Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 35

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 35
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Helena Jónsdóttir danshöfundur keypti sér nýjan Peugeot með glerþaki þegar hún flutti heim frá Kaliforníu. Í bílnum semur hún sín bestu verk undir norður- ljósum og stjörnum. „Þegar við hjónaleysin fluttum heim frá Kaliforníu ákváðum við að fá okkur almenni- legan bíl til að verja okkur fyrir veðri og vindum á Íslandi,“ segir Helena Jónsdóttir danshöfundur. Helena hefur alltaf haft mikinn áhuga á bílum síðan hún var krakki og fannst alltaf gaman að fara með pabba sínum á bílasölur til að skoða. „Ég var alin upp með hárið undir derhúfu og fannst svona frekar svalt þegar bílakarl- arnir spurðu pabba hvað strákurinn væri gamall enda tilheyrðu bílarnir heimi strák- anna á þeim tíma,“ segir Helena brosandi. Listamenn eru með mjög óreglulegan vinnutíma svo þegar fjölskyldan á lausa stund er gjarnan farið í bíltúr. „Við kíkjum oft á bílasölur þrátt fyrir að ekki standi til að bæta við bílum. Síðan höll- um við bara sætunum aftur á bak úti í náttúr- unni og njótum norðurljósanna og horfum á stjörnur saman,“ segir Helena sem tók þá ákvörðun frá fyrsta degi að kalla bílinn Jóhann. „Það er engin sérstök ástæða fyrir nafn- inu, mér finnst bara eitthvað skemmtilegt við að kalla hluti týpískum strákanöfnum,“ segir Helena hlæjandi. Helena hefur samið fjölda dansverka bæði fyrir kvikmyndir og svið og þar notar hún bílinn Jóhann óspart í sköpunarferlinu. „Það besta sem ég veit er að keyra út í buskann, hlusta á tónlistina sem þessir snill- ingar láta mig fá fyrir verkin, og láta verkið verða til undir norðurljósum og stjörnum, með íslenska landslagið fyrir framan mig og ofan,“ segir Helena. Dansverkin verða til hjá Jóhanni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.