Fréttablaðið - 21.02.2007, Side 42

Fréttablaðið - 21.02.2007, Side 42
Ígrein í Fréttablaðinu nýverið vegsamar Ill-ugi Gunnarsson kvótakerfi okkar Íslendinga í fiskveiðum. Segir m.a. séreignarrétt veiði- heimilda grundvalla velgengni sjávarútvegs- fyrirtækja og raunar lykilatriði í uppsveiflu íslensks efnahagslífs. Tvennt er stingandi í umfjöllun Illuga, annarsvegar tal hans um eignarrétt fiskimiðanna, hinsvegar samanburðurinn við jarðnæði, að menn verði að þola skertan aðgang að fiskveiðum sem og landbúnaði vegna séreignarréttar þeirra sem fyrir eru. Varðandi fyrra atriðið er vert að hafa í huga að þjóð- in á kvittun um sölu bankanna, þjóðin á líka kvittun fyrir sölu Símans en hvar er kvittunin um sölu fiskimið- anna? Afhverju talar greinarhöfundur um eignarrétt á einhverju sem aldrei hefur verið selt, hvað þá keypt? Um seinna atriðið má segja að jarðnæði á Íslandi hefur gengið kaupum og sölum allt frá landnámi og ekki skilgreint sem þjóðareign nema hálendið og ríkis- jarðir. Ég veit a.m.k. ekki um neinn bónda sem situr á jörð sinni í boði ríkisins (nema þá í formi niður- greiðslna). En miðað við staðhæfingu Illuga að eigna- réttur útgerða á íslenskum fiskimiðum hafi bjargað íslenskum sjávarútvegi væri kannski hægt að bjarga íslenskum landbúnaði með sama hætti og rétta bænda- stéttinni, í krafti þekkingar og reynslu, ríkisjarð- irnar sem þeir gætu svo selt hæstbjóðendum. Þá myndu bændur sjá útleið, þeim fækka og niður- greiðslur heyra sögunni til. Alltént er svona ósam- ræmi, að úthluta einni þjóðareign án endurgjalds en krefjast borgunar fyrir aðra, ruglandi og hlýtur að kalla á allsherjar samræmingu. Heyrst hefur í umræðunni að eina leiðin í kvóta- málunum væri að kaupa veiðiheimildirnar til baka. Það væri dapurlegt skref fyrir þjóðina að kaupa til baka eitthvað sem hún aldrei hefur selt frá sér. Og það, að menn eru óhikað farnir að tala um eignarrétt útgerð- anna á íslenskum fiskimiðum, sýnir hvurs taumur er dreginn. Útgerðarmenn og lánastofnanir hafa lengi umgeng- ist sjávarfang sem sína prívat eign og gert það í skjóli handgenginna embættis- og stjórnmálamanna. Hlut- verk stjórnmálamanns er fyrst og fremst að gæta hags- muna heildarinnar en ekki sérhagsmuna. Að trúa því að gjöf þjóðareigna sé til hagsældar fyrir þjóðarbúið er undarleg hagfræði og hlýtur að hafa einhver önnur markmið. Á hinn bóginn tek ég undir með Illuga að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er óljós og sé hún einhver er tími kominn til að flagga í fulla stöng. Kannski sé einmitt skeytingarleysi vinstriflokk- anna um að kenna sá dráttur sem orðinn er á skilgrein- ingu þjóðarauðlinda á Íslandi. Höfundur er læknir. Hvurs taumur er dreginn? Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlut- skipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ung- menna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meg- inatriðum sammála okkur í Frjáls- lynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverka- menn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem til- tæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjáls- lyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað nein- um árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokk- urinn vill efla forvarnir gegn fíkni- efnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsing- ar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Raunsætt frjálslyndi Staða barna er okkur vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efna- hag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátt- töku í íþróttum og tóm- stundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgrein- ing skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kyn- bundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna – stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynja- jafnréttisumræðu, jafnréttis- fræðslu á öllum stigum skólagöng- unnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetna í samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þátttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurf- um ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjend- um ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildis- mat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfs- mynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er mann- eskjulegra, fjölbreyttara og öfl- ugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðal- námskrár til að okkar góðu kenn- arar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á for- sendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi auk- ins lýðræðis, þátttöku og sköpun- ar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynj- að hvernig þeim líður við fjöl- breyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugs- un að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafn- góðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna. Fengið að láni frá börnunum Þannig fordæmir hann frjáls- lynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðju- verkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga. Fordómar gegn Framsókn Nýlega las ég í blaði klausu nokkra eftir ein-hvern ungan „fréttaskýranda“ þess efnis að Guðni Ágústsson væri „holdgervingur“ Framsóknarflokksins. Rökstuðningurinn var sá að Guðni væri landsbyggðarmaður, bónda- sonur og „þjóðernissinnaður“ sveitamaður. Án þess að hafa um það langt mál er þessi holdgerving Framsóknarflokksins í Guðna Ágústssyni tilbúin staðalímynd frá frumbernsku Framsóknarflokksins. En inntak staðalímyndarinnar er að draga upp þá mynd af Framsóknarflokknum að hann hatist við Reykjavík, að flokkurinn hafi ekki haft skilning á höfuðborgarhlutverki Reykjavíkur, að fram- sóknarmenn telji að íslenskri þjóð sé það áskapað að hún fái hvergi þrifist nema í dreifbýli, afdölum og smáþorpum við sjóinn. Persónulega bý ég yfir reynslusögum, sem sanna for- dómafullar hugmyndir margra Reykvíkinga um Framsóknarflokkinn og framsóknarmenn. Haustið 1947 innritaðist ég til sagnfræði- og bókmenntanáms í Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri. Fjölskylda mín átti þar heima og faðir minn stundaði þar sjálfstæðan atvinnurekst- ur, var velstæður útgerðarmaður. Á Akureyri þurfti ég ekki, ungur maður, að útskýra það fyrir neinum að ég fylgdi Framsóknarflokknum að málum. Fólk réð það ekki af ætterni mínu, atvinnu föður míns, vaxtar- lagi, limaburði eða göngulagi, hvaða pólitíska skoðun ég hafði. Ég hafði ekki verið lengi í Reykjavík þegar ég fór að finna fyrir pólitískum fordómum á mínu eigin skinni. Fúslega hafði ég samþykkt þá beiðni að nafni mínu væri raðað ofarlega á lista, sem framsóknar- menn í háskólanum stóðu að í stúdentaráðskosningum haustið 1947. En þá brá svo við að ýmsir málkunn- ingjar mínir úr Reykjavík lýstu furðu sinni og sögðust ekki trúa því að ég væri „frammari“! Ég féll einhvern veginn ekki inn í reykvíska staðalímynd af framsókn- armanni. Margoft — allt fram á þennan dag — hef ég orðið vitni að þessum inngrónu fordómum Reykvíkinga gagnvart Framsóknarflokknum og framsóknarmönn- um. Og framsóknarfordómar þessir hafa breiðst út á síðari árum til ungs fjölmiðlafólks og fólks í ýmsum listgreinum, ef það lætur sig þjóðmál skipta. Sagn- fræðingar, stjórnmálafræðingar og aðrir félagsfræð- ingar ala gjarnan á þessari formlegu staðalímynd eftir einhverju uppdiktuðu flokkunarkerfi sín í milli, að Framsóknarflokkur sé einhliða „bændaflokkur“ („agrar“-flokkur) sem hafi aðeins eitt höfuð- málefni á stefnuskrá sinni: Dreifbýlispólitík, bændapólitík. Framsóknarmenn sinna málefnum bænda af alúð og reka mótaða landsbyggðarpólitík. En það gefur engum tilefni til að láta að því liggja að framsóknarmenn lifi í fortíðinni, „elski moldarkofa“, hatist við borgarmenn- ingu og nútíma þróun samfélagsins. Ég skal viðurkenna, að þessum fráleitustu sleggju- dómum er stundum slengt fram í stríðnistón. En margir trúa þessu bulli af heimsku sinni og fáfræði. Framsóknarflokkurinn á ekki góðu gengi að fagna í Reykjavík um þessar mundir og finnur fyrir mótlæti víða um land. Þetta mótlæti á vitaskuld ýmsar aðrar orsakir en skáldaða staðalímynd, sem þó er skaðleg að sínu leyti. Framsóknarmenn þurfa að horfa inn á við og leita þar orsakanna. Ég nota því síðustu línurnar til þess að minna á að Framsóknarflokkurinn átti um áratugaskeið góðu fylgi að fagna í Reykjavík, bæði í borgarstjórnar- kosningum og alþingiskosningum. Fullt tilefni er til þess fyrir núverandi forustumenn flokksins að minna rækilega á þá sókn sem Framsóknarflokkurinn var í á árum áður í Reykjavík undir forustu Þórarins Þór- arinssonar, Einars Ágústssonar, Kristjáns Thorlaci- us, Kristjáns Benediktssonar, Guðmundar G. Þórar- inssonar, Sigrúnar Magnúsdóttur, Alfreðs Þorsteinssonar og alls fjöldans sem að baki stóð. Fyrir nærri hálfri öld lagði Jón Skaftason og kraft- mikið lið kringum hann grundvöll mikils fylgis Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Það fylgi hélst áratugum saman, en er nú mjög á niðurleið, ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn holdgerist ekki í staðal- ímynd eins manns, hversu góður sem hann er. Við stofnun flokksins fyrir 90 árum var vígorð framsókn- armanna: „Framför landsins alls!“ Andi þessa slag- orðs er enn við lýði og nær til Reykjavíkur sem allrar landsbyggðar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráð- herra. Margoft — allt fram á þennan dag — hef ég orðið vitni að þessum inngrónu fordómum Reykvíkinga gagnvart Framsóknarflokknum og framsóknarmönnum. Og framsóknarfor- dómar þessir hafa breiðst út á síðari árum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.