Fréttablaðið - 03.03.2007, Page 37
Hyundai kynnir nýjan fólksbíl
í C-flokki á bílasýningunni
í Genf. Bíllinn heitir i30 og
markar upphaf annars konar
nafnakerfis hjá framleiðand-
anum.
Hyundai hefur hingað til farið
hefðbundnar leiðir í nafngiftum
bíla sinna með nöfnum á borð við
Getz, Sonata og Santa Fe. Nú kveð-
ur við annan tón því nýi bíllinn frá
framleiðandanum hefur hlotið
heitið i30. Frá Hyundai berast
jafnframt þær fregnir að fram-
vegis verði stuðst við tegundar-
heiti í þessum dúr, þar sem bók-
stafur vísar til framleiðslulínu
viðkomandi bíls og tölustafir til
ólíkra útgáfa innan hverrar línu,
ekki ósvipað því og sjá má hjá
framleiðendum á borð við BMW
og Mercedes-Benz.
Gert er ráð fyrir að Hyundai
muni leggja mikið í frumkynning-
una á i30, þar sem honum er aðal-
lega ætlað að styrkja stöðu fram-
leiðandans í hinum harða flokki
smærri og millistórra fólksbíla á
Evrópumarkaði.
Samkeppnin í þessum flokki er
einkar grimm og því líklega engin
tilviljun að í hönnun bílsins hefur
verið lögð áhersla á að gera hann
vel útbúinn og reyna að hlaða á
hann staðalbúnaði og öryggisbún-
aði. Hönnun ber það jafnframt
með sér að vera evrópsk í húð og
hár, en það verður síðan spenn-
andi að sjá hvort Hyundai takist
með i30 að fylgja velgengni sinni í
Evrópu eftir, en hún hefur hingað
til verið bundin 4x4 flokknum.
Undirbúningurinn fyrir frum-
kynninguna hefur ekki gengið
sem skyldi. Óprúttnum netverjum
tókst að koma myndum af bílnum
á netið í vikunni, framleiðandan-
um til lítillar ánægju svo skömmu
fyrir frumkynningu.
Nýr bíll og ný nöfn
hjá Hyundai
Hybrid er töfraorðið í bílaiðn-
aðinum í dag. GM setur nýtt
tvinnkerfi á markað á næsta
ári og DaimlerChrysler og
BMW ætla einnig í slaginn.
DaimlerChrysler og BMW hafa
hafið samstarf sem miðar að því
að búa til tvinnkerfi fyrir kraft-
mikla afturhjóladrifna bíla. Lexus
hefur sýnt að þetta er hægt og nú
vill Vesturheimurinn fá bita af
kökunni, enda vanur að sitja að
henni einn á flestum sviðum.
Samstarfið einskorðast við
framleiðslu tvinnkerfisins. Því
mun verða komið fyrir í völdum
gerðum bílaframleiðandanna en
gerðirnar halda sérkennum sínum
eftir höfði hvors bílaframleiðanda
fyrir sig.
Þetta þýðir að mögulega verð-
ur 5 lína BMW fáanleg sem tvinn-
bíll. Það hljómar furðulega, og enn
furðulegra að M5 verði hugsan-
lega búinn batteríum. Það er stór
spurning hvernig hvínandi raf-
keflahljóð hljómar í eyrum harðra
BMW-áhugamanna?
BMW M5
tvinnbíll?
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
BMW 3 lína
www.bmw.is
Sheer
Driving Pleasure
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is