Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 2
Óskar Jónsson augnlæknir
hefur ð störf við
Augnlæknastöðina Sjónlag
Óskar er augnskurðlæknir með áherslu á sjónhimnusjúkdóma og
augasteinsaðgerðir. Hann sinnir einnig almennum augnlækningum.
Tekið er á móti tímapöntunum alla virka daga
frá kl. 8:30-16:00 í síma 577 1001.
nna á vefsíðu Sjónlags www.sjonlag.is
Spöngin 39, 112 Reykjavík, s. 577 1001
Unnur Birna, hvernig er að
vera andlit íslenska hestsins?
Stærsta spænsku-
mælandi sjónvarpsstöð Banda-
ríkjanna, Univision Communicat-
ions, hefur verið dæmd til að
greiða jafnvirði 1,6 milljarða
króna í sekt fyrir að uppfylla ekki
kröfur um að sýna barnaefni með
fræðslugildi.
Talsmenn sjónvarpsstöðvar-
innar neituðu ásökununum og
bentu á að ýmsar sápuóperur á
dagskrá stöðvarinnar fjölluðu um
börn og kenndu þeim að ást,
kærleikur og vinátta sigraði allar
hindranir.
Fjarskiptanefnd Bandaríkj-
anna tók þau rök ekki gild og
gerði stöðinni að greiða sektina.
Risasekt á sjón-
varpsmarkaði
Mikill áhugi er á
umhverfisrannsóknum en 95
umsóknir
bárust til nýs
umhverfis- og
orkurannsókn-
arsjóðs
Orkuveitu
Reykjavíkur.
Sjóðurinn var
settur á
laggirnar
síðasta haust
og rann umsóknarfrestur um
styrki úr sjóðnum út á mánudag.
Samtals renna 450 milljónir til
rannsókna úr sjóðnum.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
stjórnarformaður Orkuveitunnar
og formaður sjóðsins, segir mikla
umræðu um loftslagsmál hafa
eflt áhuga ungs vísindafólks á að
leggja umhverfismál fyrir sig.
Þekking á þeim málum sé
framúrskarandi á Íslandi og
mikilvægt að halda þeirri forustu
sem hefur skapast.
Umræða ýtir
undir áhuga
Piltur og stúlka um
tvítugt voru handtekin í fyrradag
eftir að 710 grömm af hassi
fundust í fórum þeirra.
Parið var stöðvað við reglu-
bundið eftirlit lögreglu á Öxna-
dalsheiði á leið sinni frá Reykja-
vík.
Fólkið hefur komið við sögu
lögreglu vegna fíkniefnaneyslu
og þótti því rétt að rannsaka bíl
þess. Efnin fundust í farangrin-
um.
Daníel Snorrason, lögreglufull-
trúi á Akureyri, segir málið
meðal stærri fíkniefnafunda sem
hafa komið á borð lögreglunnar á
Akureyri. Ekki er enn vitað um
uppruna fíkniefnanna en rann-
sókn stendur yfir.
Piltur og stúlka
tekin með hass
Tvöfalt meira fjár-
magn þarf til vegamála á höfuð-
borgarsvæðinu en gert er ráð
fyrir í nýrri samgönguáætlun.
Þetta segir Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjór Hafnarfjarðar og formað-
ur Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu (SSH), en samtök-
in sendu frá sér ályktun um málið
á föstudag.
Að því er segir í ályktuninni stefn-
ir í óefni í umferðarmálum á höf-
uðborgarsvæðinu á næstu árum,
komi framlagðar þingsályktunar-
tillögur um samgönguáætlanir
fyrir árin 2007 til 2018 til fram-
kvæmda óbreyttar. Samtökin fara
þess á leit við samgöngunefnd
Alþingis að tillögurnar
verði endurskoðaðar og
að stórauknu fé verði
varið í samgöngubætur
á höfuðborgarsvæðinu.
Ný samgönguáætlun
gerir ráð fyrir 37 millj-
örðum til framkvæmda
á höfuðborgarsvæðinu
til ársins 2018, en Lúð-
vík segir að tvöfalda
þyrfti upphæðina. „Það
sjá það allir sem vilja að
gatnakerfið á höfuð-
borgarsvæðinu er gjör-
samlega sprungið. Það gengur
ekki að enn og aftur eigi að fara að
skammta einhverjum minnsta
hluta af vegafram-
kvæmdafénu inn á svæð-
ið þar sem stærstur hluti
þjóðarinnar býr.“
Lúðvík segir sam-
stöðu innan stjórnar
SSH bæði um það að
auka þurfi framlögin,
sem og æskilega for-
gangsröð verkefna. „Við
erum að tala um annars
vegar forgang á Hlíðar-
fótinn í gegnum Öskju-
hlíðina og Hafnarfjarð-
arveginn, sem er bara
stíflað rör alla morgna og síðdegi
og síðan Ofanbyggðaveg ofan
Hafnarfjarðar.“
Tvöfalda þarf fjárframlögin
Um þrjú hundruð nem-
endur við Háskóla Íslands voru
brautskráðir í gær. Þar af voru 96
manns að ljúka meistara- og við-
bótarnámi.
Kristín Ingólfsdóttir rektor
lagði áherslu á mikilvægi þess að
fjölga útskrifuðum doktorsnemum
í ræðu sinni.
Atvinnulífið geri vaxandi kröf-
ur um uppbyggingu doktorsnáms,
nauðsynlegt sé fyrir íslenskt sam-
félag að byggja hratt upp rann-
sóknartengt framhaldsnám til að
dragast ekki aftur úr öðrum Evr-
ópuríkjum í mótun þekkingarsam-
félags. Til að standast samkeppni
og mæta þörfum fyrirtækja sagði
Kristín ljóst að íslenskt samfélag
þyrfti á um hundrað nýjum dokt-
orum að halda árlega.
Kristín sagði að lykillinn að því
að hægt yrði að fjölga doktorsnem-
um sé meðal annars falinn í nýund-
irrituðum samningi Háskóla
Íslands og menntamálaráðuneytis.
Samningurinn legði áherslu á efl-
ingu starfsemi skólans, ekki síst
þegar kæmi að þeim greinum sem
tengjast íslenskri þjóðmenningu. Í
lok þessa árs yrðu sjö Rannsókna-
og fræðasetur Háskóla Íslands á
landsbyggðinni, megin viðfangs-
efni þeirra væru til dæmis rann-
sóknir á sviði landmótunar, lofts-
lagsbreytinga og sjávarlíffræði.
Með alþjóðlegu tengslaneti við
bestu háskóla í heimi hyggist
Háskóli Íslands tengja íslenskt
fræðastarf við alþjóðlega þekking-
arstrauma til hagsbóta fyrir alla.
Fjölga þarf doktorsnemum
Eldur kom upp í
einbýlishúsi að Staðarvör 10 í
Grindavík um eittleytið í gærdag.
Upptök eldsins voru í eldhúsi og
læsti eldurinn sig í loftklæðningu
hússins.
Svo vel vildi til að á sama tíma
stóð yfir námskeið í slökkvistöð-
inni í Grindavík fyrir slökkviliðs-
menn þar í bæ auk slökkviliðs-
manna frá Selfossi. Mannafla
skorti því ekki í útkallið og tók
skamma stund að ráða niðurlög-
um eldsins þó nokkurt tjón hafi
orðið. Lögreglan á Suðurnesjum
rannsakar málið.
Eldur læsti sig í
loftklæðningu
Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs, segir ein-
ungis tvo meginkosti í stöðunni
þegar kemur að myndun ríkis-
stjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur,
stjórn stjórnarandstöðuflokkanna
eða tveggja flokka stjórn með Sjálf-
stæðisflokki.
„Það er annars vegar að búa til
einhvern trúverðugan ríkisstjórn-
arvalkost án beggja stjórnarflokk-
anna, eða – ef menn hafa ekki kjark
og sjálfstraust í það – þá er ansi
hætt við því að hinn kosturinn yrði
að menn skráðu sig á biðlista eftir
því að vinna með Sjálfstæðisflokkn-
um.“
Steingrímur segir stjórn stjórn-
arandstöðuflokkanna augljósan
fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé
að útiloka samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn ef þær aðstæður koma upp
að óumflýjanlegt verði að taka það
til skoðunar.“
Landsfundur Vinstri grænna hélt
áfram í gær. Á fundinum var sam-
þykkt ályktun undir yfirskriftinni
Frelsum ástina – höfnum klámi þar
sem fagnað var þeirri einörðu sam-
stöðu sem myndaðist hérlendis
þegar erlendir klámframleiðendur
hugðust halda ráðstefnu hér í mars.
Í ályktuninni segir að samstaðan
sem myndaðist hafi verið yfir pólit-
íska flokkadrætti og bandalög hafin,
þjóðin hafi tekið undir með kvenna-
hreyfingu undanfarinna alda og
mótmælt klámvæðingu af krafti.
„Rannsóknir kynjafræðinga
hafa sýnt fram á sterkt samband
milli neyslu kláms og ofbeldis gagn-
vart konum og börnum. Í kjölfar
klámvæðingarinnar eru nauðg-anir
orðnar grófari og hópnauðg-anir
alvarlegri, í fullu samræmi við
þróun klámvæðingarinnar,“ sagði
meðal annars í ályktuninni.
Í drögum að samþykktum sem
liggja fyrir fundinum og teknar
verða til umræðu í dag er meðal
annars lagt til að stjórnarskrár-
binda jafnt hlutfall kynja á Alþingi
og í sveitarstjórnum, og að lögbinda
jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrir-
tækja.
Á fundinum voru Steingrímur og
Katrín Jakobsdóttir endurkjörin
sem formaður og varaformaður
flokksins, en engin mótframboð
komu fram gegn þeim. Þá var Sóley
Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa
Snædal lét af störfum. Guðrún
Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin
gjaldkeri og voru þær Sóley báðar
sjálfkjörnar.
Tveir kostir í boði
við stjórnarmyndun
Steingrímur J. Sigfússon segir ríkisstjórnarmyndun einungis geta farið á tvo
vegu, ríkisstjórn stjórnarandstöðu eða að einhver flokkur gangi í eina sæng með
Sjálfstæðisflokki. Steingrímur var endurkjörinn formaður VG á landsþingi í gær.
Forseti Ítalíu, Georgio
Napolitano, hefur beðið Romano
Prodi forsætisráðherra að sitja
áfram og bíða útkomu vantrausts-
tillögu. Prodi tapaði atkvæða-
greiðslu um utanríkisstefnu
ríkisstjórnarinnar í síðustu viku
og sagði af sér í kjölfarið.
Prodi samþykkti bón forsetans
og bíður nú atkvæðagreiðslunnar
sem að öllum líkindum fer fram á
miðvikudag. Talið er að 162
þingmenn séu á bandi ríkisstjórn-
arinnar og 157 á móti henni, en ef
svo er heldur hún velli. Atkvæði
ganga hins vegar kaupum og
sölum í þinginu og því er ógjörn-
ingur að segja til um útkomuna.
Prodi bíður at-
kvæðagreiðslu