Fréttablaðið - 21.02.2007, Side 41

Fréttablaðið - 21.02.2007, Side 41
Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið marg- ar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum til- gangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi texta- tilraunir og leiki sér innan háskóla- veggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræð- ingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmennta- fræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðing- ar Soffíu Bjarnadóttur um skáld- sögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, sam- suða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútíma- maðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið rit- aðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undir- staða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undir- staða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðing- urinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíð- uð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrör- legt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáld- sögur séu afar ófull- komin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ána- maðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimað- urinn fremur að fást við súrreal- íska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarna- dóttir þrjár þýðingar „frá nýliðn- um árum 21. aldar sem auka mikil- vægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðast- talda sagan, eitt brautryðjenda- verka módernísks sagnaskáld- skapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Pét- urssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáld- sögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Bókmenntafræðingur talar – Soffíu svarað Kæri borgarfulltrúi.Ég er grunnskólakennari og er búin að vera það í 20 ár. Ég tel mig bera mikla ábyrgð í starfi og finnst þetta mjög mikilvægt starf. Ég skila 1.800 tímum í mínu starfi eins og aðrir í landinu. Ég get engu ráðið um mín frí eins og ég gæti samt oft hugsað mér að gera. Mín frí eru nefnilega alltaf á dýrasta tíma hvað nánast allt varðar, sem almennt snýr að fríum. Ég öðl- aðist mín réttindi að sjálfsögðu með háskólagöngu. Eftir 20 ára starf er ég með 255.244 krónur í laun á mánuði, geri aðrir betur! Ég hef alltaf haft þá trú að þetta hlyti að lagast. En viti menn, það lagast ekki og verður verra, því ráðamenn vilja ekki einu sinni við okkur tala. Er þér alveg sama? Mér er ekki sama. Ég er líka móðir grunnskóla- barns og amma barns sem er að hefja sína skólagöngu og mér er ekki sama. Það er ótækt að kennar- ar skuli endalaust þurfa að vera að þrátta og berjast. Þeir eiga að geta verið ánægðir með sín kjör og geta sinnt vinnu sinni öryggir og sáttir. Eða hvað? Hvað stendur að baki því, þegar á hátíðarstundum ráða- menn tala um mikilvægi menntun- ar í landinu? Þú ert kosin/nn til þinna starfa fyrir borgina, hvað ætlar þú að gera í málinu? Finnst þér þetta ekki skipta máli? Ég hlakka til að heyra það. Ég reyni áfram að vera bjartsýn og vona að einhverjir kennarar haldi þetta út þangað til eitthvað breytist við það að þú lætur í þér heyra. Höfundur er grunnskólakennari í Reykjavík. Opið bréf til borgar- fulltrúa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.