Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 30

Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 30
 21. FEBRÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR8 fréttablaðið 6000 snúningar Fiat hefur ákveðið að breyta merki sínu og er hinn nýi Fiat Bravo fyrsti bíllinn til að bera merkið. Merkjabreytingin er liður í ímynd- arherferð Fiat sem á síðustu árum hefur átt undir högg að sækja. Stimpillinn sem Fiat hefur á sér er að þar séu á ferð fallegir en um leið óáreiðanlegir bílar. Fyrir um tveimur árum lofuðu þeir bót og betrun og samfara því var farið í allsherjar endurskoðun þar sem gæðamál fyrirtækisins voru tekin í gegn. Þetta er að skila sér og gengur Fiat mun betur að selja bíla sína og var til dæmis Fiat Grande Punto meðal söluhæstu bíla Evrópu á síð- asta ári. Einn þeirra bíla sem boða bjartari tíð hjá Fiat er Bravo. Bíllinn var kynntur í Róm um síðustu mán- aðamót og á að sameina ítalska fágun, vandað val á hráefni og nýfengna áherslu á notagildi. Bíll- inn leysir af hólmi hinn einkar óspennandi Fiat Stilo sem Fiat tap- aði ómældum fjárhæðum á. Til að gera hlutina enn meira spennandi var Bravo flýtt á markað og var þróunartímabilið einungis 18 mán- uðir, helmingi skemmra en gengur og gerist með nýja bíla. Af myndunum að dæma er útlitið á bílnum eitt það flottasta sem komið hefur frá Fiat í langan tíma. Boðið verð- ur upp á bílinn með 90 til 150 hestafla vélum og ef þær heilla til jafns á við útlitið er hér á ferð bíll sem ætti að höfða til breiðs hóps bílaáhuga- manna. - tg Nýtt merki og nýr bíll frá endurfæddu Fiat Fiat ætlar Bravo stóra hluti. Miðað við útlit bílsins gætu þeir vel náð markmiðum sínum. Nýtt merki Fiat-samsteypunnar. Merkið á að tákna að nú sé mikill uppgangstími fram undan. Siggi Baldursson rekur versl- unina Kattabúðir á Akureyri. Þar fæst ýmis búnaður og klæðnaður fyrir áhugamenn um mótorsport og útivist, en meðal þess sem Siggi flytur inn eru Raider Extreme Buggy bílarnir. „Ég rakst á þennan bíl á sýningu úti á Ítalíu fyrir rúmu ári síðan. Ég sá strax að hönnunin hentaði íslenskum aðstæðum og að hann fengist götuskráður, sem er aðal- málið. Þessir bílar eru smíðaðir í Kína en hönnunin er amerísk. Það koma 25 bílar á næstu mánuðum, en ég er kominn með einn sýning- arbíl,“ segir Siggi Baldursson hjá Kattabúðum á Akureyri. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar og margir séu áhugasamir um þessa gerð bíla. „Afgreiðslutíminn er um 6 til 8 vikur, ef þeir eru ekki til hér hjá okkur. Bíllinn kostar 1.400 þúsund, götuskráður og fylgir með heill gangur af torfærudekkjum á felg- um. Það er hægt að fá 70 prósenta bílalán á þessa bíla. Þeir sem hafa áhuga á svona bílum geta heimsótt vefsíðuna mína, www.motul.is, en þar eru allar helstu upplýsingar um bílinn og vélina í honum. Þetta er mjög virk síða fyrir þá sem hafa áhuga á útivist af þessu tagi.“ Siggi segir bílinn hugsaðan sem útitæki. „Það er mjög góð fjöðrun í bílum, fjögurra punkta belti og fimm gíra kassi auk bakkgírs. Hann er því tilvalinn jafnt til fjallaferða sem og í vinnuna á sumrin. Hann passar fyrir alla, jafn ungt fólk nýkomið með bíl- próf sem gamla fjallajaxla.“ Siggi stefnir á mikið ferðalag á þarnæsta ári ásamt félögum sínum, en þeir hyggjast halda til Sjanghæ í Kína þar sem þeir ætla að sækja nokkra bíla af þessari gerð og keyra þá heim til Íslands. Ferðinni er heitið gegnum Rúss- land, Finnland og Svíþjóð til Berg- en í Noregi, þaðan sem þeir taka Norrænu til Seyðisfjarðar og eru fyrirhuguð ferðalok í Aðalstræti á Akureyri. „Ég er í sambandi við þekktan rússneskan fjallgöngumann, sem ætlar að setja upp leiðina fyrir okkur í sínu heimalandi. Við gerum ráð fyrir að þessi ferð taki um tvo mánuði en ágúst til september er víst besti tíminn að sögn heima- manna. Við erum að gera heima- síðu ferðarinnar og hún verður á www.extreme.is.“ Nú er unnið að skráningu bíls- ins hjá Umferðarstofu og stefnir Siggi að því að sýna hann á sleða- hátíð við Selhótel í Mývatnssveit dagana 9. til 11. mars. „Hann verð- ur þar á ísnagladekkjum. Þeir sem hafa áhuga geta komið þangað og spreytt sig á ísnum,“ segir Siggi glaður í bragði. hnefill@frettabladid.is Virkar bæði á fjöllum og innanbæjar Siggi mun keyra Buggy-bíl frá Sjanghæ til Akureyrar. Ferðin tekur um tvo mánuði og verður hægt að fylgjast með ferðalaginu á www.extreme.is. Vélin er kraftmikil en hljóðlát að sögn Sigga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.