Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 8
Hvaða X-Factor keppandi missti framan af fingri á laug- ardaginn? Hvað heitir formaður Sjúkra- liðafélags Íslands? Hvar á landinu vilja félagar í Fuglafélaginu Fuglavernd koma upp arnarskoðunarsetri? Breski sálfræðingurinn Aric Sigman heldur því fram að of mikið sjónvarpsgláp geti valdið bæði nærsýni og svefntruflunum, raskað hormónastarfsemi og aukið líkur á krabbameini. Enn fremur segir hann tengsl geta verið milli sjónvarpsgláps og athyglisbrests, einhverfu, Alzheimersjúkdómsins, auk þess sem hann segir vísbendingar um að sjónvarpsgláp valdi því að börn verði fyrr kynþroska en ella. Þá segir hann of mikið sjónvarpsgláp hægja á efnaskiptum sem tengjast bæði offitu og sykursýki. Þessar fullyrðingar byggir hann á ítarlegri könnun sem hann hefur gert á meira en þrjátíu rann- sóknum annarra vísindamanna, sem þeir hafa gert á sjónvarps- glápi og tölvunotkun. Um þessa rannsókn Sigmans er víða fjallað í breskum fjölmiðlum þessa vikuna, en grein eftir hann sjálfan um málið verður birt á vef- síðu breska líffræðitímaritsins Biologist á föstudaginn. Við sex ára aldur hafa bresk börn að meðaltali samtals horft á sjónvarps- eða tölvuskjá í eitt ár samfleytt, og þegar fólk er orðið 75 ára hefur það að meðaltali varið 12 árum fyrir framan skjáinn. „Að leyfa börnum að halda áfram að horfa svona mikið á skjá- miðla er afsal foreldra á ábyrgð sinni,“ er haft eftir Sigman í nokkr- um breskum fjölmiðlum í gær. Sigman gefur foreldrum þau ráð að láta börn sem eru yngri en þriggja ára aldrei horfa á sjón- varp, og að börn á aldrinum þriggja til fimm ára fái ekki að horfa á sjónvarp nema í hálftíma á dag hið mesta. Eldri börn ættu, samkvæmt ráðum hans, ekki að horfa á sjón- varp eða nota tölvu nema í mesta lagi eina klukkustund á dag. Sigman hefur áður skrifað bók um skaðleg áhrif sjónvarpsgláps á börn og hvatt foreldra til að setja þeim strangar skorður. Aðrir sér- fræðingar hafa þó sagt tillögur hans óraunhæfar. Sjónvarpið hættulegt heilsu barna Sjónvarpsgláp getur haft meiri og mun alvarlegri áhrif á heilsu og þroska barna en áður var talið, ef marka má breska sálfræðinginn Aric Sigman. Áfrýjunarréttarhald í málum sex sakborninga í Munch- málverkaráninu frá árinu 2004 hófst í Borgardómi Óslóar í gær. Fyrsta verk dómforsetans var að vísa frá beiðni verjenda um frekari frestun á réttarhaldinu. Í maí voru þrír sakborningar dæmd- ir fyrir að hjálpa þjófunum. Þrír aðrir voru sýknaðir. Grímuklæddir, vopnaðir þjófar höfðu tvö af þekktustu og verð- mætustu málverkum Munchs, „Ópinu“ og „Madonnu“, á brott með sér úr Munch-safninu í Ósló síðsumars 2004. Þau fundust skemmd í lok ágúst. Unnið er að viðgerðum. Áfrýjunarréttarhöld hafin Ekki hafði enn tekist að ræsa vélarnar í stóru japönsku hvalveiðiskipi, Nisshin Maru, í gær en eldur kom upp í skipinu við Suðurskautslandið á föstudag- inn í síðustu viku. Um 70 manns úr áhöfn skipsins eru enn um borð. Umhverfisráðherra Nýja-Sjá- lands segir ólíklegt að heimild fáist til að draga skipið til hafnar þar. Hvalveiðar eru bannaðar á Nýja-Sjálandi og um borð í skip- inu eru bæði dauðir hvalir og mikið magn af olíu, sem einhver hætta er á að geti lekið út. Vélarbilunin hefur komið hval- veiðum Japana við Suðurskauts- landið í uppnám. Á þessari vertíð var meiningin að veiða 945 hvali, en Nisshin Maru er eina skipið sem hefur aðstöðu um borð til að vinna hvalkjöt. Erfiðlega gengur að gangsetja Hita og njóta Nú getur þú framreitt ljúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin – bara að hita og njóta!Fí t o n / S Í A F I 0 2 0 2 3 5 Engar athugasemd- ir eru gerðar af hálfu Persónu- verndar við fyrirhugaða laga- breytingu sem felur í sér þá breytingu að bannað verður að taka ljósmyndir og hljóðrita á göngum dómshúsa landsins. „Öðrum en dómstólnum sjálfum eru óheimilar myndatökur og hvers kyns hljóð- og myndupptök- ur í dómshúsum. Frá þessu má víkja í einstök skipti með leyfi dómstjóra, enda sé þess gætt að myndatökum og upptökum verði ekki beint að aðilum dómsmáls án þeirra samþykkis,“ segir í frumvarpinu. Í lagi að banna myndatökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.