Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 24

Fréttablaðið - 25.02.2007, Side 24
 - Sjón, bragð-, lyktar- og snertiskyn mannsins eru öflugustu mælitækin þegar matvörur eru metn- ar að gæðum. Kolbrún Sveinsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Matís, er í sérþjálfuðum hópi sem fæst við slíkar prófanir. Þær kallast skynmat. „Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Það er notað víða í gæðaeftirliti og Matís heldur meðal annars nám- skeið í því fyrir önnur fyrir- tæki. Einnig er algengt að við fáum vörur til skoðunar. Það getur verið fiskur, kjöt, kex, popp eða hvað sem er,“ segir Kolbrún þegar hún er spurð út í starf sitt við skyn- matið. Hún er líka tilbúin að útskýra það nánar. „Ef við hugsum okkur matvöru sem á að setja á markað þá getum við til dæmis metið geymslu- þolið samhliða öðrum mæl- ingum. Matvælafyrirtæki leita til okkar ef vandamál koma upp til dæmis í bragði eða lykt og ef verið er að breyta einhverju í fram- leiðsluferli matvöru er mik- ilvægt að vita hvort breyt- ingin hefur einhver áhrif. Því prófum við vöruna fyrir og eftir breytingu.“ Fyrirtækið Matís tók til starfa um síðustu áramót er Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti, rannsóknastofa Umhverfisstofnunar og líf- tæknifyrirtækin Prokaria og Iceprotein sameinuðust. Kol- brún kveðst hafa verið hjá fyrstnefndu stofnuninni. „Ég kom hingað fyrst 1999. Þá var ég að vinna að masters- verkefni sem fjallaði um þróun gæðastuðulsaðferðar til að meta ferskleika á heil- um laxi. Sú aðferð hefur verið löguð að fleiri fiskteg- undum og við gáfum meðal annars út bók á nokkrum tungumálum um hana í sam- vinnu við nokkrar sambæri- legar stofnanir í Evrópu,“ lýsir hún. Sérútbúin aðstaða með aðskildum básum er fyrir skynmatið í Matís. Þangað koma dómarar og meta mat- vælin. „Þeir mega ekki hafa neinar upplýsingar sem gætu haft áhrif á skynmatið því það eru eiginleikar vörunnar sem skipta máli. Svörunum er safnað í tölvu og niður- stöðurnar unnar tölfræðilega og túlkaðar af skynmats- stjóra,“ lýsir Kolbrún. Í skynmatshópnum hjá Matís eru 16-18 manns sem hafa farið í gegnum nokkurs konar grunnþjálfun. Kol- brún segir algeng orð úr mæltu máli notuð við skyn- matið og tiltekur nokkur sem gætu komið fyrir við mat á eldisþorski: Sæt lykt, skelfisklykt, kjötlykt, soðin mjólk, kartöflur, frysti- geymslulykt, harðfisklykt, súr lykt og brennisteinslykt. Um útlitið orð eins og ljós, dökkur, einsleitur og mislit- ur. Bragðið getur verið málmkennt, sætt, rammt, frystibragð, sigið bragð og við skoðun áferðar orðin mýkt, safi, meyrni og fleira. Bakgrunnur þeirra sem stunda skynmat skiptir ekki máli að sögn Kolbúnar. „Aðalatriðið er að fólk sé samviskusamt og hafi áhuga og eðlilegt næmi,“ segir hún. „Það er líka þægilegt að hafa fólk í hópnum sem á auðvelt með að mæta því hingað koma oft óvænt verkefni sem þarf að meta strax.“ Skynfæri mannsins bestu mælitækin Impra, nýsköpunarmið- stöð Iðntæknistofnunar, er að hefja nýtt námskeið í þjónustugæðum þar sem kennd er aðferðafræðin sem liggur að baki framúr- skarandi þjónustu. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur tileinki sér aðferðafræðina sem ligg- ur að baki framúrskarandi þjónustu. Meðal annars að læra að líta á sérhverja kvört- un sem gjöf og ókeypis ráð- gjöf sem hægt er að nýta til að bæta þjónustuna í stað þess að taka reiði viðskipta- vina persónulega. Markvissar umbætur í þjónustu eru lykilatriði til að efla góða þjónustu og skapa forskot í samkeppni. Námskeiðið er ætlað fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Námskeiðið fer fram í fjögur skipti og kostar 15.000 krónur. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef IMPRU. www.impra.is Kvartanir skapa forskot

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.