Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 47
18 19 20 21 22 23 24 Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Það er erfitt að komast hjá altek- inni hrifningu í grennd við lista- mann eins og Bernd: allar brúður sínar smíðar hann af stórkostlegu listfengi, vélvæðir þær með þráð- um og klemmum, klæðir og skreyt- ir í sínum persónulega stíl. Og svo leiðir hann á sýnilegan og augljós- an hátt fram söguna og nærgætn- in, stillingin og tökin eru aðdáun- arverð. Það er ef til vill það sem gerir það að verkum að krakkarnir fylgj- ast svo vel með, jafnvel í sögu sem þau þekkja vel til. Mátinn í svið- setningunni er skammt frá þeirra eigin iðjum í leik með brúður og önnur verkfæri í leik dagsins: minn gerir þetta og þá gerir þinn … eins og þau segja gjarnan. Sýn- ingar Bernds eru þannig á sinn hátt nánast eins og kennslustund fyrir leikfælin börn. Það er eitt af merkilegustu nýmælum í stjórnartíð Tinnu Gunnlaugsdóttur að koma brúðu- sýningum af stað á gamla litla sviðinu í Húsi Jóns Þorsteinssonar. Aðkoma er nú skreytt myndum úr barnasýningum Þjóðleikhússins frá fornu fari. Hér á að gera ein- hvers konar skjól fyrir leiksýning- ar ætlaðar yngstu börnunum og samferðamönnnum þeirra. Það er afar mikilvægt að ná ungum börn- um inn í leikhúsið með foreldrum og frænkum. Það er gaman að fara með börnum í leikhús. Aðkoma Bernds að íslenskum brúðusýningum á sér sögulega vísun: það var Kurt Zier sem hóf á ný brúðuhefðina hér og kenndi Jóni E. Guðmundssyni. Þaðan lá leið leikbrúðanna í sjónvarp, á leikskóla og víðar. Brúðurgerð og brúðunotkun ætti að vera skylda í grunnskóla. Sýningin á Pétri og Úlfinum er fyrsta flokks og menn skulu hóp- ast á hana sem til gleði. Strákur veiðir úlf úr skóginum Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gaman- leiksins frumsýnd á skemmti- staðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör“ . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjón- anna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað – hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjón- anna á skuggalegum harmleik for- tíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guð- laugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gaman- leikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelp- unum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borg- arleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmynda- hönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en fram- leiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stend- ur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20. Óumflýjanleg uppgjör á bar Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í Lond- on er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbi- can-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Nýtt leikrit Andra Snæs Magna- sonar og Þorleifs Arnar Arnarsson- ar verður sýnt í hinu virta Maxim Gorkí-leikhúsi í Berlín í næstu viku. Verður íslenska sýningin önnur tveggja gestasýninga þar í ár og því mikill heiður fyrir aðstandendur þess að fá svo gott boð. Verkið, Eilíf hamingja, í leik- stjórn Þorleifs Arnar, hefur hlotið gríðargóðar viðtökur á Íslandi. Uppselt hefur verið á allar sýning- ar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út verða nú um helgina en þær munu svo halda áfram að ferðalaginu loknu. Sýna hjá Gorkí Stefnumót við Jökul Leikfélagið Snúður og snælda Sýnir þrjá einþáttunga eftir Jökul Jakobsson Aðeins 5 sýningar 25.febrúar uppselt Fim. 1.mars Sun. 4.mars Fim. 8.mars Sun. 11.mars Sýnt í Iðnó kl. 14.00 Miðapantanir S. 562 9700 „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.