Tíminn - 29.07.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.07.1979, Blaðsíða 3
< A <. »• 3 Sunnudagur 29. júll 1979. Guðröður Jónsson fyrrum kaupfélagsstjóri Kveðja frá Sambandi isl. samvinnufélaga A morgun verður gerð frd Norðfjarðarkirkju útför Guðröð- ar Jónssonar, fyrrv. kaupfélags- stjóra á Norðfirði. Þegar Guðrööur lést 24. júli s.l., liðlega 71 árs að aldri, átti hann að baki langan starfedag fyrir samvinnuhreyfinguna. Hann var endurkjörinn i stjórn Sambands- ins á siðasta aðalfundi þess og hafði setið þar i 15 ár. Á dánar- degi var hann þvi i forystusveit samvinnuhreyfingarinnar og hafði til þess unnið með frábær- um störfum si'num I kaupfélaginu á Norðfirði. Guðröður Jónsson helgaöi sam- vinnuhreyfingunni starfskrafta sina svo til alla. Hann gerðist starfsmaður Kaupfélagsins Fram á Norðfirði árið 1931 og kaup- félagsstjóri þar varð hann 1937 þá 29 ára gamall. Kaupfélagsstjóra- starfinu gegndi hann óslitið til ársins 1978 og hafði þá starfað fyrir Kf. Fram i 47 ár og þar af kaupfélagsstjóri i rúm 40 ár. Guðröður var kjörinn i stjórn Sambandsins 1964 og sat þar til dauðadags. Hann var kjörinn i fulltrúaráð Samvinnutrygginga viðstofnun þeirraárið 1946 og átti þar sæti, þegar hann lést. Ekki er of sagt, að ævistarf Guðröðar hafi verið 'aö vinna að framgangi samvinnustefiiunnar, — fyrst og fremst með miklum dugnaði og atorku i Kaupfélaginu Fram. Hann tók við fram- kvæmdastjórn kaupfélagsins á erfiðleikaárum, þegar enn gætti mjög áhrifa heimskreppimnar, sem dundi yfir á fjórða áratug aldarinnar. Með óvenju miklum myndarskap byggði Guðröður upp kaupfélagið. Hvorki timi né kraftar voru til þessa sparaðir. Hann lifði og hrærðist i starfinu, átti metnað til að bera, að starf- sémin gæti sýnt hagstæöa rekstrarafkomu um leið og um- hyggja fyrir þörfum og hag félagsmannanna var mjög i há- vegum höfð. Guðröði Jónssyni tókst að ná þvi takmarki sem hann bar ætið I brjósti, aö geia Kf. Fram að fyrirmyndarkaupfélagi, að fyrir- tæki sem setti sinn jákvæöa svip á hið myndarlega bæjarfélag á Norðfirði. I stjórn Sambandsins var Guö- röður virkur stjórnarmaður. Hann vildi gera miklar kröfur til sem bestrar þjónustu frá Sam- bandinu kaupfélögunum til handa. Hann gat verið ákveöinn málafylgjumaöur, þegar hann taldi nauðsyn á þvi að gæta vel hagsmuna kaupfélaganna i ýms- um málum.er komu til afgreiðslu á Sambandsstjórnarfundum. En hann stóð ætið traustan v(kð um hagsmuni Sambandsins og hreyfingarinnar, enda einkennd- ust störf Guöröðar af baráttuvilja fyrir þvi, að samvinnustarfið i landinu mætti þjóna sem best hlutverki sinu á sem flestum sviðum til hagsbóta fyrir land og lýð. Samband islenskra samvinnu- félaga vottar Guðröði Jónssyni virðingu og þakkir fyrir gifturiku störfin, sem hann innti af höndum fyrir samvinnuhreyfinguna I hartnær hálfa öld. Valur Arnþórsson formaður Erlendur Einarsson forstjóri Utibússtjóri Staða útibússtjóra Hafrannsóknarstofn- unar á Húsavik er laus til umsóknar frá 1. sept. 1979. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf á að sendast Hafrannsóknarstofnun fyrir 15. ágúst 1979. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Hafrannsóknarstofnunin Skúiagötu 4, simi 20240. Tjöld 2ja/ 3ja/ 4ra/ 5 og 6 manna. Göngutjöld, Hústjöld, Tjaldborgar-Fellitjaldiö, Tjaldhimnar í miklu úrvali. Sóltjöld, Tjalddýnur, vindsængur, svefnpokar, gassuöutæki, útigrill, tjaldhitarar, tjaldljós, kælitöskur, tjaldborð og stólar, sólbeddar, sól- stólar og fleira og fleira. TÓmSTUnDfíHÚSIÐ HF Laugouegi lS4-nei|tiouik $=21901 Chevrolet Malibu ividiiuu oidbbie c ui. MaiiDU oiassic ar. ti uamino. Véladeild Sambandsins Armula 3 Reyk/avik Simi 38900 í sparaksturskeppni B.Í.K.R. í maí s.l. mældist Malibu eyða 12.16 litrum af bensini á 100 kilómetrum. Þetta erathygl- isverð útkoma nú á tímum síhækkandi bensínverðs. 32.16 lítrar á hundraðið En það er fleira sem gerir Chevrolet Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi mæli ráða vali sínu. Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir ánægðra Malibueigenda hafa gert á undan þér. Til afgreiðslu strax. Sýningarbílar. AUGLVSINOASTOfA SAMBANOSINS Það má lengi gera góðan bíl betri og nú hefur Chevrolet leikið það einusinnienn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.