Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 28
Til að auðvelda starfsleit er mikilvægt að hafa jákvætt hugarfar og vera meðvituð um eigin kosti og hæfileika. Hrefna Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur, rekur fyrirtækið ferilskra.is en þar sér hún meðal annars um gerð ferilskráa fyrir atvinnu- leitendur. Hrefna er því ýmsum hnútum kunnug um hvernig á að bera sig að þegar leitað er að rétta starf- inu. „Fyrir utan það hafa feril- skrána í góðu lagi þarf fólk að gera sér góða grein fyrir því hvar áhugasvið þeirra liggur. Vera búið að átta sig á hæfileikum sínum og hverju það hefur áhuga á. Annars er hætt við að það vaði bara út í bláinn og taki hvaða starfi sem er sem endar oftast með stuttu stoppi í viðkomandi starfi. Til að gera sér grein fyrir hæfileikum og hvað maður vill gera er til dæmis hægt að tala við vini og vanda- menn, hringja í fyrirtæki og fá að koma til að kynna sér störf, taka til dæmis upplýs- ingaviðtöl við fólk sem vinn- ur í áhugaverðu starfi og annað í þeim dúr. Svo er að skrá sig á allar atvinnumiðl- anir og skoða hvað er í boði. Eins er jákvætt að hafa sam- band við fyrirtækin að fyrra bragði. Bíða ekki bara eftir því að haft sé samband við þig heldur hringja í fyrir- tæki sem virðast áhugaverð og fá að tala þar við stjórn- endur. Senda svo inn umsókn og minna reglulega á sig í kjölfarið,“ segir Hrefna. Margir Íslendingar hafa unnið ótalmörg störf frá unga aldri, er nauðsynlegt að setja allt í ferilskrána? „Nei, það myndi ég alls ekki segja. Þetta fer eftir því hverskonar starfi er verið að leita að, hvað fer í feril- skrána. Á sama tíma er óþarfi að fara lengra aftur en tíu til fimmtán ár, nema það komi starfinu sem verið er að sækjast eftir eitthvað sér- staklega við. Þannig er hægt að leggja góða áherslu á sumt en sleppa því að tíunda annað. Ef þessi störf eru viðkom- andi ekki til framdráttar þá er allt í lagi að sleppa því að segja frá þeim og það er engum ógreiði gerður með því. Sumir vilja tíunda hvert einasta atriði í ferilskránni, en það vill gera hana langa og flókna og nánast ólæsilega. Hnitmiðuð og skýr ferilskrá er mun betri fyrir atvinnu- rekendur að skilja,“ segir Hrefna og bætir því við að fólk megi líka vera jákvætt í eigin garð. „Flestir hafa góða reynslu að baki, menntun, hæfileika eða annað sem er þeim til framdráttar en marg- ir eru oft ekki nægilega með- vitaðir um það. Þannig draga margir úr eigin ágæti án þess að nokkur ástæða sé til og því er um að gera að vera jákvæð í eigin garð. Á sama tíma er vissulega gott að átta sig á eigin veikleikum og reyna um leið að bæta úr því með því að fara á námskeið eða gera annað til að styrkja þau svið sem úr má bæta en um leið er áríðandi að muna hvað maður getur og að allir hafa góða eiginleika og hæfi- leika,“ segir atvinnuleitar- sérfræðingurinn Hrefna Guðmundsdóttir að lokum. -mhg Ekki setja allt á ferilskrána Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Norðurál Hjá okkur starfa nú um 400 manns að margvíslegum verkefnum. Norðurál framleiðir árlega 220.000 tonn af áli til útflutnings og unnið er að stækkun álversins sem felur í sér að framleiðslugetan verður aukin í 260.000 tonn á þessu ári. Verkfræðingur á framleiðslusviði Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra sviðsins, öðrum sérfræðingum og vaktstjórum. Starfið felst í greiningu og stýringu kera, umsjón með stoðkerfum framleiðslunnar, þátttöku í stefnumótun framleiðslusviðs og sameiginlegum verkefnum milli deilda. Hér gefst færi á að taka þátt í spennandi uppbyggingar- og þróunarstarfi. Nánari upplýsingar veitir Gauti Höskuldsson, yfirverkfræðingur á framleiðslusviði. Fulltrúi í innkaupadeild Við óskum eftir að ráða duglegan einstakling í innkaupadeild. Starfið felur m.a. í sér tollafgreiðslur í inn- og útflutningi, stjórn og eftirlit með gámaflæði á svæði fyrirtækisins, kostnaðareftirlit og önnur tilfallandi störf innan innkaupadeildar. Hér gefst færi á að sinna fjölþættum verkefnum og vaxa í starfi . Við erum að leita að talnaglöggum einstaklingi með haldgóða tölvuþekkingu og reynslu af sambærilegum störfum. Heppilegt er að umsækjandi geti hafið störf fl jótlega. Nánari upplýsingar veitir Aksel Jansen, innkaupastjóri. Jafnrétti Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til að starfa hjá Norðuráli. Hvernig sækir þú um? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 12. mars n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina merkta: Verkfræðingur á framleiðslusviði eða Fulltrúi í innkaupadeild. Trúnaður Við förum með umsókn þína og allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Norðurál óskar að ráða öflugt fólk í eftirtalin störf: Verkfræðingur Innkaupafulltrúi A ug l. Þó rh ild ar 2 2 0 0 .3 4 5 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Leikskólinn Mánabrekka Mötuneyti Laust er til umsóknar starf í eldhúsi í Leikskólanum Mánabrekku Seltjarnarnesi. Leikskólinn leggur sérstaka áherslu á umhverfis- og náttúruvernd og er einn fárra leikskóla sem hlotið hafa Grænfánann. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16:00. Starfsmaður þarf að geta leyst matreiðslumann af í fjarveru hans. Áhugasamir hafi samband við Guðbjörgu Jónsdóttur, leikskólastjóra eða Otta Kristinsson matreiðslumann í síma 5959-280, sem veita allar nánari upplýsingar. Landform óskar eftir starfsfólki með skapandi hugsun og frumkvæði. Mörg áhugaverð og krefjandi verkefni í vinnslu og undirbúningi. Leitað er að landslagsarkitekt, skipulagsfræðingi eða arkitekt með reynslu af skipulags- og byggingarmálum. Landform fyrirhugar að setja upp starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu og í tengslum við hana að ráða verkefnisstjóra. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu á Autocad eða hliðstæðum teiknikerfum. Skrifleg umsókn sendist Landform ehf. Austurvegi 6, 800 Selfossi fyrir 7. mars 2007. Hafa má samband við Odd Hermannsson og farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Sjá heimasíðu Landform, Landform er 13 ára ráðgjafafyrirtæki sem vegna ört vaxandi verkefna fyrirhugar að setja upp starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða mun alhliða ráðgjöf á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags- og byggingarmála. Jafnframt er þörf fyrir aukin starfskraft á skrifstofu Landform á Selfossi vegna aukinna verkefna á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.