Fréttablaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 66
F
resturinn sem Banda-
ríkin gáfu Írönum til að
hætta kjarnorkufram-
leiðslu er liðinn en hér
er ég enn þá, les fréttir
á netinu, segi fólki og
þau hlæja. Hér er enginn að spá í
pólitískan fréttaleik Vesturlanda.
Þegar ég sé fréttamyndir á
CNN frá Teheran finnst mér eins
og ég sé að horfa á bíó. Sömu
myndirnar af öskrandi mönnum í
einhverjum mótmælum, kannski
1% af þjóðinni. Þetta eru myndirn-
ar sem Vesturlönd fá að sjá. Raun-
veruleikinn hér á götum borgar-
innar er allt annar.
Ég hef heyrt fólk segja að helsta
vandamál Íran sé landafræði. Íran
fæddist á vitlausum stað á landa-
kortinu. Það er ekki hægt að líkja
Íran við nágrannalöndin Írak eða
Afganistan. Teheran er reyndar
engin venjuleg borg og andstæð-
urnar miklar, hér er bæði fólk sem
er jafnvel vestrænna en ég sjálf og
fólk sem les Kóraninn.
En það sem
helst einkennir
Íran er fólkið.
Hvergi hef ég
hitt fólk sem er
jafn hjálpsamt,
vingjarnlegt
og gestrisið.
Það þarf
ákveðna sjálfs-
bjargarvið-
leitni til að lifa
af í þessari
borg og Teher-
an er ekki endi-
lega auðveldasta borgin til að ferð-
ast til einn. Hún er mjög
óútreiknanleg en fyrir þá sem hafa
gaman af því að týnast í stórborg-
um þá er Teheran staðurinn.
Leigubílakerfið hérna er til
dæmis mjög sniðugt ef maður veit
hvað maður er að gera en mjög
flókið þegar maður er algjörlega
týndur. Hver sem er getur verið
leigubíll þannig að maður stendur
á götuhorni og galar inn um bílrúð-
una nafnið á götunni sem maður er
að fara á. Ef bíllinn er á þeirri leið
þá hoppar maður inn og það er
algengt að bíllinn fyllist á leiðinni
þannig að maður er alltaf í bíl með
ókunnugum og oft eru farþegarnir
fleiri en sætin gera ráð fyrir.
Bílferð í Teheran getur verið
ágætis rússibanaferð. Hér er mjög
þétt, brjáluð traffík og bílstjórarn-
ir reyna stöðugt að finna leið til að
komast aðeins hraðar. Umferðar-
reglur eru af skornum skammti og
akreinar ekki til að hafa áhyggjur
af. Hringtorg eru algeng en það
sem væri kannski fimm akgreina
hringtorg annars staðar er ein stór
kaos í Teheran. Bílarnir eru líka
flestir eldgamlir og vel beyglaðir á
alla kanta.
Til að komast yfir götu, sem
flestar eru með nokkrum akgrein-
um í báðar áttir og stöðugri
umferð, þarf einfaldlega að demba
sér af stað og vona að bílarnir hægi
á sér. Það er mikil list að velja
rétta augnablikið og núna æði ég
af stað eins og ekkert sé sjálfsagð-
ara. Oft er reyndar gripið í hönd-
ina á mér og ég leidd yfir götur.
Þannig er fólkið í Íran, alltaf að
passa mig.
Ég gleymi aldrei konunni sem
ég spurði til vegar einn daginn,
hún skildi enga ensku og gat ekk-
ert talað við mig. Hún skildi hins
vegar hvert ég var að fara, tók í
höndina á mér og leiddi mig af
stað. Þegar ég reyndi að segja
henni að ég myndi koma mér á
leiðarenda sjálf hlustaði hún ekki.
Næsta sem ég vissi sátum við tvær
í leigubíl. Klukkutíma og tveimur
leigubílaferðum síðar, sem ég
mátti alls ekki borga fyrir, var hún
ennþá með mér og skildi ekki við
mig fyrr en ég var komin heim.
Ég gleymi heldur aldrei þegar
ég var að spóka mig um í verslun-
armiðstöð í ofurfínu hverfi með
ofurfínum búðum. Í einni búðinni
þar sem viðskiptavinirnir voru
uppteknir við að skoða og máta
Prada og Dolce&Gabbana, tók
verslunareigandinn rándýra tösku
úr einni hillunni, setti í poka og
rétti mér. Ég skildi ekki hvað var
að gerast og neitaði að taka við
henni. Hann sagði mér að þegar ég
færi heim þá vildi hann að ég ætti
þessa minningu frá Íran, að ég
gæti labbað inn í búð og gengið út
með gjöf. Og svo margþakkaði
hann mér fyrir að koma til Íran.
Núna sit ég hér með forláta
bleika tösku þakta bleikum gim-
steinum sem ég mun líklega aldrei
nota en með minningu um fólkið í
Íran sem ég mun aldrei gleyma.
Þegar ég hitti fólk hér er mér
oftar en ekki þakkað fyrir að heim-
sækja Íran. En eftir þessa heim-
sókn á ég svo margt að þakka
þessu fólki, ekki hvað síst fyrir að
breyta því hvernig ég hugsa um
heiminn, fólk, stríð og frið.
hannabjork@gmail.com
Leidd um götur borgarinnar
„Tungumálin eru eins og tjöld úr
guðvef. Þau hefur hönd drottins
ofið úr þráðum málfærisins og
þanið út yfir þjóðirnar, svo að hvert
þjóðfélag er út af fyrir sig, undir
sínu tungumálstjaldi, eins og heim-
ilisfólk undir húsþaki; allt, sem þar
er talað og ráðgert inni, er hulinn
helgidómur fyrir öllum út í frá. Og
þetta tjald, svo mikið og margbrot-
ið sem það er, getur maðurinn þó
flutt með sér, hvert á land sem
hann fer, og falið það undir tungu-
rótum sínum; og hann getur varla
skilið það við sig, því það er eins og
gróið við góm hans.“
Þannig skrifar Sveinbjörn Hall-
grímsson í Þjóðólf 1849. Ef til vill
finnst einhverjum mál hans nokk-
uð hátíðlegt og um of blandið þjóð-
erniskennd, en óneitanlega er vel
að orði komist.
Ég bjó til nýtt orð á liðnu sumri,
reyndar alveg ósjálfrátt. Ég var að
tala í síma við Vigdísi Finnboga-
dóttur, og hún sagðist þá hafa verið
að hugsa til mín. Ég þakkaði henni
fyrir það og kvaðst hafa hugboð
um að ég ætti hjá henni hugsæti.
„Já,“ svaraði hún, „og í það sest
enginn nema þú.“ Ég kannaði málið
hjá Guðrúnu Kvaran hjá Orðabók
háskólans og fékk staðfest að orðið
hugsæti væri ekki á skrá. Svona
geta ný orð fæðst og mér þykir
vænt um að eiga mér hugsæti hjá
góðum vini.
var sagt í Ríkisútvarpinu nýlega,
og finnst mér það skýrt dæmi um
óþarft stofnanamál. Aldrei verður
of oft tekið fram að íslenska er
ekki nafnorðamál eins og enska, og
fer einatt illa á því að hrúga eða
skeyta saman nafnorðum. Eða búa
til nafnorð að óþörfu. Mér finnst
ljótt að tala um „sýnileika fyrir-
tækja“, hvað svo sem átt er við
með því. Má ekki alveg eins segja
að fyrirtækin „sjáist betur“, „verði
sýnilegri“ eða „meira áberandi“?
Orðið sýnileiki er að vísu í orða-
bókum, en orð af þessu tagi ber að
fara með af gát.
heyrist æ oftar. Hvernig gráða er
stærðargráða? Orðið gráða er haft
um mælieiningu fyrir hita, horn,
lengd og breidd jarðar í mælingu
milli póla, en einnig um lærdóms-
stig, sbr. prófgráða. En gráða
mælir ekki stærð – og stærðar-
gráða bætir engu við stærð og á
engan rétt á sér. Trúlega enn ein
áhrif úr ensku þar sem sagt er to a
certain degree. Slíkt er ekki hægt
að þýða beint á íslensku, þar sem
hugsun er öðru vísi. Galdurinn við
þýðingu er að lesa málsgrein á
erlendu máli og spyrja sig síðan
hvernig hliðstæða hugsun megi
orða á íslensku. Ekki þýða orð af
orði.
Í Skagafirði norður sendi Jakob
Pétursson Páli Sigurðssyni í
Varmahlíð eitt sinn þessa dýru
braghendu:
Þeystir á hesti, hresstir gesti,
hreinlundaður,
úti á verstu vegum glaður
varstu bestur ökumaður.
Vilji menn senda mér brag-
hendu eða góðfúslegar ábendingar:
npn@vortex.is
Hljóðfæri hugans
Leystu
krossgátuna!
þú gætir eignast
The Devil wears Prada
á DVD!
Dregið úr réttum svörum n.k.
fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón.
Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.