Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 19

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 19
ÍFréttablaðinu í gær birtist frétta-skýring með fyrirsögninni að misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfj- um hefði aukist gríðarlega. Tilvitn- unin er í skýrslu alþjóðlega fíkni- efnaeftirlitsins og á við ástandið í heiminum. Hins vegar tekur blaðið dæmi af lyfjunum rítalíni og amfetamíni hér á landi. Rétt er að þau lyf eru misnotuð, en sú misnotkun stafar að langmestu leyti af ólöglegum innflutningi, á svipaðan hátt og fólk flytur inn hass, kókaín og önnur ólögleg vímuefni. Með lyfjagagnagrunni Land- læknisembættisins er hægt að fylgjast nákvæmlega með útskrift- um lækna á öll lyf. Staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem fær útskrifað rítalín hefur minnkað stórlega undanfarin ár, en rítalín er það form metýlfenídats, sem er helst misnotað. Hér ber að geta þess að virka efnið í rítalíni (met- hylphenydat) er nú komið í forða- töflur, sem fíklar sækjast ekki í ef þeir eiga völ á öðru. Fjöldi einstakl- inga árið 2003, sem notaði „hreint“ rítalín sem slíkt var 2.124, en 1.011 árið 2006 og hafði því fækkað um 52%. Samanlagður fjöldi þeirra einstaklinga sem nota annað hvort rítalín eða forðatöflur hefur hins vegar lítið breyst undanfarin þrjú Er aukning á notkun „læknadóps“ á Íslandi? ár, en þessi lyf eru notuð við ofvirkni og athyglisbresti með góðum árangri. Skammturinn er þá 100 sinn- um minni en þeir sem fíklar nota. Hvað varð- ar amfetamín hefur það verið skrifað út í mjög litlum mæli af læknum undanfarin ár. Árið 2003 skrifuðu læknar hér á landi það út fyrir 131 einstaklinga, en aðeins 98 einstaklinga árið 2006, sem er 25% minnkun. Amfetamín er notað á fullkomlega eðlilegan hátt við einstaka sjaldgæfa sjúk- dóma, einkum drómasýki, sem veldur því að fólk sofnar við óeðli- legar aðstæður. Sjúkdómur þess fólks á ekkert skylt við fíkn, en lyfið gerir því mikið gagn. Baráttan við misnotkun lyfja, bæði lyfja frá læknum og lyfja sem flutt eru inn ólöglega, heldur áfram. Mikilvægasta fréttin er sú að allt bendir til þess að við séum að ná all- góðum árangri, en baráttan heldur áfram. Gleymum því hins vegar ekki að sum þessara lyfja eru notuð á fullkomlega löglegan hátt af sjúklingum sem hafa af því mikið gagn. Mikilvægt er að henda ekki barninu út með baðvatninu. Höfundur er landlæknir. Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störf- um sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðar- málum lands- manna. Fyrsti formaður Umferðarráðs var Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í fjórtán ár. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því emb- ætti. Tók hann í því sambandi sér- staklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórð- arsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægju- leg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra skipaði Óla framkvæmda- stjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formað- ur Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmál- um er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóða- samband umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Fyrir samvinnuna í Umferðar- ráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjart- anlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur. Greinin er birt í fullri lengd á www.visir.is Óli H. Þórð- arson hættir störfum SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 SKÍÐA- OG BRETTAÚTSALA skíði · skór · bindingar · stafir · bretti og brettabúnaður · skíðafatnaður · brettafatnaður ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 36 49 9 02 /0 7 30-50% afsláttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.