Fréttablaðið - 21.02.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 21.02.2007, Síða 26
 21. FEBRÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið 6000 snúningar REYNSLUAKSTUR Derhúfa, Labradorhundur og haglabyssa ættu samkvæmt ímyndinni að vera staðalbún- aður í pallbílum. Ekkert slíkt fylgir Isuzu D-Max, þrátt fyrir að þar sé á ferðinni fyrirtaks pallbíll. Isuzu D-Max er eins og flestir pall- bílar. Hann er kröftugur í útliti en um leið íhaldssamur, hann á að höfða til testósteróns án þess að styggja fastakúnnana, hann á að blanda saman notagildi og einhvers konar harðkjarna pallbíla-ímynd. Fátt er nýtt eða byltingakennt í útlitinu enda óþarfi að laga það sem ekki er bilað. Ýmislegt er gert til að gera bíl- inn kröftuglegan. Loftinntakið á húddinu er stórt, sem er gott en frekar óþarft, og útstæð stefnuljós- in á bakspeglunum minna á eyrna- lokk á mótorhjólakappa. D-Max ber lokkinn vel og fellur hann vel inn í karlmannlega hönnunina (þó deila megi um hversu karlmannlegur eyrnalokkur getur verið). Að innan er bíllinn líka karl- mannlegur, öðru nafni smekklaus. Bláir og rauðir litir mælaborðsins minna á einhvers konar Tókýó-drift kappakstursbíl og silfurlita plastið innsiglar örlög mælaborðsins. Þetta er synd vegna þess að fyrir utan litaval er mælaborðið aðgengilegt og auðlesið, allir takkar nokkurn veginn á réttum stað og allar útlínur í samræmi við restina af bílnum. Þjóðvegaakstur á D-Max er, eins undarlega og það hljómar, ánægju- leg reynsla. Búið er að bæta ein- angrun farþegarýmis frá fyrri útgáfum þannig að bíllinn er hljóð- látari. Þægilegt er að sitja í bílnum þrátt fyrir að fjöðrunin sé svo stíf að hinar fjölmörgu holur íslenskra þjóðvega minna óþægilega á sig. Það er hins vegar verð sem borgað er með bros á vör fyrir burðargetu D-Max en af henni er feikinóg. Engum dylst að D-Max er beint nær eingöngu gegn Toyota Hilux. Ekki þarf að líta lengra en á auglýs- ingar og heimasíðu Isuzu: „Ef þú ert að bíða eftir einhverjum öðrum pallbíl (nefnum engin nöfn en segj- um til dæmis að það byrji á H-i og endi á -lux) ertu að sóa tíma þínum.“ Þegar kemur að útliti og aksturs- eiginleikum dæmir hver fyrir sig og því felst eini óhyggjandi saman- burðurinn í tölum. Hilux er kraft- meiri í hestöflum talið (171 á móti 163), D-Max hefur hins vegar sigur- inn í togi (360 á móti 343 Nm), og burðargeta D-Max er meiri, 1.030 kg á móti 885 kg Hilux. Mesti mun- urinn liggur þó í verðinu, en þar hefur D-Max töluvert forskot. Nóg um það. Toyota er Toyota og Isuzu er Isuzu með öllum kostum og göll- um sem merkjunum fylgja. Burtséð frá öllum samanburði er D-Max ágætis bíll, svolítið grófur, en fyrst og fremst á fínu verði. Þá er bara að fá sér hund og byssu, en þeir hjá Ingvari Helgasyni geta örugglega látið derhúfu fylgja. tryggvi@frettabladid.is ISUZU D-MAX Vél: 3,0 lítra dísil 163 hö / 360 Nm Þyngd: 1.920 kg Meðaleyðsla: 7,5 l/100 km Verð prufubíls: 2.790.000 kr Verð frá: 2.690.000 kr Plús: Verð Eyðsla Mínus: Útlit mælaborðs Lítið úrval af gerðum Aðrir sem vert er að skoða: Toyota Hilux Ford Ranger Musso Sports Burðargeta á góðu verði Isuzu D-Max er tiltölulega ódýr, virkar traustur og er fullfær í torfærurnar. Fjöðrunin gerir það þó að verkum að hann verður óstöðugur í torfærum á mikilli ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mælaborðið í D-Max er hannað með hagkvæmnissjónarmið að leiðarljósi. D-Max kostar 2.790.000 krónur sjálfskiptur og fyrir um 3,4 milljónir fæst hann upp- hækkaður á 32“ dekkjum. Það verður að teljast nokkuð gott verð. Láttu okkur sandblása og pólýhúða felgurnar í hvaða lit sem er með Epoxy grunn, Polyester lit og Acryl glæru. Það verður ekki sterkara! Viltu lengri endingu? Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.