Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 10
Kommúnistaávarpið kemur út á prenti
Faðir okkar, bróðir, mágur og frændi,
Þórarinn J. Einarsson
Hátúni 10b, Reykjavík,
lést á heimili sínu 7. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Helga Þórarinsdóttir
Ómar Karl Þórarinsson
Steingerður Einarsdóttir Sigfús Gunnarsson
Kristín Einarsdóttir Einar Gústafsson
Þórlaug, Helga Soffía og Einar Örn.
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík
sími 587 1960 www.mosaik.is
LEGSTEINAR
TILBOÐSDAGAR
allt að 50% afsláttur
af legsteinum og
fylgihlutum
Sendum myndalista
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Eyjólfur Agnarsson
Dvergholti 25, Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósefsspítala föstudaginn 23. febrúar.
Sigríður Traustadóttir
Bryndís Eyjólfsdóttir Agnar Steinn Gunnarsson
Höskuldur Eyjólfsson Katrín María Benediktsdóttir
Dagbjört, Gunnar og Sóley.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns, tengdasonar, bróður, mágs og svila,
Sæmundar K.B. Gíslasonar
Sæbólsbraut 51, Kópavogi.
Erla Sigvaldadóttir
Ingibjörg Halldórsdóttir
Jóhannes Lúther Gíslason Erla Hafdís Steingrímsdóttir
Elísabet Sigvaldadóttir Guðlaugur Karlsson
Sigrún Sigvaldadóttir Kristján G. Jóakimsson
Þorsteinn Sigvaldason Kristín Þórmundsdóttir
Bogi Sigvaldason Ingunn Pálsdóttir
Dagbjört Sigvaldadóttir.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Það verður stór stund í lífi
Ólafs Jóhanns Borgþórssonar
þegar hann verður vígður til
prests. Auk þess markar vígsl-
an önnur tímamót, því Ólafur
Jóhann er aðeins á 26. aldurs-
ári og verður því yngsti prest-
ur landsins. „Ekki þó frá upp-
hafi,“ áréttar hann. „En þetta
er sannarlega skemmtilegt
þótt það sé auðvitað aukaat-
riði í sjálfu sér.“
Ólafur er Eyjapeyi og
ákvað það fyrir margt löngu
að gerast prestur. „Ég ákvað
það þegar ég var í 8. bekk og
hef haldið nokkuð fast í það
síðan. Það verður því ekki síst
skemmtilegt að fá brauðið í
ljósi þess að ég hef stefnt að
þessu lengi.“ Þótt Ólafur
Jóhann hafi lengi haft áhuga á
trúmálum er hann ekki kom-
inn af mikilli prestaætt. „Ég á
einn fjarskyldan ættingja sem
er prestur. Áhugi minn á starf-
inu kviknaði þegar ég var
ungur og starfaði mikið í
æskulýðsstarfi kirkjunnar í
Vestmannaeyjum. Þar fylgd-
ist maður með starfi prest-
anna og því sem fylgdi, þar á
meðal að taka þátt í stærstu
stundum í lífi fólks. Prestar
vinna að góðum hlutum og
auðvitað á trúin ríkan þátt í
þessu; að boða hinn æðsta boð-
skap er skemmtilegt og krefj-
andi verkefni sem mig langar
að taka þátt í.“
Ólafur Jóhann verður vígð-
ur til Seljakirkju og stígur því
sín fyrstu skref í prestsskap í
Reykjavík og líkar það vel.
„Ég er mikill landsbyggðar-
maður í hjarta mér og vissu-
lega væri spennandi að fara út
á land, en hér í borginni er
líka nóg af fólki. Ég hef starf-
að í Seljakirkju í hartnær tvö
ár, sinnt æskulýðsstarfi og
fleiru, og kann vel við mig í
þessari sókn.“
Ólafur býst við að halda
upp á daginn með fjölskyldu
sinni. „Við eigum sjálfsagt
eftir að gera eitthvað skemmti-
legt saman. Ég hlakka mikið
til, þetta verður ábyggilega
góður dagur og það er mikið
og spennandi starf fram
undan.“
„Þótt við hverfum frá verða
Bítlarnir alltaf til.“
Útvarpsmaðurinn og glæpa-
sagnahöfundurinn Ævar
Örn Jósepsson snýr aftur á
Rás 2 í dag og sest fyrir
framan hljóðnemann. Ævar
verður að venju með putt-
ana á púlsinum og hyggst
kryfja aðdraganda alþingis-
kosninga með sínum hætti í
þættinum Korter fyrir kosn-
ingar strax á eftir hádegis-
fréttum. Ævar ætlar að fá
til sín góða gesti sem ræða
um helstu áherslur og átaka-
línur flokkanna og stjórn-
mál almennt. Í þættinum
verður rökrætt og rifist um
öll helstu kosningamálin,
þau kapprædd og krufin til
mergjar af frambjóðendum
sem og fróðleiksfólki á sviði
stjórnmálanna úr öllum
stéttum þjóðfélagsins.
Ævar hyggst ekki láta
þar staðar numið heldur
ætlar hann að etja saman
fjölmiðlungum úr öllum
áttum í Spurningakeppni
fjölmiðlanna sem hefur
göngu sína á skírdag. Ævar
hefur stjórnað þættinum
um árabil við miklar vin-
sældir og greinilegt að ekk-
ert lát er á vinsældum
spurningaþátta á öldum
ljósvakans.
Ævar snýr aftur