Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 10
Ivan Simonovic,
fulltrúi Króatíu hjá Alþjóða-
dómstólnum í Haag, segir að
hugsanlega muni Króatía falla
frá ákæru á hendur Serbíu
fyrir þjóðarmorð, eftir að
dómur er fallinn í sambæri-
legu máli Bosníu á hendur
Serbíu.
Dómstóllinn sýknaði Serbíu
af þjóðarmorðsákæru Bosníu-
manna, en sagði jafnframt að
Serbar hefðu brugðist skyldum
sínum með því að gera ekki allt
sem þeir gátu til að koma í veg
fyrir þjóðarmorðið í Srebreni-
ca árið 1995.
Simonovic segir að Króatar
muni líklega reyna að semja
beint við Serba um bætur, en
láta því aðeins reyna á dóms-
málið að engir samningar
takist.
Króatar vilja nú
semja við Serba
Upplýsingavefur
vegna alþingiskosninganna 12.
maí opnaði í gær. Vefurinn, sem
er í eigu og umsjón dómsmála-
ráðuneytisins veitir hagnýtar
upplýsingar um kosningarnar.
Á vefnum er að finna fróðleik
sem á að nýtast bæði almennum-
kjósendum og stjórnmálasam-
tökum.
Ennfremur er fjallað um lög
og reglugerðir, framkvæmd
kosninga og birtar tölulegar
upplýsingar fyrir alla sem vinna
að kosningunum.
Kjósendur geta nýtt sér
vefinn þegar nær dregur
kosningum til að fá upplýsingar
um framboðslista og kjörstaði.
Slóðin er kosning.is
Fróðleikur um
kosningar
Mótmælendur í
Kaupmannahöfn létu til skarar
skríða á ný í gærkvöldi, daginn
eftir að lögreglan hafði rýmt Ung-
dómshúsið á Norðurbrú, sem ára-
tugum saman hefur verið vinsæll
samkomustaður unga fólksins í
Kaupmannahöfn.
Mikil átök urðu þar í fyrra-
kvöld og var búist við að hama-
gangurinn yrði ekki minni í gær-
kvöldi. Mótmælendur voru
staðráðnir í að ná húsinu aftur á
sitt vald.
„Það er samt búið að vera mjög
rólegt hérna í dag, en ég hugsa að
það sé lognið á undan storminum,“
sagði Guðrún Ísaksdóttir hár-
greiðslukona í Kaupmannahöfn
þegar Fréttablaðið náði tali af henni
síðdegis í gær. Guðrún starfar
ásamt fjórum öðrum Íslendingum á
hárgreiðslustofunni Street Cut við
Nørrebrogade, sem er skammt frá
Ungdómshúsinu á Jagtvej 69 sem
lætin snúast öll um.
„Við erum í miðri baráttunni.
Það var bál hérna fyrir utan í gær-
kvöldi,“ segir Guðrún. „Það var
leitað á einum fyrir framan glugg-
ann hjá okkur. Hann var með mót-
mælaspjald grey maðurinn og var
bara tekinn og þreifaður upp og
niður.“
Annars hafði starfsfólkið á hár-
greiðslustofunni lítið orðið vart
við átökin, hvorki á fimmtudaginn
né í gær: „Við lokum klukkan fjög-
ur, en klukkan fimm hófust mót-
mælin og þá varð allt vitlaust.“
Í gærmorgun hófust aðgerðir á
því að nokkrir mótmælendur
lögðu undir sig höfuðstöðvar Sósí-
aldemókrataflokksins í Kaup-
mannahöfn. Tveimur tímum síðar
yfirgáfu þeir flokksskrifstofurnar
friðsamlega.
Lítið bar síðan til tíðinda fyrr en
undir kvöldið þegar mótmælendur
söfnuðust saman klukkan 19 í Folk-
ets Park. Klukkan 22 hófst síðan
fjöldaganga frá Gamlatorgi á Strik-
inu með lifandi tónlist og var haldið
þaðan í áttina að Norðurbrú, aðal-
vettvangi átakanna. Loks var plan-
ið að safnast saman við Sankt Hans
Torv á miðnætti og fylgja þaðan
„græna fánanum“ á vit frekari
aðgerða, eins og það var orðað á
heimasíðu mótmælenda.
„Annars er merkilegt að yfir-
leitt í kringum þessa stóru götu-
bardaga gengur lífið hérna sinn
vanagang,“ sagði Jón Runólfsson,
forstöðumaður í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn, sem hafði fylgst
grannt með fréttum af atburðun-
um þegar Fréttablaðið talaði við
hann í gær. „Maður getur jafnvel
séð konu á hjóli fara sína leið í
gegnum mannfjöldann eða ein-
hver með barnavagn. Það er mjög
danskt.“
Staðráðnir í því að
ná Ungdómshúsinu
Lögreglan í Kaupmannahöfn hafði mikinn viðbúnað í gær og reiknaði með
átökum í gærkvöldi og nótt. Mótmælendur eru staðráðnir í því að ná Ungdóms-
húsinu aftur á sitt vald. Frekari mótmælaaðgerðir eru boðaðar næstu daga.
Íslenska ríkið hefur
verið dæmt til að greiða þrítugum
karlmanni rúmar sexhundruð
þúsund krónur í skaðabætur.
Hluti af hægra eyra mannsins var
bitið af honum í áflogum í miðbæ
Reykjavíkur í febrúar árið 2004.
Ekki er vitað hver beit í eyra
mannsins.
Í slíkum tilfellum er íslenska
ríkið skaðabótaskylt.
Íslenska ríkið vildi sýknu af
kröfu mannsins því talið er að
hann hafi meðal annarra átt
upptök að slagsmálunum.
Dómurinn féllst ekki á þetta en
jánkaði þessum rökum þegar
manninum voru dæmdar lægri
skaðabætur en þær rúmlega
fjórtánhundruð þúsund krónur
sem hann fór fram á.
Hægra eyrað
bitið af manni