Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 78
„Já, við hljótum að vera alveg sjálf-
kjörnir vinnustaðagrínarar.
Atvinnumenn í faginu. Það hlýtur
að vera,“ segir Jóhannes Ásbjörns-
son, betur þekktur sem Jói í dúett-
inum Simmi og Jói. Þekktastir eru
þeir fyrir að kynna hið íslenska
Idol auk þess að hafa verið saman
með sjónvarps- og útvarpsþætti.
Sigmar Vilhjálmsson hefur nú
söðlað um. Hann hefur sagt upp
störfum hjá 365 en þar hefur hann
sinnt ýmsum störfum, síðast var
hann sölustjóri áskriftardeildar.
Landsbankinn bauð í Simma sem
mun taka við stjórn nýrrar deildar
sem sér um vildarkerfi nýrrar
kortadeildar. Og hver situr ekki á
fleti fyrir í Landsbankanum annar
en Jói sem starfar á markaðssviði
bankans.
„Þetta er magnað og leggst rosa-
lega vel í mig. Heldur betur,“ segir
Jói og harðneitar því að einhver
samkeppni muni ríkja þeirra á
milli innan bankans, hvorki fag-
lega og né sem helsti djókarinn
innan bankans.
„Við erum að vinna að ólíkum
hlutum innan bankans,“ segir Jói
sem nú liggur fárveikur í flensu
heima hjá sér. Og verður því ekki
til að taka á móti vini sínum þá er
hann kemur til starfa.
Af er sem áður var. Í samtali við
Fréttablaðið er Simmi allt í einu
orðinn mjög gætinn hvaða orð
hann velur í samtali við blaða-
mann. „Sem bankamaður neita ég
að svara meiru nema í návist lög-
fræðings,“ segir hann eftir að hafa
útskýrt hvaða hlutverki hann mun
gegna innan bankans.
Tiltölulega stuttur aðdragandi
er að þessum umskiptum, var
ákveðið á föstudaginn og aðspurð-
ur harðneitar Simmi að tjá sig um
hvort bankinn borgi ekki miklu
betur en fjölmiðlafyrirtækið. En
samkvæmt heimildum blaðsins
var það Landsbankinn sem bauð
Simma starfið þannig að gera má
ráð fyrir því að hann þiggi betri
laun innan bankakerfisins en í aug-
lýsingabauki fyrir sjónvarp – þó
enginn svelti þar.
„Já, þetta er húmorískt,“ segir
Simmi en þeir Jói hafa starfað
saman með hléum nú hátt í tíu ár.
„Hann var einmitt að segja við mig
starfsmannastjórinn að það yrði
líklega skrifað meira um þetta en
þegar Fréttablaðið greindi frá því
að konur okkar væru nú báðar
flugfreyjur.“
Og það er laukrétt hjá Simma og
starfsmannastjóranum.
Helga Guðrún Grímsdóttir, kona
Eurovision-stjörnunnar Eiríks
Haukssonar, mun fylgja manni
sínum á lokakeppnina í Helsinki í
maí.
Þetta verður ekki í fyrsta skipt-
ið sem Helga Guðrún styður við
bakið á Eiríki því hún var honum
einnig til halds og trausts þegar
hann söng Gleðibankann í Bergen
árið 1986 og þegar hann söng fyrir
Noregs hönd í Róm fimm árum
síðar.
„Það er ægilega gaman að
þessu. Þetta er eins og að vera í
miðju ævintýri,“ segir Helga Guð-
rún um Eurovision-keppnina. „Það
var svo rosalega vel staðið að
báðum þessum keppnum, sérstak-
lega í Bergen. Það er alltaf mikið
um að vera, líka fyrir stuðnings-
mennina. Maður fær að upplifa
svo margt og það er alltaf mjög
gaman að kynnast nýju fólki,“
segir hún.
Helga Guðrún segist hingað til
ekki hafa gefið Eiríki sérstök ráð
áður en hann hefur stigið á svið
frammi fyrir milljónum áhorf-
enda. „Ég veit að hann gefur allt
sem hann á og svo er bara að reyna
að ná að slappa aðeins af áður en
stundin rennur upp svo það verði
ekki mikið stress í gangi.“
Hvað varðar fataval Eiríks,
segist Helga vissulega segja sitt
álit en ekkert meira en það. „Það
eru aðrir sem koma þar við sögu
en ég er ekki til í að horfa á hvað
sem er,“ segir hún og hlær.
Helga fer til Helsinki
Lára Sveinsdóttir stígur á stóra
svið Þjóðleikhússins í fyrsta skipti
í kvöld þegar hún bregður sér í
hlutverk Heiðu í Sitji Guðs englar.
Oft er talað um stóra stund í lífi
leikara þegar þeir afreka þetta og
Lára segist vissulega vera með
hnút í maganum. Ekki þó vegna
þess að þetta sé stóra sviðið held-
ur vegna þess að það snúist. Hún
segist því meira finna fyrir fiðr-
ingi heldur en einhverri hræðslu.
„Ég hef aldrei leikið á svona snún-
ingssviði og fæ bara eitt rennsli
áður en stóra stundin rennur upp,“
segir Lára en hún tekur við hlut-
verkinu af Brynhildi Guðjónsdótt-
ur sem farin er til London og
tekur þátt í uppfærslunni á Pétri
Gaut í Barbican Center í leikstjórn
Baltasars Kormáks.
Lára hlakkar þó fyrst og fremst
til kvöldsins enda er verkið
skemmtilegt og mikið af skemmti-
legu fólki í kringum hana. „Þetta
er náttúrlega Þjóðleikhúsið og því
stór stund að stíga á þetta svið en
þetta verður allt í lagi,“ segir Lára.
„Þetta er eitthvað sem alla leikara
dreymir um og eitthvað sem allir
verða að prófa,“ bætir hún við.
Lára hefur hingað til aðallega
leikið í barnaleikritum en kom
einnig fyrir í litlu hlutverki í kvik-
myndinni Börn auk þess sem hún
hefur skemmt sjónvarpsáhorfend-
um Stöðvar 2 í gamanþáttunum
Stelpunum. Og nóg er af verk-
efnum í nánustu framtíð og ber
þar hæst frumraun Björns
Hlyns Haraldssonar í leik-
stjórastólnum í sumar. „En
meira get ég ekki sagt um
það, þetta verður allt að
koma í ljós.“
Stór áfangi að stíga á stóra sviðið
Bróðirinn ekki skírður eftir æskuástinni
„Mér hefði fundist merkilegra ef
Halla Vilhjálms hefði verið með
mér, þá hefði ég farið með það í
blöðin. Jude Law er flottur gaur,
en hann hefur alveg verið með
fleiri stelpum. Svo fannst mér
þetta klámvesen bara bjánalegt,
af hverju kemur það okkur við?“
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500