Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 4
Næstum jafn- margir segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og Vinstri græn, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, um 24 prósent. Samfylking mælist með örlítið meira fylgi en Vinstri græn. 24 pró- sent segjast myndu kjósa flokkinn, sem er tæpum fjórum prósentu- stigum minna en í könnun blaðsins sem birt var 11. febrúar. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 30,9 prósent atkvæða og 20 þingmenn kjörna, en þingmenn flokksins eru nú nítján, fjórum fleiri en flokkur- inn fengi kjörna nú samkvæmt könnuninni. Vikmörk eru fjögur prósentustig. Heldur fleiri konur en karlar segjast myndu kjósa Sam- fylkingu, 25,9 prósent kvenna og 22,5 prósent karla. Þá er fylgi flokksins aðeins meira á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. Fylgi Vinstri grænna mælist nú 23,5 prósent, sem er nánast sama fylgi og flokkurinn mældist með í síðustu könnun blaðsins. Vikmörk reiknast fjögur prósentustig. Flokk- urinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og fimm þing- menn kjörna. Þingmenn Vinstri grænna myndu því fjölga um tíu, yrði niðurstaða kosninga í sam- ræmi við þessa könnun. Heldur fleiri konur en karlar styðja Vinstri græn, 26,4 prósent kvenna en 21,2 prósent karla. Þá eru heldur fleiri á höfuðborgar- svæðinu sem styðja flokkinn en íbúar landsbyggðarinnar. Fylgi við Framsóknarflokkinn hefur rúmlega tvöfaldast frá síð- ustu könnun blaðsins og mælist nú 8,8 prósent. Fengi flokkurinn sam- kvæmt því fimm þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 2,6 prósentustig. Í síðustu kosningum hlaut flokk- urinn 17,7 prósent atkvæða og tólf þingmenn kjörna, sjö fleiri en Framsóknarflokkurinn fengi sam- kvæmt þessari könnun. Framsókn- arþingmennirnir eru nú ellefu. Lítill munur er á stuðningi við Framsóknarflokkinn eftir kyni, en nokkuð mikill eftir búsetu. Þannig segjast 14,9 prósent íbúa utan höf- uðborgarsvæðisins myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 4,9 pró- sent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Fylgi Frjálslynda flokksins dalar enn frá síðustu könnun blaðs- ins og segjast nú 6,1 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 7,3 prósenta. Vikmörk mælast 2,2 prósentustig. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá fjóra þingmenn kjörna, líkt og í síðustu kosningum þegar Frjáls- lyndi flokkurinn hlaut 7,4 prósent atkvæða. Það er einum þingmanni færra en flokkurinn hefur nú. Nokkuð fleiri karlar en konur segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. 7,4 prósent karla og 4,6 prósent kvenna. Þá er staða flokks- ins aðeins sterkari á landsbyggð- inni þar sem 6,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn, en á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem 5,6 pró- sent styðja frjálslynda. Fylgi Sjálfstæðisflokksins breytist ekki frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 36,9 prósent myndu kjósa flokkinn og myndi flokkurinn samkvæmt því fá 24 þingmenn kjörna. Vikmörk reikn- ast 4,5 prósentustig. Í síðustu kosn- ingum hlaut flokkurinn 33,7 pró- sent atkvæða og 22 þingmenn kjörna. Sjálfstæðismenn eru nú 23. Heldur fleiri karlar en konur styðja Sjálfstæðisflokkinn. 39,6 prósent karla segjast myndu kjósa flokkinn, en 33,5 prósent kvenna. Þá er stuðningur við flokkinn held- ur meiri á höfuðborgarsvæðinu, 39,7 prósent, en á landsbyggðinni. 32,6 prósent. Samanlagt fylgi við ríkisstjórn- arflokkana tvo er nú 45,7 prósent og fengju flokkarnir samanlagt 29 þingmenn kjörna. Hringt var í 800 kjósendur laug- ardaginn 24. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? Alls 55,3 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. 33,8 prósent sögðust óákveðin. 5,1 pró- sent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 5,9 prósent neituðu að gefa upp svar sitt. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerir engar athugasemdir við álit umboðs- manns Alþingis þess efnis að óheimilt hafi verið að innheimta endurnýjunargjald vegna einka- númera bifreiða. „Ég tel álitið vera eðlilegt og mun að sjálfsögðu bregðast við því. Málið verður tekið upp og það er nú þegar búið að skrifa bréf til Umferðarstofu. Í því er henni falið að framkvæma nauðsynlegar ráð- stafanir í samræmi við athuga- semdir umboðsmanns. Það felur væntanlega í sér endurgreiðslur til þeirra sem þegar hafa greitt gjaldið.“ Hægt hefur verið að fá sérstök einkanúmer á bifreiðar hér síðan 1996. Endurnýjunargjaldið átti að greiðast á átta ára fresti og því mun það hafa verið innheimt frá árinu 2004. Sturla segir því ekki um háar fjárhæðir að ræða og að væntanleg endurgreiðsla muni ná til tiltölulega fárra einstaklinga. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að sjálfsögðu verða farið að tilmælum sem berist úr ráðuneyt- inu. „Okkur er ljúft og skylt að fara eftir þeim breyttu reglum sem ráðuneytið boðar. Það höfum við gert hingað til og á því verður engin breyting.“ Gjöldin líklega endurgreidd Þrír piltar og ein stúlka voru handtekin af lögregl- unni á Akureyri í fyrrakvöld, grunuð um innbrot í verslun í Grenivík. Í fórum þeirra fannst nokkuð af þýfi. Fólkið er allt undir tvítugu og tveir piltanna undir átján ára aldri. Að sögn lögreglu leikur grunur á að þau kunni að tengjast fleiri innbrotum. Tvö af ungmennunum voru látin laus í gær en lögreglu þótti ástæða til að halda tveimur piltanna áfram. Þeir eru góðkunn- ingjar lögreglunnar. Málið er í rannsókn. Ungmenni grun- uð um innbrot Framsókn réttir úr kútnum Rúmlega helmingi fleiri segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn nú en í síðustu könnun Fréttablaðsins, en myndi samt missa rúmlega helming af fylgi sínu frá síðustu kosningum. Frjálslyndir mælast nú minnst- ir og segjast rúm sex prósent myndu kjósa flokkinn. Samfylking dalar frá síðustu könnun. Loðnuskipið Antares frá Vestmannaeyjum varð vélarvana um hádegi í gær með þrettán manna áhöfn um borð. Skipið var um sex sjómílur norður af Óðinsboða á Húnaflóa og rak í átt að boðanum. Skip Landhelgisgæslunnar voru ekki nálæg og var kölluð út þyrla og björgunaraðgerðir skipulagðar. Til happs varð að áhöfn Antares náði sambandi við togarann Frosta frá Grenivík sem tók skipið í tog. Skipin eru á leið til Þórshafnar og tekur förin um tvo sólarhringa. „Það er góð stemning um borð þrátt fyrir allt, við vonumst samt til þess að fara að ná inn sjón- varpi,“ segir Pétur Eyjólfsson, úr áhöfn Antares. Á leið í land eft- ir hrakningar Verkfræðingar vinna nú að því að koma 1.500 steypu- boltum ofan í virkan eldfjallagíg. Hver bolti vegur 250 kg. Fyrir níu mánuðum hóf gígur- inn að spúa drullu yfir nærliggj- andi olíuakra og þorp. 13.000 manns hafa flúið heimili sín og margir af helstu vegum til næst- stærstu borgar Indónesíu, Sura- baya, hafa lokast. Boltarnir eiga að hindra flæði drullunnar en margir hafa efast um ágæti áætlunarinnar. Þrýst- ingurinn gæti fundið sér aðra leið út og engin leið að spá fyrir um hvar það yrði. Sementsboltar ofan í eldfjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.