Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 82

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 82
Ég er stödd núna í Norður-Íran i litl- um bæ sem heitir Ghaemshar við Kaspíahafið. Hann er svo lítill að ég finn hann ekki á landakorti og Lon- ely Planet bókin min hefur ekkert um hann að segja. Næsta þorp er Sari sem Lonely Planet upplýsir að rúmlega 200.000 manns búi í. Sem sagt algjört krummaskuð og sveit. En fólksfjöldinn nær samt hátt í íslenska fólksfjöldann, það er alltaf fyndið. Ég er hér með Khenar vinkonu minni, fátækri og saklausri sveita- stúlku sem býr núna í Teheran. Hún var æst í að sýna mér sveitina sína þannig að í gærmorgun var mér skellt upp í rútu og ekið af stað. Rútuferðir á þessum slóðum hafa alltaf sinn sjarma. Frábært útsýni og fjallasýn í gegnum Alborz-fjöllin, fimm tíma hoss og írönsk tónlist blöstuð alla leiðina, mjög hresst. Við gistum hjá systur Khenar og fjölskyldu. Þau eiga átta ára stelpu sem talar stanslaust við mig á pers- nesku og er alveg sama þótt ég skilji ekki orð, og átján mánaða strák sem heimtar að ég haldi á honum og dansi öllum stundum. Það er eigin- lega sama á hvaða heimili maður kemur það líður aldrei langur tími áður en tónlistin er blöstuð og stof- an breytist í dansgólf. Írönsk tónlist er mjög hress og íranskur dans er vægast sagt mjög hress. Fjölskyldan sem ég bý hjá er fátækt sveitafólk. Húsið sem hún býr í er í hálfgerðri útilegu stemn- ingu. Ég hef það á tilfinningunni að ef ég myndi halla mér hressilega upp að einum veggnum þá myndi húsið detta á hliðina. En fjölskyldan brosir bara breiðar í staðinn og afsakar fátæktina. Klósettið er útik- amar við hliðina á hænsnakofanum þannig að hænan gaggar í eyrað á mér á meðan ég pissa. Vaskurinn er fyrir utan þannig að í gær burstaði ég tennurnar undir berum himni undir fullu tungli. Í kringum húsið er garður þar sem húsmóðir- in ræktar ýmsar matjurt- ir. Hún bregður sér til dæmis út í garð með skál og kemur með hana fulla af appelsínum og eplum til baka. Í Íran er app- elsínuát nánast trúarbrögð. Appelsínur vaxa á trjánum út um allt og það er skylda að borða app- elsínu eftir hverja máltíð. Appelsín- urnar hérna eru reyndar ekki eðli- lega góðar. Það sama á eiginlega við um allan mat í Íran, hér ríkir mikil mat- armenning. Í sveitinni, sem er eins og að skreppa aftur í tímann, sér húsmóðirin um að alltaf sé matur á borðum og maður hefur varla undan við að borða. Í hádeginu loka allar verslanir og skrifstofur í þrjá tíma og fjölskyldan kemur heim og borð- ar saman. Í dag fór ég á markaðinn í þessu litla þorpi. Markaðir í þessum heimshluta eru alltaf mjög líflegir og troðnir af fólki, sölumönnum sem gala og góla og keppast hver við annan, mjög mikið að gerast. Stærsti hlutinn hérna var matar- og grænmetismarkaður. Allt var ótrú- lega ferskt og fallegt, beint af ökr- unum. Í gær fékk ég til dæmis heimagerða jógúrt beint úr belj- unni. Andstæðurnar í þessu landi eru svo miklar og ég er að kynnast öllum skalanum. Núna er ég úti í sveit með þessu fátæka, góða fólki en fyrir þremur dögum var ég i brjáluðu partíi með skuggalega ríku liði í Teheran. Ekki bara „jet set Teheran“ heldur „jet set Midd- le-East“. Þarna var fólk fra Sádi- Arabíu, Dubaí og Teheran sem talar um peninga sem ég skil ekki einu sinni. Olíupeningar og bissness. Einkaflugvélar, partí, geðveikar íbúðir, einkabílstjórar, verslunar- ferðir og allt í boði. Ekkert skiptir máli. Þetta fólk lifir mjög hratt og mjög hratt, og einkennir Mið-Aust- urlönd jafn mikið og fátæka sveita- fólkið. Öfgarnar eru svo miklar. Þetta viðskiptalið er mjög alþjóðlegt og heimurinn er leikvöll- ur þess. Þess vegna er ekki skrítið að Dubaí hafi orðið svona mikil miðstöð viðskipta, þar sem Vestur- landabúar geta komið og stundað viðskipti við þessa miðausturlensku vini mína. Þessi hlið af Mið-Austur- löndum er mjög sterk og stundum minnir Teheran á New York, þó að í rauninni sé ekki hægt að líkja lífinu hér við aðra staði í heiminum. Á markaðnum í dag fann ég aftur fyrir því hvað þetta sveita- fólk er fátækt. Margir vildu ekki að ég tæki myndir af þeim vegna þess að þeir skammast sín fyrir fátækt- ina. Einu kaupin sem ég gerði var nýr trefill til að hylja hárið sem kostaði 30.000 rials sem eru um þrír dollarar. Strákurinn kom hlaupandi á eftir mér til að láta mig fá 10.000 rials til baka og brosti svo fallega. Hann vildi endilega selja mér trefilinn ódýrara. Hann er lík- lega bláfátækur og ég þarf ekkert á þessum dollara að halda en það voru ekki peningarnir sem skiptu máli heldur hugsunin. Og svo brosti hann hringinn. Takið eftir fjölbreytilegu orðavali og haglegri notkun myndmáls í þessari tilvitnun: „Óttinn býr sér til kylfur og barefli, ranglæti fer í smiðju og brýnir eggjar, vond samviska herðir stál í eldi hugleysisins. En hið góða, sem við er barist, stend- ur ekki eitt sér eins og tré eða runni, heldur berst það með vind- inum líkt og frækorn, og því verð- ur ekki markað beð eða spillda, og það leggur ekki aðeins undir sig frjómoldina, heldur einnig þá sem í órækt er fallin, því að frækornið er síungt og eilíft, - það er þróunin, lífið.“ Bæ Undarlegt má það heita að vilja heldur kveðja fólk á ensku en íslensku. Þegar ég er kvaddur með orðskrípinu bæ, sem er auðvitað algerlega merkingarlaust, þá spyr ég stundum af hverju ég sé kvadd- ur á ensku. Það bregst varla að því er fremur illa tekið. Og einn sagði að ég ætti nú helst heima á Árbæj- arsafni. Það má reyndar vel vera. Heldur vil ég eiga heima þar held- ur en í einhverju bandarísku úthverfi, að minnsta kosti á meðan ég er á Íslandi. Af hverju er betra að segja bæ en bless? Vita menn hvað þetta bæ er? Það er reyndar úr ensku bye sem er stytting úr good-bye sem er aftur stytting á God be with you. God breyttist í good fyrir áhrif frá good day og good night. Það er auðvitað hlýlegt að segja Guð veri með þér, en bæ er ekkert nema vitleysa upp á íslensku. Þá er fallegra að biðja mönnum blessunar eða sælu upp á gamla móðinn. Vertu sæll / sæl. Vertu blessaður / blessuð. Má ekki lengur segja það? Er það púka- legt? sagði afgreiðslustúlka í bókabúð við viðskiptavin og minnir á nýja áráttu, ættaða úr ensku að sjálf- sögðu. Þetta er því miður orðið ærið algengt. Á venjulegu máli er einfaldlega sagt: Ég sá þig ekki. Ekki er langt síðan ég heyrði mann segja: Hann er ekki að skilja þetta, í stað: Hann skilur þetta ekki. Nú höfum við að vísu svona orðfæri, eins og t.d.: Ég er að lesa. Ég er að bíða. Þá er um að ræða athöfn sem tekur einhvern tíma. Samt segjum við ekki: Ég var að sofa. Við segj- um: Ég svaf eða: Ég var sofandi. Ég nefni þetta (ekki: ég er að nefna þetta), því rétt er að vara sig á þessu orðbragði, ef menn vilja vanda málfar sitt. heyrum við líka oft sagt, og er náttúrlega hrein endaleysa. Hvern- ig getur gjald kostað? Gjald merk- ir borgun, greiðsla og getur kannski „kostað“ óánægju og jafn- vel tár - og er þá í yfirfærðri merk- ingu. En fargjald getur ekki kostað fjárútlát í sjálfu sér, heldur er það farið sem kostar sitt gjald. Þetta ætti nú að vera sæmilega skýrt. Eftirfarandi braghenda varð til austur í Morsárdal: Stendur Bæjarstaðaskógur styrk- um fótum og dansar út að dalamótum við drunur undan jökulrótum. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is Hljóðfæri hugans Sveitasæla í Íran Leystu krossgátun a! Þú gætir un nið hina frábæru fjö lskyldumyn d Skógarstríð á DVD! Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.