Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 18

Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 18
Auðunn Hilmarsson veitir hér nokkur góð ráð við meðferð á bílalakki. „Eitt það mikilvægasta í umhirðu bíla er að forðast notkun kústa við bílaþvott til að skemma ekki lakk- ið,“ segir Auðunn Hilmarsson hjá Bílasprautun og -réttingum Auð- uns, Nýbýlavegi 10. „Kústar eru meginorsakavaldur fínni rispna á bílum. Eftir því sem lakkið er dekkra á litinn því betur sjást risp- urnar.“ Að sögn Auðuns er gripið til þess ráðs að nota sérstaka massa- vél til að ná þessum fínu rispum burt af lakkinu. „Að svo búnu er bifreiðin bónuð vel og vandlega eða þar til hún verður alveg eins og ný. Regluleg notkun bóns er síðan eina helsta forsenda fyrir ending- argóðu lakki. Bónið er einfaldlega ein besta vörnin sem völ er á. Það er enn fremur gott að eiga smá lakk til að stinga í sár, sem kunna að myndast af völdum steinkasts,“ heldur Auðunn áfram. „Ef það er ekki gert getur selta sest að í sárunum á veturna, farið undir lakkið og myndað eins konar æðar á því. Eftir sitja svokallaðar ryðbólur. Þá verður að sprauta heilan hluta, svo sem húdd eða hurð, sem hefði hæglega mátt fyr- irbyggja með því að stinga í sárið strax í upphafi.“ Auðunn mælir einnig með því að menn haldi sig við umhverfis- væna tjöruhreinsa, aðrir geti verið svo sterkir að þeir geri lakkið hreinlega matt. „Sumir telja að umhverfisvænir tjöruhreinsar séu ekki nógu góðir, en þeir eru þvert á móti ekki eftirbátar annarra að neinu leyti,“ útskýrir hann. „Ég hvet menn til að halda sig við þá.“ Auðunn bætir í lokin við að til séu alls kyns galdraefni sem geti reynst góð vörn fyrir lakk, það sé bara spurning um að kanna hvað sé í boði. Bón ein besta vörnin 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Tjáðu þig! Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.