Fréttablaðið - 03.03.2007, Síða 84
Afhverju eru menn aldrei
myglaðir við rakstur i
auglýsingum?
Þetta ætti
að sleppa!
UNDIRFATABÚÐ
VÖLU
Áfallahjálp
fylgir frítt
með hverri
mátun!
Hmmmm síðasti
skóladagurinn ...
En mér finnst ég ekki
vera tilbúin að takast
á við heiminn ...
Ég á nóg með að
undirbúa mig fyrir
þriðja bekk.
Hvaða klessa er þetta
hérna á umslaginu mínu?
Þetta er hestur sem Solla
teiknaði fyrir þig, er þetta ekki
flott hjá henni?
Teiknaði hún
þetta, Vá!!! Hún
er hæfileikarík!
Stundum hef ég á
tilfinningunni að ég sé hálf
blindur þegar börnin mín
eru annarsvegar!
Ég var ekki mjög gömul
þegar ég varð fyrst „ást-
fangin“ af John Travolta.
Að sjá hann á marglitu
dansgólfi, í hvítum jakka-
fötum, stútfullan af
sjálfsöryggi og þokka...
vá! Hvílíkur maður. Mest
af lýðnum bar hann og hér varð ekki
aftur snúið.
Árin liðu og áfram þótti mér Travolta
með kynþokkafyllstu mönnum jarð-
ar. Jafnvel þegar hann lék í Look
Who’s Talking, Look Who’s Talking
Too og Look Who’s Talking Now... og
öllum öðrum fannst hann ömurleg-
ur, þá stóð ég við mitt og fannst hann
alltaf sætur.
Svo birtist hann í Pulp Fiction og
skyndilega voru allir farnir að tala
um hvað Travolta væri töff en ég
dró augað í pung og smellti í góm
eins og sú sem ein veit.
Áhrif Travolta á samtímann eru
að mínu mati töluvert meiri en fólk
áttar sig almennt á. Ég hef til að
mynda þá kenningu að hann hafi
verið fyrsti „hnakkinn“ sem sögur
fara af. Eftir að Saturday Night
Fever kom út greip um sig heljar-
innar diskóæði sem teygði sig að
sjálfsögðu hingað til Íslands og úr
varð stétt sem kallaðist „diskófrík“.
Diskófrík þessi þróuðust svo smátt
og smátt yfir í súkkulaðitöffara,
ljósagæja, tjokkóa og nú síðast
hnakka.
Ég tel að hnakkinn svokallaði
eigi ættir sínar að rekja til laugar-
dagsfársins, en þar kemur okkur
fyrir sjónir ungur maður sem veit
ekkert skemmtilegra en að fara út
að djamma. Svarthærður og vel vax-
inn eins og tjokkó ber að vera, með
skartgripi og í þröngum fötum... það
þarf ekki mikla skerpu til að sjá að
þessi atriði hafa haldið sér óbreytt
frá 1977.
Drottinn (þó Travolta trúi tæp-
lega á hann) blessaði líka þennan
ágæta leikara með ægifagurri röddu
og brosi sem gæti brætt jökla og
járn. Ég held að mér eigi alltaf eftir
að finnast hann sjarmatröll. Við
getum orðið gömul saman, ég og
Travolta, og ávallt verð ég þarna á
hliðarlínunni... með fulla trú á
honum á meðan hann veit ekki einu
sinni að ég er til. Ég held að það sé
líka bara einfaldast þannig.
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
af
he
nd
ir
hj
á
BT
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þv
í a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
Sk
lú
bb
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
HÖRKU HASARMYND FRÁ LEIKSTJÓRA NARC
Sendu SMS skeytið JA SAF á númerið1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo! Vinningar eru:Miðar á myndina, fullt af Pepsi, DVD myndir og margt fleira
FUMSÝND 2. MARS
SKOLAÐ Í BURTU M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA
SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR
Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
FRÁIR FÆTUR M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA
Stærsta opnun á fjölskyldu-
mynd í Bandaríkjunum í Ár
s.v. mbl
SPARbíó
SparBíó* — 450kr
laugardag og sunnudag
VEFUR KARLOTTU M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA KL. 2 Í KEF. OG Á AK.
BRIDGE TO TERABITHIA KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA KL. 2 Í KEF. OG Á AK.