Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 03.03.2007, Qupperneq 86
! Kl. 17.00Kammerhópurinn Nordic Affect heldur tónleika í Bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Girni og viður“ en hópurinn leikur tónlist frá barokk- tímabilinu. Litið til veðurs í ASÍ Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan og efnir til mikillar músíkveislu ásamt Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands um helgina. Ketilhúsið ómar af músík í allan dag en þar munu nemend- ur á öllum stigum koma fram og leika fjölbreytta tónlist á ýmis hljóðfæri. Fyrstu tónleikarnir hefjast kl. 11 og síðan á klukku- stundarfresti fram eftir degi. Lokatónleikar dagsins kl. 17 eru helgaðir minningu Þorgerðar S. Eiríksdóttur sem var píanónem- andi við skólann en lést af slys- förum í London þar sem hún stundaði framhaldsnám. Á tón- leikunum koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerð- arsjóð. Veislan heldur áfram á morg- un en þá leika nemendur skólans ásamt Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands í Akureyrarkirkju kl. 16 og leika strengjasveitir þeirra saman. Á efnisskránni er tón- list eftir Hafliða Hallgrímsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Otto Respighi, Albinoni, Mas- cagni, Britten og Vivaldi. Stjórn- andi á tónleikunum er Guðmund- ur Óli Gunnarsson. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leik- ur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Lára Sóley hóf fiðlunám sitt við Tónlistarskóla Húsavík- ur en fór þaðan í Tónlistarskól- ann á Akureyri og síðar í fram- haldsnám til Englands. Hún lauk prófi frá The Royal Welsh Coll- ege of Music and Drama sumar- ið 2006. Við útskrift hlaut Lára „The Peter Esswood Price“ fyrir góðan námsárangur. Hún starf- ar nú sem fiðlukennari við Tón- listarskólann á Akureyri. Sameinaðir kraftar Sýning á verkum Einars Jónsson- ar myndhöggvara verður opnuð í forkirkju Hallgríms- kirkju í dag. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, opnar sýninguna kl. 17 en hún er unnin í sam- vinnu List- vinafélags Hallgríms- kirkju og Hallgríms- safnaðar við Listasafn Einars Jónssonar sem lánar verkin. Á sýningunni eru þrjú gifsverk, Mold frá 1904-1908, Natura Mater frá 1906 og Minnismerki Hall- gríms Péturssonar frá 1914-1922, sem öll eru hugsuð sem minnis- merki látinna og viðfangsefni þeirra mót lífs og dauða, hringrás lífsins og sigur andans yfir efninu. Stærst verkanna er Minnismerki Hallgríms Péturssonar sem Einar hóf að gera þegar þrjú hundruð ár voru liðin frá fæðingu séra Hall- gríms og er verkið hylling til sálmaskáldsins. Er þar sérstak- lega vísað til Passíusálmanna með myndum af hinum fjórtán stöðv- um á píslargöngu Krists og eru ljósmyndir af þeirri myndröð á sýningunni. Minning séra Hall- gríms mun hafa verið Einari sér- lega hugleikin og í safni hans er líkan að Hallgrímskirkju sem myndir eru af á sýningunni. Sýn- ingin stendur til loka maímánaðar og er opin á sama tíma og kirkjan. Við opnun sýningarinnar syng- ur Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Í minningu HallgrímsTilkynnt verður um verðlauna- hafa bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs næstkomandi mánu- dag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrif- aðar eru á einu af norrænu tungu- málunum. Til greina koma skáld- sögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmennta- verk. Markmið verðlaunaveitingar- innar er að auka áhuga Norður- landabúa á bókmenntum og tungu- máli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupp- hæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfund- urinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verð- launin fyrir bók sína Skugga-Bald- ur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðar- dóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sig- urðsson. Á morgun verður haldið mál- þing um norrænar samtímabók- menntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verð- launanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmennt- um um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekk- ingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindun- um loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er sam- fara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að kom- ast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólík- legt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöð- unni hefst kl. 14 á morgun. Fram- sögur eru á nor- rænum tungu- málum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Bera saman bækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.