Fréttablaðið - 21.02.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 21.02.2007, Qupperneq 32
 21. FEBRÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið 6000 snúningar Um næstu helgi verður frumsýnd- ur nýr bíll frá KIA. Hann ber nafn- ið cee‘d, en heitið á að tákna að nú sé nýju fræi sáð sem síðar meir verður að voldugu tré. Enginn virðist hins vegar vita af hverju úrfellingarkomman fékk að fylgja með. Bíllinn er merkilegur fyrir þær sakir fyrst og fremst að honum fylgir sjö ára ábyrgð. „Þetta er stórt og djarft skref hjá KIA en fyrir þessu er þó full innistæða,“ segir Óskar Páll Þor- gilsson, þjónustustjóri hjá KIA umboðinu. „Með breyttum áhersl- um og stórauknum gæðakröfum í hönnun og framleiðslu cee´d bíl- anna teljum við okkur geta ábyrgst að bílarnir verði bilanafríir í sjö ár frá kaupdegi, eða sem nemur 150.000 km akstri,“ bætir þjón- ustustjóri KIA við. KIA rekur tólf framleiðslu- og samsetningarverksmiðjur í sjö löndum og þar eru smíðaðir alls rúmlega 1,1 milljón bílar á ári hverju. Hjá KIA vinna nú um 32.500 manns og árleg velta fyrir- tækisins er um 16 milljarðar Bandaríkjadala, en KIA er sá bíla- framleiðandi sem er í hvað örust- um vexti. Nýi KIA cee´d fjölskyldubílinn verður til sýnis hjá söluumboðum KIA í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði dagana 24. og 25. febrúar næst- komandi. Þess má geta að KIA verður á árunum 2007 til 2014 opinber kostandi FIFA á heims- vísu og ætti því að verða boltabíll næstu ára. Cee‘d með sjö ára ábyrgð Cee‘d er fyrsti bíllinn frá KIA sem er sérhannaður fyrir evrópskar aðstæður. Á myndinni eru Óskar Páll Þorgilsson, þjónustustjóri KIA, og Sigurður Pálmar Sigfússon, vörustjóri KIA. Cee‘d er ágætlega heppnaður bíll og með sjö ára ábyrgð ætti hann að veita helstu keppinautunum harða keppni. Mercedes-Benz C-Class er einn af söluhæstu lúxusbílunum hérlend- is og hefur lengi verið. Aðdáendur línunnar urðu hinsvegar fyrir nokkrum vonbrigðum með síðustu útgáfu en sú nýja hefur allt að bera til að endurvekja trúnna. Betur heppnað innviði, meiri kraftur, minni eyðsla (alltaf gaman þegar maður fær meira fyrir minna), og mun fallegra útlit er það sem flestir gagnrýnendur hafa að segja. Í þetta skiptið er C-Class ekki eins og minnkaður E-Class, heldur S-Class sem fór í megrun. Sport útgáfan með AMG pakkanum lofar sérstaklega góðu með CLK/ CL grilli, 17 tommu álfelgum, CLK DTM AMG framstuðara, og 200 til 270 hestafla vélum. Á mannamáli: afskaplega fallegur bíll sem mögu- lega verður á viðráðanlegu verði. Fyrir þá sem vilja mikið fyrir meira er hægt að bíða í nokkra mánuði eftir 450 hestafla útgáfu. Sértu virkilega áfjáður í eitthvað einstakt má bíða aðeins lengur og fá fjórhjóladrifna 204 hestafla dís- ilútgáfa. -tg Mercedes-Benz C-Class hefur verið breytt töluvert og eru útlitsbreytingarnar til hins betra. Hráefnisval í innviði C-Class er vandaðra en áður. Hvern langar að setjast inn og prófa? Mercedes-Benz C- Class tekinn í gegn Eigum til örfáa nýja dísel pallbíla án hraðatakmarkara! Sýnum verðlaunabílinn frá GM Chevrolet Silverado 1500 Valinn Truck of the year af MotorTrend Frábær hönnun Meiri dráttargeta V8 vél 5,3L sem skiptir yfir í V4 undir litlu álagi 315 hestöfl Eyðsla frá einungis 10,51 lítar í langkeyrslu Spól- og skriðvörn Ekki hraðatakmarkari Þarf ekki meirapróf verslun verkstæði sérpantanir smurstöð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.