Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 8
greinar@frettabladid.is „Köld slóð er afbragðs sakamálasaga“ JVJ / topp5.is 20% afsláttur ef greitt er með korti frá Kaupþingi Sýnd í Smárabíói og Regnboganum Alla síðustu viku geisuðu miklar umræð-ur um klámkaupstefnu þar sem andúð almennings á að Reykjavík yrði vettvang- ur slíkra viðskipta kom berlega í ljós. Það var siðferðilegur sigur að hætt skyldi við hana. Fólk í ferðabransanum hefur gagn- rýnt að fólk fái ekki að koma hingað í skemmtiferð og sorinn í netheimum hefur verið ótrúlegur. Það er eins og tilgangur- inn sé gleymdur. Í fyrsta viðtalinu sem haft var við skipuleggjendur kom berlega í ljós að hér átti að taka klámmyndir og að um kaupstefnu væri að ræða. Framleiðendur kláms ætluðu að kynna efni sitt og gera samninga. Það mátti sjá á myndum á vef þeirra hvað fram fór á síðustu kaupstefnu í Austur- ríki. Klámefni á borðum og svo voru konur myndað- ar kviknaktar liggjandi í snjónum í kynferðislegum athöfnum. Tenglar á vefnum voru fullir af hörðu klámi. Aðstandendur voru hins vegar fljótir að hreinsa út þegar þeim bárust fregnir af viðbrögðum á Íslandi. Ferðin varð að skemmtiferð. Og hver skyldi hafa upplýst þá og gefið þeim netföng Stíga- mótakvenna? Og af hverju völdu þeir Ísland? Á vef þeirra kom fram hvernig hægt væri að kaupa vændi í Reykjavík (sem ætti að rannsaka) og þar var sagt að næturlífið í Reykjavík væri einkar girni- legt. Því miður er markaðssetning á Reykjavík sem borg hinna villtu nótta og lausgyrtu kvenna að skila sér með þessum ógeðfellda hætti. Það var stjórn Bændasamtakanna sem hjó á hnútinn og eiga þau sem þar sitja hrós skilið. Hóteleigendur völdu að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Það er Hótel Sögu í hag að fá ekki á sig stimpil sem klám- hótel, það hefði getað orðið dýrt spaug. Hótel sem sýna klám eru víða komin á bannlista. Klámvæðing er hluti af kynbundnu ofbeldi, nátengd vændi og mansali. Klám hlutgerir konur (og karla), viðheldur staðalímyndum, það byggist á valdamisvægi þar sem konur eru oftast í hlutverki þess sem er notað- ur og hlýðir í undirgefni. Það er til sóma að hafa sýnt klámframleiðendum að þeir séu óvelkomnir á Íslandi. Þetta var skref en það þarf að stíga fleiri. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum. Sigur samstöðunnar Það er vinsælt að halda því fram í aðdraganda kosninga að þær muni fyrst og síðast snúast um eitthvert eitt mál, eitthvert eitt atriði sem öllu skiptir. Auðvitað hafa komið upp slík mál sem hafa yfirgnæft öll önnur í kosningum, en að öllu jöfnu er það svo að kjósendur taka afstöðu til fjöl- margra mikilvægra mála. Sjaldan er kosið bara um eitthvert eitt mál. Þess vegna eiga flokkar sem stofnaðir eru um eitt baráttumál frekar á brattann að sækja, það er svo margt sem þarf að koma til þannig að samfélagið okkar sé lífvænlegt. Í kosningunum í vor verður hart tekist á, eins og vanalega. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið í forystu í ríkisstjórn og hann hefur því haft mótandi áhrif á þær breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi undanfarin ár. Það verður því kosið um þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð allt frá árinu 1995. Samfélagið sem við búum í hefur tekið stakkaskiptum undanfarinn áratug. Skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa lækkað, ríkissjóður stendur sterkt og allar erlendar samanburðar- rannsóknir sýna að Ísland er í hópi þeirra ríkja sem standa fremst á þeim sviðum sem eftirsóknarverð þykja. Atvinnulífið okkar hefur aldrei blómstrað eins og um þessar mundir. Við höfum komist frá einhæfu hagkerfi þar sem sjávarútvegurinn var í fyrirrúmi, yfir í þjónustu- og tæknihagkerfi sem byggir á frumkvæði, útrás, menntun, vísindum og rannsókn- um. Það eru ekki mörg ár síðan eini raunhæfi möguleiki ungra Íslendinga á því að fá að spreyta sig á alþjóðamörkuðum var í gegnum Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna eða SÍF. Nú blasa tækifærin við hvert sem litið er, möguleikarnir eru nánast óenda- legir. Það sem meira er, afrakstur- inn vex með degi hverjum. Kaupmáttur launa hefur aukist jafnt og þétt allt frá 1995 og er nú svo komið að vart verður fundinn í sögu þjóðarinnar annar eins framfaratími. Þessi velmegun er ekki velmegun fárra heldur hefur hún þvert á móti dreifst til allrar þjóðarinnar. Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason hafa reynt að rökstyðja þá niðurstöðu að hér á Íslandi hafi orðið til eitt mesta ójafnaðarland Evrópu. Nú er komið í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í samanburðarfræðum þeirra félaga og heldur dapurlegt að fylgjast með þeim reyna að krafsa sig út úr eigin reiknikúnst- um. Hagstofa Íslands birti nýverið niðurstöður úr samræmdri lífskjararannsókn Evrópusam- bandsins. Það er mjög áhugavert að bera saman gífuryrði þeirra Stefáns og Þorvalds við þær niðurstöður sem fást í þessum alþjóðlega samanburði. Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var ein þjóð með lægra lágtekjuhlutfall en Íslendingar, tvær með sama hlutfall en 27 þjóðir voru með hærra lágtekjuhlutfall. Þrjár Evrópuþjóðir voru árið 2004 með lægri Gini-stuðul en Íslendingar en 27 þjóðir með hærri stuðul. Ginistuðullinn mælir eins og frægt er tekjudreifingu og eftir því sem hann er lægri því jafnari er dreifingin. Þessar niðurstöður sýna ekki að hér sé engin fátækt, þær sýna ekki að allir hafi það gott hér á Íslandi. En þær sýna það að við erum á réttri leið og að fullyrðing- ar um ameríkanseringu íslensks samfélags eru fullkomlega úr lausu lofti gripnar. Tekjuskiptingin skiptir auðvitað miklu máli, en ekki öllu. Það er ekki síður mikilvægt að tryggja að það séu tækifæri fyrir alla til að taka þátt í samfélaginu og sem flestir geti fundið kröftum sínum viðnám. Lágir skattar og einstaklingsfrelsi eru lykill að samfélagi sem býður upp á fjölbreytt tækifæri. Fleira kemur þó til. Fjárfestingar í menntun eru grundvöllur nútíma- hagkerfis og möguleikar þjóða til að standast samkeppni í alþjóða- væddum heimi eru háðir því hversu vel tekst til að byggja upp menntakerfin. Framlög til mennta- mála hafa aukist jafnt og þétt og Ísland er nú sú þjóð OECD sem ver mestum hluta þjóðartekna sinna til menntamála. Það kemur því ekki á óvart að hjá engri annarri þjóð í OECD starfa hlutfallslega jafn margir við vísindarannsóknir eins og hér á landi. Sennilega er þó besti mælikvarðinn á því hversu gríðarlega samfélagið okkar hefur breyst fólgin í fjölgun háskóla- nema. Árið 1995, þegar ríkisstjórn- in tók við, stunduðu um 7.500 manns nám við háskólann. Rúmum áratug síðar, það er árið 2006 voru nemendur í háskólanámi á Íslandi um 16.500 – fjöldi þeirri hafði ríflega tvöfaldast. Við þessar tölur bætast síðan þeir sem stunda nám erlendis og eins þeir sem stunduðu nám í sérskólum sem nú eru taldir á háskólastigi. Ísland er því vísinda- og tæknisamfélag í fremstu röð og fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um annað marklausar. Í ljósi yfirlýsinga forystumanna Kaffibandalagsins eru atkvæði greidd þeirra flokkum atkvæði greidd með vinstri stjórn, atkvæði greidd Samfylkingunni eru til dæmis vinstristjórnaratkvæði. Kosningarnar í vor munu því snúast um áframhaldandi forystu Sjálfstæðisflokkins eða hvort hér komist til valda vinstri stjórn af gamla skólanum sem að öllum líkindum mun að hluta til verða skipuð sömu ráðherrum og voru í vinstri stjórninni 1988 til 1991. Slík ríkisstjórn væri tímaskekkja. Vinstri stjórn á leiðinni? Ú rlausnir dómstóla geta oft verið tilefni lögfræðilegrar rökræðu og svo ber við að þær leiða til fræðilegrar gagnrýni. Hitt er mjög sjaldgæft að trúverðugleiki dómstólanna eða traustið á réttlátri málsmeðferð sé dregið í efa í opinberri umræðu. Um skipan dómara eru stundum skiptar skoðanir. Á hinn bóginn er afar sjaldgæft að þær valdi alvarlegum deilum í þjóðfélagsum- ræðunni. Það hefur þó gerst í tengslum við skipun tveggja þeirra níu dómara sem nú sitja í Hæstarétti. Afleiðingin af þeirri fyrri varð sú að dómsmálaráðherra hefur síðan orðið að víkja sæti við skipun dómara í réttinn. Dómstólarnir hafa stjórnskipulega stöðu sem ein af þrem- ur greinum ríkisvaldsins ásamt með löggjafarvaldinu og fram- kvæmdavaldinu. Sérstaða dómara felst öðru fremur í sjálfstæði þeirra. Þeir eru óháðir öðrum valdastofnunum. Á dómurum hvíl- ir sú stjórnarskrárbundna skuldbinding að dæma aðeins eftir lögum. Geti menn með rökum sýnt fram á að dómsúrlausnir ráðist af öðrum sjónarmiðum en fram koma í lögum og túlkun á þeim eftir viðurkenndum fræðilegum aðferðum hefur stjórnarskrárvarinn réttur almennings til réttlátrar málsmeðferðar brostið. Ásakanir þar um eru því eðli máls samkvæmt mjög alvarlegar. Ákærur réttvísinnar á hendur ábyrgðarmönnum fyrirtækisins Baugs hafa verið uppspretta mikilla umræðna bæði lögfræðilegra og pólitískra. Þær hafa orðið flóknari fyrir þá sök að deilur þáver- andi forsætisráðherra við fyrirtækið í aðdraganda málaferlanna hafa með réttu eða röngu orðið að einhvers konar baksviði þeirra. Í tengslum við þessi málaferli hafa í vetur tvívegis komið fram ásakanir um að dómstólar hafi við meðferð málsins brotið ákvæði stjórnarskrárinnar og dæmt á öðrum forsendum en lögunum einum. Eðlilegt er að gagnrýni af þessu tagi fái athygli enda verða menn að vera fullvissir um að hún byggist ekki á rökum áður en hún er að engu höfð. Í fyrra skiptið var það þáverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn sem bar slíkar sakir á dómstólana. Þau ummæli urðu tilefni umræðna á Alþingi. Í þeim lýsti dómsmálaráðherra mjög skýrt og afdráttarlaust yfir fullu trausti á dómstólunum og ómerkti þar með ummæli og röksemdir undirmanns síns. Þær hafa enda ekki komið við sögu síðan. Síðara tilvikið kom upp í liðinni viku þegar dómarar, verjendur og fjölmiðlar fengu nafnlaust bréf með mjög grófum aðdróttunum um stjórnarskrárbrot eins héraðsdómara og allra dómara Hæsta- réttar nema þeirra tveggja sem mestar deilur stóðu um þegar þeir voru skipaðir. Hinn ókunni höfundur gefur til kynna að hann hafi innanbúðar þekkingu úr dómstólunum á málavöxtum. Það getur hins vegar verið gert til að varpa grunsemdum á saklausa menn. Settur ríkissaksóknari tók málið föstum tökum. Vegna sjálf- stæðrar og óháðrar stöðu sinnar eru fáir betur til þess fallnir en einmitt hann að kveða upp úr um gildi slíkrar ádeilu. Hann mat gagnrýni bréfsins órökstudda og tilhæfulausa. Settur ríkissaksóknari hefur því hrakið þessar ásakanir með ekki minni þunga en dómsmálaráðherra gerði við þær fyrri. Trú- verðugleiki dómstólanna hefur því sýnilega ekki beðið hnekki. Gagnrýni hrakin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.