Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 13
F A X A F E N 1 0
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
6 0 0 A K U R E Y R I
W W W . T S K . I S
SKOLI@TSK. IS
SÍMI: 544 2210
REYKJAVÍK & AKUREYRI
Næstu námskeið að hefjast
Skráðu þig núna!
Byrjendanámskeið
Vinsælt námskeið ætlað fólki á öllum aldri sem hefur enga tölvukunnáttu.
Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel
af stað í notkun tölvu.
Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að nota
tölvuna sjálfstætt m.a. til að skrifa texta, læri að nota internetið og að
meðhöndla tölvupóst.
Kennsla hefst 27. feb. og lýkur 22. mars. (Akureyri og Reykjavík).
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga,
morgunnámskeið kl 8.30-12, kvöldnámskeið kl. 18-21.30
Lengd 42 std. Verð kr. 32.900,- Kennslubók innifalin.
Almennt tölvunám
Sérstaklega hagnýtt námskeið fyrir þá sem komnir eru af byrjunarstiginu
og eru að nota tölvu í vinnu eða heima. Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja
auka öryggi sitt í allri tölvuvinnslu með aukinni þekkingu, hraða og færni.
Helstu kennslugreinar:
• Windows tölvugrunnur og
skjalavarsla
• Word
• Excel
• Internet og Outlook
tölvupóstur.
Kennsla hefst 28. feb. og lýkur 17. apr. (Páskafrí 30. mars til 11. apríl).
Kennt er mánudaga og miðvikudaga, morgunnámskeið kl 8.30-12,
kvöldnámskeið kl. 18-21.30
Lengd 63 std. Verð kr. 39.900,- 3 kennslubækur innifaldar.
Bókhald 1
Sérlega hagnýtt námskeið fyrir þá sem þurfa að ná tökum á bókhaldinu.
Hentar einnig þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með góðri
undirstöðu, þekkingu og grunnþjálfun í bókhaldsvinnu.
Kennsla byggir að mestu leyti á verklegum æfingum með raunveruleg
fylgiskjöl. Námið er metið til eininga.
• Helstu kennslugreinar:
Verslunarreikningur, VSK reglur og skýrslur, bókhaldsgrunnur og
tölvubókhald.
Kennsla hefst 20. mars og lýkur 17. maí.
Morgunnámskeið:
Kennt er þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl 8.30 - 12.
Kvöld- og helgarnámskeið:
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 18-21.30 og laugardaga kl 9 - 12.30
Lengd: 100 kennslustundir. Verð: 94.000,- Allt kennsluefni innifalið.
Bókhald 2
Stutt og hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi. Hentar þeim þeim sem
hafa bókhaldsreynslu eða hafa lokið Tölvu-, skrifstofu- og bókhaldsnámi
og vilja ná frekari skilningi og færni í bókhaldi.
• Helstu kennslugreinar:
Upprifjun á fjárhagsbókhaldi, VSK uppgjör og leiðréttingarskýrslur.
Launabókhald, launamiðar, launaframtöl og skil til skatts.
Afstemmingar og skil á bókhaldi til endurskoðenda. Lestur ársreikninga.
Kennsla hefst 8. mars og lýkur 27. mars. Kennt er þriðjudaga og
fimmtudaga, morgunnámskeið kl 8.30-12, kvöldnámskeið kl. 18-21.30.
Lengd: 32 std. Verð kr. 36.000,-
Dreamweaver 8
Afar vinsælt vefþróunarforrit enda bæði fjölbreytt og einfalt til að kóða
vefsíður með hjálp html og css stílsniða. Áhersla lögð á praktísk verkefni
og ljúka einföldum vef. Þátttakendur þurfa að hafa góðan tölvugrunn.
Kennsla hefst 28. feb og lýkur 19. mars
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 18-21.30
Lengd 31 std. Verð kr. 29.000,-
Photoshop ljósmyndun
Námskeið fyrir þá sem komnir eru nokkuð
af stað í meðferð stafrænna ljósmynda.
Farið verður í grunnatriði skráarbreytinga í
ljósmyndun og vinnslu úr hráum myndum
(RAW) beint úr vél í gegnum Photoshop.
Megináherslur eru á lagfæringar lita og
ljóshita, grunnatriði myndvinnslu á
mismunandi hátt.
Unnið er með skapandi hugsun,
myndbyggingu og þátttakendum leiðbeint
í að virkja eigin sköpun til að skapa
áhugaverðar ljósmyndir.
Lengd 30 std. Verð kr. 29.000,-
Kennsla hefst 26. feb og lýkur 14. mars,
kennt er mán og mið kl. 18 - 21.30.
Flash
Flash er vinsælt margmiðlunarforrit og notað við hönnun auglýsinga og
hvers kyns kynningarefnis sem þarf að vera lifandi og með hreyfimyndum.
Flash hentar ágætlega aðilum á borð við auglýsingastofur, framleiðendur
kynningar- og kennsluefnis og vefsíðuhönnuðum. Á þessu námskeiði
verður farið í að setja saman margmiðlunarefni og kynningar og
auglýsingar fyrir vefinn.
Kennsla hefst 19. mars og lýkur 28. mars.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 18-21.30
Lengd 21 std.
Verð kr. 28.000,-
Stafrænar myndavélar
Stutt og hnitmiðað nám fyrir byrjendur. Farið yfir helstu stillingar, flytja
myndir í tölvu og skipuleggja myndasafnið. Einfaldar lagfæringar mynda
og myndbygging. Heimaprentun/framköllun, myndir sendar í tölvupósti,
brenndar á CD/DVD diska ofl. Þátttakendur læra að sækja og nota Picasa
forritið.
Kennt er 12. 14. og 19. mars kl 18-21. Lengd 14 std. Verð kr. 15.000,-
Önnur námskeið á vorönn
Word grunnur
Hefst 5. mars, Kennt er tvisvar í viku, morgun og kvöldtímar..
Excel grunnur
Hefst 19. mars, Kennt er tvisvar í viku, morgun og kvöldtímar
Outlook tölvupóstur, dagbók og skipulag
Kennt er tvisvar í viku, morgun og kvöldtímar.
Photsoshop grunnur
Kennt er tvö kvöld í viku, samtals 4 kvöld.
FrontPage
Kennt er tvö kvöld í viku, samtals 4 kvöld.
Vefsíðugerð grunnur
Kennt er tvö kvöld í viku, samtals 8 kvöld.
Tollskýrslugerð
Kennt er tvisvar í viku, morgun og kvöldtímar.