Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 12

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 12
Íslenskar rannsóknir benda til þess að hlutfallslega fleiri íslensk börn greinist með nýrnasteina en börn í flestum öðrum vestrænum löndum. Tíðni nýrnasteina meðal fullorðinna Íslend- inga er hins vegar svipuð og í öðrum vestrænum samfélögum. Á undanförn- um árum hafa orðið miklar framfarir á skilningi manna á orsökum nýrnasteina en vitað er að þarna er á ferð- inni mjög flókið samspil erfða og umhverfisþátta þar sem mataræði leikur veigamikið hlutverk. Hópur íslenskra vísindamanna undir forystu Viðars Eðvarðssonar barnalæknis hefur unnið að braut- ryðjendarannsóknum á þessu sviði hérlendis undanfarin ár og á dög- unum hlaut Viðar viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðar- sonar læknis fyrir rannsóknir á steinsjúkdómi í nýrum. „Það er auðvitað mikill heiður að fá þessa viðurkenningu og hvetjandi eftir alla þá gríðarlegu vinnu sem búið er að leggja í þessar rannsóknir,“ segir Viðar og leggur áherslu á að þeir félagar hans Runólfur Páls- son, yfirlæknir nýrnalækninga á LSH, og Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum, eigi ekki síður sinn þátt í þeim árangri sem náðst hafi. Steinsjúkdómur í nýrum eða nýrnasteinar eins og fólk þekkir þetta vandamál í daglegu tali herj- ar einkum á hinn hvíta kynstofn mannkyns, óháð búsetu, og á sér því erfðafræðilegar skýringar. Hugmyndin að því að rannsaka erfðafræðiþáttinn að baki auknu kalsíum í þvagi og myndunar nýrnasteina meðal Íslendinga kviknaði hjá Viðari er hann var í þjálfun í nýrnalækningum barna í Bandaríkjunum 1992-1995. Hann og Runólfur Pálsson höfðu einnig rætt þessi mál á námsárum í Bandaríkjunum en þarna mótaðist hugmyndin. „Við settum síðan saman formlegan rannsóknarhóp kringum aldamótin og það sem við lögðum áherslu á var nýrnasteinar og síðan langvinnir nýrnasjúk- dómar í framhaldi af því,“ segir Viðar. Þeir byrjuðu á að gera faralds- fræðirannsókn til að átta sig á hversu algengir þessir sjúkdómar væru á Íslandi og hvort þeir legð- ust mismunandi á karla og konur, og kortlögðu útbreiðslu og alvar- leika þeirra. „Þannig höfum við á síðustu árum safnað upplýsingum um liðlega 6.000 Íslendinga sem greinst hafa með nýrnasteina allt frá árinu 1984 og höfum borið þær saman við sambærilegar erlendar upplýsingar.“ Niðurstöður rannsóknanna benda eins og áður segir til þess að algengi nýrnasteina í fullorðnum Íslendingum sé svipað og í öðrum vestrænum samfélögum. „Það sem hins vegar kom okkur á óvart var að nýgengi sjúkdómsins í íslensk- um börnum er með því hæsta sem greinst hefur á Vesturlöndum ef miðað er við sambærilegar erlend- ar rannsóknir.“ Ástæður þessa eru ekki fylli- lega ljósar að sögn Viðars en hann segir líklegast að erfðafræðiþátt- urinn ráði miklu, það er að mynd- un nýrnasteina sé ættlæg. „Of mikið kalsíum í þvagi eykur hættu á myndun nýrnasteina hjá bæði börnum og fullorðnum en þessi áhættuþáttur er algengur hjá íslenskum börnum. Niðurstöður fjölda erlendra rannsókna benda eindregið til þess að of mikið kals- íum í þvagi sé ættlægt vandamál sem í mörgum fjölskyldum erfist ríkjandi.“ Þá vakti það einnig athygli vís- indamannanna að algengi nýrna- steina virðist hafa aukist umtals- vert hér á landi síðustu 20-25 árin, sem er svipað því sem lýst hefur verið í fleiri vestrænum samfélög- um. Telur Viðar líklegt að breytt neyslumynstur samfélagsins hafi þarna mikið að segja. „Ýmislegt bendir til þess að tengsl séu á milli aukinnar stærðar matarskammta, gríðarlegrar aukningar á neyslu sætra gosdrykkja, ofþyngdar og aukinnar neyslu á salti og hitaein- ingum annars vegar og myndunar nýrnasteina hins vegar. Sama gild- ir reyndar einnig um ýmsa aðra sjúkdóma svo sem sykursýki.“ Ekki er ljóst að sögn Viðars hvernig ofþyngd og aukin neysla hitaeininga eykur hættu á nýrna- steinum en vitað er að truflanir á virkni insúlíns auka hættu á stein- myndun í nýrum. Flestir sjúkling- ar með nýrnasteina eru hins vegar í eðlilegum holdum. Í tengslum við rannsóknir sínar á um 6.000 Íslendingum sem greinst hafa með nýrnasteina hafa Viðar og félagar hans fundið um það bil þrjátíu sjúklinga með gríðarlega sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm sem leiðir oftast til myndunar nýrnasteina og jafnvel nýrnabil- unar. Efnaskiptasjúkdómurinn var sem sagt þekktur og lækningin við honum sömuleiðis en vandinn fólst í því að erfiðlega gekk að greina sjúklingana. „Með þau rannsókn- argögn sem við höfðum aflað okkur gátum við farið kerfisbund- ið gegnum ákveðnar fjölskyldur og fundið þá einstaklinga sem voru í augljósri áhættu með að fá nýrna- steina og jafnvel nýnabilun. Þetta fólk var síðan sett í meðferð og þannig tókst í nánast öllum tilfell- um að koma í veg fyrir að það veiktist. Þröstur Laxdal barna- læknir vann mikið frumkvöðla- starf á þessu sviði en þessi hluti rannsóknarinnar var að miklu leyti byggður á starfi hans.“ Í framhaldi af niðurstöðum rann- sókna sinna hafa Viðar og félagar hans í auknum mæli beint sjónum að því að finna ástæður þess að fólk fær nýrnasteina. „Okkur lang- ar til að nýta það fé sem fylgir við- urkenningunni sem við fengum til að undirbúa rannsókn á erfðafræði nýrnasteina. Slík erfðafræðirann- sókn er að minnsta kosti tíu ára langtímaverkefni þó í raun megi segja að rannsóknum sem þessum ljúki aldrei.“ Þeir hafa þegar unnið ýtarlega rannsóknaráætlun og ætla að sækja um styrk til bandarísku heil- brigðismálastofnunarinnar, The National Institute of Health, en rannsókn af þessu tagi kostar gríð- arlega peninga. „Við ætlum að vinna þetta í nánu samstarfi við þekkta bandaríska vísindamenn frá University of Chicago, New York University, Case Western Reserve University í Ohio og Uni- versity of Pennsylvania. Þetta er hópur sem við höfum náð að setja saman en þetta er eina leiðin til að gera rannsóknir sem þessar. Það skiptir öllu að geta fengið stóra fjármögnun úr samkeppnissjóði erlendis.“ Um líkurnar á því að þeim takist að hljóta þennan styrk segir Viðar að vitað sé að bandaríska heil- brigðismálastofnunin vilji fá góða styrkumsókn á þessu tiltekna sviði, en rannsókn sem þessi hefur ekki áður verið gerð. „Við vitum að fulltrúar stofnunarinnar eru mjög hrifnir af hugmyndum okkar, en valinn hópur bandarískra vísinda- manna með sérþekkingu á þessu sviði ræður hins vegar hvaða umsóknir eru styrktar hverju sinni, ekki bara stofnunin sem slík. En góð umsókn á alltaf möguleika og við höfum vandað mjög til verksins. Það er frekar óvenjulegt að styrkumsókn fari í gegn í fyrstu umferð, ef hún kemur til greina koma yfirleitt einhverjar spurn- ingar og svo lagfæringar í kjölfar- ið og síðan styrkur. Þetta kemur í ljós í haust en okkur dreymir um að fá þessa fjármögnun, það væri afar gott fyrir okkar rannsókna- hóp að fá erlendan styrk af þessu tagi,“ segir Viðar Eðvarðsson barnalæknir. Mataræði hefur áhrif á myndun nýrnasteina Of mikið kalsíum í þvagi eykur hættu á myndun nýrnasteina hjá bæði börnum og fullorðnum en þessi áhættuþáttur er algengur hjá íslenskum börnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.