Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 71
Jóna Ingibjörg segir hæpið að stimpla kynferðislega opinskátt efni sem vont. Efnið geti hjálpað fólki að yfirvinna kvíða og kona sem aldrei hefur upplifað kynferð- islega fullnægingu líkamlega getur með því að horfa á kynferð- islega opinskátt efni sem er að hennar skapi, slakað þannig á að hún fái fullnægingu og þá í ein- rúmi. Þannig hverfur kvíðinn, hún sleppir taki af hugsunum um hvort hún sé að standa sig eða að fá það og losar um öll höft. Þetta nefnir Jóna Ingibjörg meðal annars sem jákvæðar hliðar þessa efnis sem á svo undir högg að sækja. „Þetta efni er kynferðislega örvandi og það er ekkert skrítið að fólki þyki það skemmtilegt, þannig lagað. Engu að síður eru til að mynda Neytendasamtökin með hulu fyrir augunum hvað varðar að fylgjast með þessum iðnaði og passa upp á rétt neytenda. Hér eru seld stinn- ingarkrem sem virka ekki, full- nægingarkrem eru keypt af konum með fullkomlega heilbrigða slím- húð og gott blóðrásarkerfi og myndir sem þú getur keypt úti í búð eru með rangar innihaldslýs- ingar. Ef við erum ósátt við það kynferðislega opinskáa efni sem í boði er, eigum við einfaldlega að heimta betra efni. Við höfum þann rétt líka.“ Undanfarið hafa hræðileg mál er tengjast kynferðislegri misnotkun tröllriðið fjölmiðlum. Má þar nefna misnotkun drengja í Breiðavík sem og þá misnotkun er átti sér stað í Byrginu. Heldur Jóna Ingi- björg að þau mál hafi haft einhver áhrif á það hvernig þjóðarsálin tók í það að hingað til lands væri að koma hópur fólks sem hefði eitt- hvað með klámiðnaðinn að gera? „Jú, eflaust. Það verður forvitni- legt að skoða þeta þegar fram líða stundir, þegar fólk fer að melta þetta hvað hafi verið í gangi. Var þjóðin í sárum eða var þetta hávær hópur minnihlutans en ekki þjóð- arsálin sem talaði? Sá hópur náði að minnsta kosti að fá fjölmiðla og stjórnmálamenn á sitt band sem er algjört einsdæmi. Kannski hefur það eitthvað með komandi kosn- ingar að gera. En ég verð að segja að í umræðunni afhjúpuðu nokkrir róttækir femínistar hér á landi mikla fáfræði og fordóma um kyn- hegðun mannsins. Þessi hópur hefur verið iðinn við það að kenna fólki grunnatriðin í kynjafræði en mér finnst að sjálfir ættu þeir að kynna sér sömu grunnatriði í kyn- fræði síðustu áratuga.“ Jóna segir ritskoðun og netlögguleik geta haft alvarlegar afleiðingar. Með því sé auðveldara að ráðast gegn baráttu annarra minnihlutahópa fyrir til- verurétti sínum, svo sem homma og lesbía, og einnig er hætt við að erfiðara yrði fyrir fólk að afla sér upplýsinga um kynlíf. „Af hverju ekki frekar að draga efnið sjálft inn í umræðuna, án fordóma. Ræða hvað við viljum sjá í myndefni af þessu tagi og skoða þarfir hvers og eins. Það er erfitt að ákveða hvað er normal og hvað er ekki normal og við hvað á eiginlega að miða? Trú, algengi, tölfræði? Það er ekki hægt. Gaman væri að sjá einhverja taka sig til og framleiða efni sem leiftrar af kímni, kátínu, holdi og ástríðu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.