Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 1

Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 1
Í annarri skoðana- könnun Fréttablaðsins í röð segjast rúm 23 prósent myndu kjósa Vinstri græn, væri boðað til kosninga nú. Myndi flokkurinn samkvæmt því fá 15 þingmenn kjörna, 10 fleiri en flokkurinn hefur nú. Í síðstu kosn- ingum hlaut flokkurinn 8,8 prósent atkvæða. „Við erum mjög ánægð með þetta og það er magnað að við skulum vera að fá nánast sömu mælingu aftur. Það sýnir að þetta er engin bóla hvað okkur varðar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fylgi Samfylkingar mælist nú 24,0 prósent og myndi flokkurinn jafnframt fá 15 þingmenn kjörna, fjórum færri en flokkurinn hefur nú en 30,9 prósent kjósenda veittu flokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir segist telja að niðurstöðurn- ar séu innan skekkjumarka, en er sannfærð um að Samfylking sé í sókn og eigi mikið inni hjá þeim sem enn eru óákveðnir. Nú sögðust tæp 34 prósent, af þeim 800 sem hringt var í, enn vera óákveðin. Tvöfalt fleiri segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn en í síð- ustu könnun blaðsins, eða 8,8 pró- sent. Samkvæmt því myndu fram- sóknarþingmennirnir verða fimm, sex færri en sitja nú á þingi fyrir flokkinn en hann hlaut 17,7 pró- sent atkvæða í síðustu kosningum. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segir niðurstöð- una vera í samræmi við tilfinningu sína um að flokkurinn sé í sókn. „Jafnframt er ljóst að meginverk- efnin eru fram undan og við erum að sækja í miklu meira fylgi en þarna kemur fram.“ Alls 36,8 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem fengi samkvæmt því 24 þingmenn. Flokkurinn hefur nú 23 þingmenn. Þetta er nánast sama fylgi og í síð- ustu könnun blaðsins en flokkur- inn hlaut 33,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003. „Ég er mjög sátt við okkar hlut í þessu og það er augljóst að við erum á þessu róli,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Frjálslyndir missa fylgi frá síð- ustu könnun blaðsins þegar 7,3 pró- sent sögðust myndu kjósa Frjáls- lynda. Nú segjast 6,1 prósent myndi kjósa þá, en flokkurinn hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosning- um. Þingmenn flokksins yrðu fjórir samkvæmt því, einum færri en sitja nú á þingi fyrir flokkinn. „Frjálslyndi flokkurinn á eftir að kynna sína framboðslista, þannig að ég reikna með að þetta muni breytast eitthvað þá,“ segir Magn- ús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins. „En þetta er ekkert óviðunandi niðurstaða í sjálfu sér.“ Stútfullt blað af atvinnuauglýsingum Opið 13–17 í dag Humarveisla 499 Vinirnir sameinaðir á ný Þess eru dæmi að afar og ömmur séu tekin höndum við smygl á fíkniefnum til landsins, að sögn Ásgeirs Karlssonar, sem senn lætur af starfi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. „Burðardýrin eru á öllum aldri, allt frá því að vera korn- ungt fólk og upp í að vera afar og ömmur,“ segir Ásgeir í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann segir vopnaburð vera að aukast og taki fíkniefnalögreglan oftar en áður fólk með skamm- byssur og afsagaðar haglabyssur. Afar og ömmur eru burðardýr Samfylking og VG jafnstór Um 24 prósent segjast nú myndu kjósa hvern flokk fyrir sig, Samfylkingu og Vinstri græn. Tæp 37 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn mælist nú tvöfallt stærri en í síðustu könnun og segjast nú tæp níu prósent myndu kjósa flokkinn. Rúm sex prósent segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Finnski mat- reiðslumeistarinn Kai Kalliio fór með sigur af hólmi í matreiðslu- keppni Food and Fun-hátíðarinnar í Hafnarhúsinu í Reykjavík í gær. Tólf þekktir kokkar víðs vegar úr veröldinni elduðu dýrindis rétti úr íslensku hráefni. Kai Kalliio, sem hóf störf við matargerð aðeins fjórtán ára, vinnur á Savoy-veitingahúsinu í Helsinki. Að sögn listakokksins Sigga Hall var Kalliio vel að sigr- inum kominn, réttir hans hafi ein- faldlega skarað fram úr öðrum góðum réttum. Meðal þess sem Kalliio töfraði fram úr eldhúsinu var humar, lamb og eftirréttur sem á fáa sína líka enda var hann borinn fram í múmínálfa-skríni. Food and Fun-hátíðinni, sem nú er haldin í sjötta sinn, lýkur í dag. Matreiðsla Finnans þótti best

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.