Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 26

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 26
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tón- leikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórn- aði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisárs- ins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pönt- uð þrjú ný verk fyrir sveitina en tón- skáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrif- að áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Auk- inheldur munu yngstu meðlimir sveit- arinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðru- vísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist,“ útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnugleg- ir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er full- gildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóð- færaleikararnir er aðeins níu ára gaml- ir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann,“ segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakk- arnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána,“ segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka.“ „Bestu úrslitin eru sigur, ásættanleg úrslit ef við erum lélegir í leiknum eru jafntefli, verst er tap. Það eru bara þessir þrír möguleikar til.“ Rússar draga sig úr fyrri heimsstyrjöld Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þorsteins Arnars Andréssonar Bröttuhlíð 8, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eir fyrir alla umönnun og hlýju. Friðbjörg Óskarsdóttir Lilja Þorsteinsdóttir Snorri Árnason Kristín Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Leví Pálmason Alda Þorsteinsdóttir Vignir Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Margrét Magnúsdóttir til heimilis að Strandvegi 43A, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsi Selfoss fimmtudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Aðventistakirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 9. mars kl. 13.30. Jóhann Þórisson Þórný Kristmannsdóttir Erlendur Þórisson Harpa Kristinsdóttir Magnús Þórisson systkini, barnabörn og barnabarnabörn. 80 ára í dag Guðmundur Magnússon Byggingarmeistari, Akranesi. Eiginkona hans er Ástríður Þ. Þórðardóttir. Þau verða að heiman með börnum sínum og fjölskyldum þeirra á afmælisdaginn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengda- móður, ömmu og langömmu, Elínar Sigurðardóttur hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Eir, deild 1-B fyrir góða umönnun. Kristín Þorsteinsdóttir Þórður Jónsson Sigríður Þorsteinsdóttir Erla Þorsteinsdóttir Ágúst Haraldsson Steinunn Þorsteinsdóttir Geir Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, Svanhvít Stefánsdóttir (Digga) Snorrabraut 75, Reykjavík, Lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þór Tómas Bjarnason Erna Stefanía Gunnarsdóttir Björgvin Hansson Erna Smith og barnabörn. AFMÆLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.