurstaðan sú að prenta ljóð á kaffipoka sem dreift yrði ókeyp- is á kaffihúsi. „Við höfum verið í samstarfi við Kaffitár og prentað eitt ljóð á viku sem gestir geta fengið ókeypis,“ segir Ragnar. „Kaffimenning á Íslandi er mjög spennandi í dag og mikið lagt upp úr listahlið kaffisins og mikil list- gerjun á sér stað á kaffihúsum. Þess vegna fannst okkur tilvalið að kynna ljóðin á þessum vett- vangi.“ Ljóðin eru stutt enda á lestur þeirra að taka jafn langan tíma og að drekka espressó. „Það má segja að maður neyti ljóðsins rétt eins og maður neyti kaffiboll- ans,“ segir Ragnar. „Maður kaup- ir kaffi á hlaupum og kippir einu ljóði með til að auðga andann.“ Vel hefur gengið að kynna ljóðlistina með þessu móti og verður áframhald á samstarfi skáldanna og Kaffitárs. „Við erum alltaf að leita að nýjum og nýjum leiðum en þessi leið virð- ist virka vel,“ segir Ragnar. „Mót- tökurnar hafa verið góðar en stutt ljóð virðast renna ljúflega niður með ljóðrænu bragði góðs kaffis.“ Tekur sama tíma að lesa ljóð og drekka espressó SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.