Fréttablaðið - 03.03.2007, Qupperneq 46
heimaerbest
JON MALE ER BRESKUR
HÖNNUÐUR SEM STARFAR Í
MANCHESTER Male lýsir sjálfum
sér sem þrívíddarhönnuði. Verk hans
eru að miklu leyti búin til úr málmi
og tré en hann býr bæði til verk sem
standa ein og sér auk þess sem hann
hannar hluti sem eru fjöldaframleidd-
ir. Verk hans eru oft á tíðum gædd
góðlátlegum húmor.
SÓSUSKÁL AF LJÓSI Hér hefur Jon Male haganlega komið
fyrir ljósi inni í munstraðri súputarínu.
MITT OG ÞITT
Flest pör eiga sína hlið
í rúminu. Male spilar
með þessa staðreynd
með þessum skemmti-
legu náttborðum sem
eru úr við með sand-
blásnu hertu gleri og
krómuðum fótum.
hönnun
Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar:
Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is.
Auglýsingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agn-
arsdóttir kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Veitingastaðurinn Gilt í New York, nánar á bls 14.
„Meistarinn minn á Akureyri, Pétur Breiðfjörð, lagði
alltaf mikla áherslu á víravirkið og búningasilfrið til
að halda þessari hefð lifandi. Það eru ekki margir
gullsmiðir af yngri kynslóðinni sem kunna að smíða
víravirkið og mig langaði að gera eitthvað nýstárlegt
við þessa kunnáttu,“ segir Helga Ósk Einarsdóttir
gullsmiður, sem hefur smíðað búningasilfur og víra-
virki í tíu ár.
Hefðbundnir skartgripir úr víravirki voru vinsæl-
ir hér áður fyrr eins og armbönd, krossar og nælur
en í dag eru ekki margir gullsmiðir sem smíða víra-
virkið.
„Ég gekk lengi með þá hugmynd að gera fallega
skartgripi við öll tilefni, ekki bara fyrir búninginn,
svo fyrir tæpu ári hófst ég handa við að hanna og
smíða og hef fengið mjög góðar viðtökur,“ segir
Helga, sem nú smíðar undir vörumerkinu Milla.
„Nafnið Milla vísar í upphlutinn, en vestið er reim-
að saman og festin fer síðan í gegnum millur,“ segir
Helga, sem hefur alltaf nóg að gera við að smíða hefð-
bundið búningasilfur.
„Það hefur færst í aukana að konur bæði láti
sauma á sig og saumi sjálfar búning. Síðan koma þær
margar til mín og þurfa þá ýmist nýtt silfur eða við-
bót, viðgerð og hreinsun á gömlu silfri sem þær hafa
erft,“segir Helga.
Fram undan er markaðssetning á Millu erlendis
en á Íslandi stendur einnig til að færa út kvíarnar.
Skartgripirnir úr Millu-línunni fást nú á Hótel Nord-
ica, Hótel Loftleiðum og hjá Gallerí Ófeigi á Skóla-
vörðustíg. Nánari upplýsingar um Helgu Ósk og
Millu er að finna á heimasíðu línunnar: www.milla.is
rh@frettabladid.is
Þjóðlegt silfur í nýrri mynd
Helga Ósk Einarsdóttir gullsmiður hefur fært íslenska víravirkið í nýtískulegan búning
og hannar nú og smíðar skartgripi undir nafninu Milla.
Helga Ósk Einarsdóttir gullsmiður hefur smíðað víravirki og
búningasilfur í tíu ár og hefur nú fært víravirkið í nútímalegan
búning undir merkinu Milla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Armband úr smiðju Helgu Óskar, hluti af línunni Millu. Hringur með víravirkisskreytingu sem getur verið fallegur með
þjóðbúningi eða við önnur hátíðleg tilefni.
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin.- 104 Reykjavík.
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Tækniupplýsingar yfir
með hraðlyftu.
Lyftigeta: 2500 kg.
Lyftihandtök: 7 lyftur í fulla hæð
Lengd A: 1150, B: 1540 mm.
Breidd C: 530 mm.
Gaffalhjól: 82 x 60 mm tvöföld polyurethan.
3. MARS 2007 LAUGARDAGUR2