Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 69
22 23 24 25 26 27 28 Franski orgelsnillingurinn Vinc- ent Warnier heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju í dag og þenur hið stórfeng- lega Klais-orgel Hallgrímskirkju á franska vísu. Warnier er meðal fremstu organista Frakklands af yngri kynslóðinni og starfar hann við hina nafntoguðu Saint-Étienne- du-Mont kirkju í París en nýtur um leið hylli sem einleikari á alþjóðavettvangi. Warnier hefur sigrað ófáar tónlistarkeppnir og leikið undir stjórn þekktustu stjórnenda Evrópu auk þess að hljóðrita á annan tug hljómplatna og hlotið vegtyllur fyrir þær. Warnier nýtur einnig velgengni sem spunatónlistarmaður og hefur samið tónverk fyrir ýmsa stóra viðburði. Tónleikarnir í dag hefjast kl. 17 en þeir eru haldnir í samstarfi við frönsku menningarkynninguna Pourquoi pas? Tónaflóð Guðlaugur Kristinn Óttarsson, tónskáld og gítarleikari með meiru, heldur tónleika í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna verða ný verk eftir Guðlaug auk verka eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus en hljóðfæraleikararnir Áki Ásgeirsson, Birgir Baldurs- son, Einar Melax, Elena Jagalina, Georg Bjarnason, Guðmundur Pétursson, Hilmar Örn Hilmars- son, Steingrímur Guðmundsson og Tómas Magnús Tómasson munu leika með tónskáldinu. Guðlaugur Kristinn er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönn- um á löngum ferli sínum. Á níunda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddi endursköpun íslenskr- ar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þey og Kukli þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveitanna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlistar- menn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guð- laugur ýmsar stefnur og nálganir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk nýbylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vanda- samar, jafnt í hljómskipan og í ryþma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tón- smíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Sjostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári kom út platan Dense Time en á þeirri plötu má finna gott yfirlit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaugur hefur þróað með sér. Tónleikarnir í Hafnarborg byggja að mestu á efninu sem þar er að finna. Í góðum hópi Miðasala á Nasa frá kl. 13-16 einnig á www.nasa.is og www.midi.is Gamanleikritið Leikstjóri: Gunnar I. Gunnsteinsson Steinn Ármann Magnússon Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Aðalhlutverk: –eftir Jim Cartwright 2. sýn. sun. 25. feb. 3 sýn. fös. 2. mars 4. sýn. sun. 4. mars. Skámáni Kynnir: KILLer JOE Sharla Sýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins Tilboðsverð til Vörðu- og Námufélaga kr. 1.900 á fyrstu 10 sýningarnar Leikritið Bar par var sýnt við fádæma vinsældir fyrir nokkrum árum en höfundur þess, breska leikskáldið Jim Cartwright, er íslenskum leikhúsgestum einnig að góðu kunnur fyrir verkin Stone- free, Taktu lagið Lóa og Stræti. Það er því skiljanlegt að aðstand- endur sýningarinnar hafi veðjað á hann til þess að skemmta gestum á Nasa og tjaldað til þess tveimur velþekktum og stórskemmtileg- um gamanleikurum og huggulegri leikmynd. Þetta verk hefur hins vegar elst fremur illa og útkoman er alls ekki jafn skemmtileg og áður. Verkið sjálft er draumastykki fyrir leikara sem þurfa á einni kvöldstund að bregða sér í ótal hlutverk og spila á allan tilfinn- ingaskalann. Mér fannst Steinn Ármann og Guðlaug ná litlu sam- bandi við verkið, þá sér í lagi dramatísku senurnar og orkan á frumsýningunni var lítil. Vitan- lega áttu þau sína spretti í sumum rullum, til dæmis var „bælda konan“ virkilega skemmtileg í meðförum Guðlaugar og Steinn Ármann býsna fyndinn sem Moth en þegar á heildina er litið er eins og sýningin hangi vart saman nema á fornri frægð. Það var ekk- ert nýtt eða kraftmikið að gerast í skemmtihúsinu við Austurvöll þetta kvöld. Verkið, sem var ferskt fyrir 20 árum, er kynnt sem gamanleikrit en líkt og önnur verk Cartwright (sem reyndar er rangnefndur Carthwright í leikskránni) er þetta ekki aðeins glens og grín heldur býr meira undir sem illa komst til skila í þessari uppfærslu. Áherslurnar leikstjórans eru fyr- irsjáanlegar og þegar dramatíkin tekur öll völd undir lok sýningar- innar er allur botn dottinn úr henni og samúðin fyrir blessuðum hjón- unum fyrir bí enda karp þeirra löngu hætt að vera fyndið. Lýsingin er verulega handa- hófskennd, leikmyndin vísar lítt til enskrar barstemningar heldur minnir hún meira á skæslegan klúbb. Gervin eru nokkuð vel heppnuð en önnur tæki leikhúss- ins eru vart notuð til hjálpar þess- ari sýningu. Húsakynnin á Nasa eru ekki hentug fyrir leiksýningar, hljóm- burðurinn þar er afleitur og á köfl- um heyrði ég vart hvað leikararn- ir voru að segja. Uppstillingin var nokkuð sjarmerandi og von til þess að þar sé hægt að ná upp sæmilegri barstemningu. Ég held þó að menn þurfi að halla sér veru- lega að flöskunni til þess að geta hlegið dátt að þessari leiksýningu. Veðjað á rangan hest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.