Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 44
Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslands- vinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágæt- asta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Auden var einkar fjölhæf- ur höfundur. Þótt hann sé nú þekktastur fyrir ljóðin fékkst hann einnig við leikritaskrif, kvikmyndahandrit og gagn- rýni auk þess sem íslenskir tónlistarunnendur geta nú notið textasnilli hans í óper- unni Flagari í framsókn eftir Stravinskí sem nú er til sýn- inga í Ingólfsstrætinu. Auden hafði sérlegt dálæti á norrænni menningu og taldi sig eiga ættir að rekja til Íslands og ferðaðist hing- að í tvígang. Í fyrri heim- sókninni árið 1936 var hann í félagi við írska skáldið Louis MacNeice en í sameiningu skrifuðu þeir bókina Letters from Iceland sem geymir undarlega blöndu af kveð- skap og prósa, staðháttalýs- ingar og skondnar sögur af ferðum þeirra um landið. Í seinna skiptið kom skáldið hingað til lands fyrir milli- göngu þáverandi mennta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gísla- sonar, og var þá haldið sérstakt skáldaþing honum til heiðurs þar sem helstu andans menn þjóðarinnar tóku þátt. Í þakkarræðu sinni við það tilefni lét hann þess getið að fyrir sér væri Ísland enn heilög jörð. Til minning- ar um þá heimsókn sína orti hann síðar kvæðið „Iceland Revisited“. Nýjasta hefti tímaritsins Jón á Bægisá er helgað minn- ingu Audens en þar er að finna töluvert af áður óbirt- um þýðingum á kvæðum skáldsins, þar á meðal kveð- skap sem tengist Íslands- heimsóknum hans, auk ítar- legrar umfjöllunar um æviferil hans og skáldskap. Þýðandi og umsjónarmaður efnisins er Ögmundur Bjarnason, þýðandi og lækn- ir, en auk þess rita þar fleiri höfundar. Í tilefni af aldaraf- mælinu standa Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur, tíma- ritið Jón á Bægisá og breska sendiráðið fyrir hátíðardag- skrá honum til heiðurs í dag. Þar flytja frú Vigdís Finn- bogadóttir og sendiherrann Alp Mehmet ávörp um skáld- ið og verða ljóð hans lesin bæði á frummálinu og á ensku. Rithöfundurinn Matthías Johannessen fjallar um kynni sín af skáldinu og Ögmundur Bjarnason segir frá Auden og nýjum þýðing- um sínum. Dagskráin fer fram í stofu 101 í Odda og hefst hún kl. 15.30. Hafið hvíslar úr fjarska hafaldan djúp og blá. Berðu henni Bryndísi kveðju mína brimkaldri ströndu frá; ég hef skrifað í sandinn mína saknaðarþrá. Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, Bjarni Kristinn Ingólfsson Aðalgötu 7, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 14. Bára Sæmundsdóttir Sæbjörg Anna Bjarnadóttir og systkini hins látna. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur okkar, systur og barnabarns, Lísu Guðnýjar Jónsdóttur Tröllateigi 49, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Kristín Einarsdóttir Jón Karlsson Einar Karl Unnar Karl Emma Sól Guðný Kristín Árnadóttir Einar Markússon Unnur Óskarsdóttir Karl Jóhannsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur J. Pétursson Frá Galtará, Bakkastöðum 73b, andaðist á Landspítalanum Fossvogi 19. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Guðmundsdóttir Guðmundur Pétursson Inga Arnar Anna Bára Pétursdóttir Freysteinn Vigfússon Sigurður Pétursson Guðrún Ólafsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Valtýr Reginsson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík sími 587 1960 www.mosaik.is LEGSTEINAR TILBOÐSDAGAR allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista Systir mín Ása Hersir Eriksen fædd og uppalin á Íslandi en búsett í Noregi síðustu áratugi, lést 14. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Tørmo kapellunni í Porsgrunn 23. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda hér á landi Unnur Hersir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna S. Hansen lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 13. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju fimmtudag- inn 22. febrúar kl. 13.00. Sigurður Anders Hansen Brigitte Hansen Richard Arne Hansen Bjarney Ólafsdóttir Magnús Axel Hansen Paul Agnar Hansen Alda Elvarsdóttir Anna María Hansen Ástvaldur Eydal Guðbergsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Einarsson Hjallaseli 55, ( Seljahlíð), Reykjavík, andaðist sunnudaginn 18. febrúar. Útförin auglýst síðar. Ingveldur Jónasdóttir María Jónsdóttir Axel Stefán Axelsson Leifur Jónsson Bryndís Petersen barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem veittu okkur hlýju og stuðning í veikindum og við andlát okkar ástkæru Oddnýjar Ríkharðsdóttur Blikaási 12, Hafnarfirði. Við hugsum til ykkar með þakklæti og kærleika. Jakob Guðnason Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir Rachid Benguella Jóhanna Kristín Jakobsdóttir Finnur Geir Sæmundsson Baldur Freyr Ásta Lísa Anja Ríkey Jakobsdóttir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir Guðjón Jóhannesson Gunnhildur, Brynjar Gauti, Kolbrún Halla og Jóhanna Magnea. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Valgarður Ólafsson Breiðfjörð andaðist 7. febrúar sl. Hann var kvaddur í kyrrþey frá litlu kapellunni í Fossvogi, fimmtudaginn 15. febrúar sl. Þökkum félögum hans í föstudagsdeild AA-samtak- anna í Neskirkju vináttu í gegnum árin. Jóna María Gestsdóttir Gestur Valgarðsson Rannveig María Þorsteinsdóttir Eyjólfur Valgarðsson Kristín Þóra Garðarsdóttir Valgarður Daði Gestsson Garðar Eyjólfsson Hildigunnur Jóna Brynhildur María Gestsdætur Aníta Líf Valgarðsdóttir 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær tengdafaðir minn, afi, langafi og bróðir, Jóhann Hallvarðsson frá Geldingaá, Prestastíg 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag miðviku- daginn 21. febrúar kl. 13. Blóm og kransar eru vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítala Landakots deild L-5. Sigríður Ósk Óskarsdóttir Jóhann Davíð Snorrason Valdís Ólafsdóttir Ingvi Pétur Snorrason Ásdís Erla Jónsdóttir Snorri Ingvarsson Auður Ingvadóttir Björg Hallvarðsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.