Tíminn - 29.07.1979, Síða 28

Tíminn - 29.07.1979, Síða 28
Heyvinnuvélar í fjölbreyttu úrvali. Til afgreiðslu strax. J}/iá£ta/ivéJLa/v hf MF= Massey Ferguson hinsigiídadfáttarvél Kynnið ykkur verð- lækkunina á Massey- Ferguson D/uúbta/wélaUv hf ISÍ'.lillS' Sunnudagur 29. júlí 1979 170. tbl. — 63. árg. h óte | RAUÐARÁRSTÍG 18, ■ 1 c 8 tfiÍC alSTING AORGU8 §|l|[ SIMI 2 88 66 IVERDUR AM — A dögunum hittum viö á lsafiröi þau hjón Hannibal Valdimarsson og frii Sólveigu ólafsdóttur, en þau voru þá ný- lega komin frá Hrafnseyri viö Arnarfjörö, þar sem Hannibal sat fund Hrafnseyrarnefndar. Vegna þess aö hljóöara hefur veriö um Hannibal aö undan- förnu, en menn hafa áöur átt aö venjast og af þvi aö á isafiröi var starfsvettvangur hans um iangt árabil, þótli okkur staöur og stund gefa tilefnl til aö fara fram á aö eiga stutt spjall viö þau hjón og uröu þau vel viö þeim tilmælum. Fyrst spuröum viö Hannibal þó um hvaö væri aö gerast á Hrafnseyri. „Nil er veriö aö fullgera á Hrafnseyri hils, sem hefur veriö hálfgert f mörg ár. Sá hluti hússins sem eftir var, var steyptur upp i fyrra og komst hann undir þak f fyrrahaust. NU I sumar hefur hUsiö svo veriö mUrhúöaö aö utan og innan, og aö þvi bUnu hefst innrétting á samkomusal þarna, sem veröur jafnframt kapella. Altarisbún- aöur veröur fyrir öörum enda Hrafnseyri. Hlnn nýi fundarsalur og kapella f smföum. „Aðeins fjöllin eru eins og þau Unni^ Rætt við Hannibal Valdimarsson og V UA U frú Sólveigu ðlafsdóttur á ísafirði salarins, sem tjaldaöur veröur af þegar salurinn er notaöur til fundarhalda. Þá er veriö aö undirbUa minjasafn Jóns Sigurössonar I tilefni af 100. ár- tiö hans, sem er I ár, en hann dó 7. desember 1879. — Er ef til vill ráögert aö stofa Jóns Sigurössonar i Þjóö- minjasafni veröi flutt vestur? ,,Þaö er óráöiö enn. Tryggvi Gunnarsson keypti muni dánar- búsins og gaf þjóöinni þá, eins og þaö hefurveriö oröaö. Lengi var þetta varöveitt i Alþingis- húsinu I þvl herbergi, sem seinna var tekiö fyrir upptökur á ræöum þingmanna. Þá voru munirnir fluttir i Þjóöminja- safniö og eru þaö forystumenn þingsins á hverjum tima, sem eru helstu umráöamenn þess- ara hluta. Hvort hlutirnir veröa nú fluttir allir að Hrafnseyri er ekki gott aö segja, en meöal þeirra eru fyrirferöarmiklir hUsmunir, sem varla ættu þang- aö sérstakt erindi. En ýmsa hluti Ur eigu hans væri ánægju- legt aö varöveita þar. — Hvernig er ætlunin aö reka staöinn aö Hrafnseyri i framtiö- inni? „Þarna er ætlunin aö rekinn veröi myndarlegur búskapur og um þessar mundir er þar reglu- lega myndarlegur bUskapur hjá Hallgrimi Sveinssyni, staöar- haldara, sem rekur sauöfjárbU, Sl. vetur fórkennsla sveitarinn- ar fram 1 hUsinu aö Hrafnseyri og viö ræddum viö skólanefnd- ina nU um aö kennsla fari þar fram áfram. Upphaflega var lika ætlunin aö þarna væri skóli og prestssetur, þótt byggöaþró- un hafi oröiö sU aö varla eru til þess skilyröi. — NU ert þU staddur hér á tsaflröi og þá er von aö menn hugsitii þeirra daga, þegar þá varst helsti forvigismaöur verkaiýösbaráttu á Vestfjörö- um? „Já, ég hóf mina verkalýös- baráttu hér inni i Súðavik, og segi stundum aö þar sé minn pólitlski fæöingarstaöur. Þar var ég i tvö ár skólastjóri og þaöan lá leiöin til Isafjaröar. Eftir Súöavikurverkfalliö, en af þeim bardaga fór mikið orö hér á Vestfjörðum, var fariö aö ræöa um aö stofna verkalýösfé- lag i Bolungarvik og þá hófst upp sá þáttur, — Bolungarvik- urverkfallið mikla. Ég var kos- inn formaöur verkalýösfélags- ins Baldurs og þá formaöur Alþýöusambands Vestfjaröa og haföi mikil afskipti af verka- lýösfélögunum hér, ýmist viö aö stofna þau eöa halda þeim lif- andi” — ÞU varst lengi ritstjóri hér á ísafirði og auk þess skóla- stjóri? „Já, ég var ritstjóri Skutuls i mörg ár og eigandi hans seinna. Þá var ég skólastjóri hér I fimmtán ár viö gagnfræöaskól- ann. Segja má aö mitt starfcsviö hér hafi verið kennslan og skólastjórnin auk afskipta af verkalýösmálum og bæjarmál- um. Ég var lengi I bæjarstjórn hér og hafði afskipti af ýmsum málum, svo sem stofnun raf- veitunnar og stofnun Vélbátafé- lagsins Njarðar. Samvinnufé- lagiö haföi veriö stofnaö áöur en ég kom hér, Samvinnufélag ls- firöinga, sem hélt uppi atburða- rásinni I atvinnulffinu hér um margra ára skeið. Þaö þótti mjög myndarlegt Utgeröar- fyrirtæki hjá Finni Jónssyni”. — Nú er þess skemmst aö minnast, þcgar þá vannst þinn einstæöa kosningasigur hér vestra. „Já, þaö var nú svona enda- hnúturinn á þessu, þaö var 1971. — Hvernig finnstþér umhorfs i stjórnmáiaheiminum nú? „Ég skyggnist litiö um i þeim heimi nU oröiö. Ég tel þaö af- farasælast fyrir mann, sem dregiö hefur sig i hlé aö hætta alveg og skipta sér af mál- unum. Mér fannst kominn timi tii aö ég drægi mig i hlé. Ég var búinn aö vera rétt aö segja I hálfa öld i verkalýösmálum og stjórnmálum þar af 27 ár á Alþingi samfellt, þó ekki væri ég neinn unglingur þegar ég komst á þing, ég var oröinn 42 ára. — Hér á tsafirði hafa miklar framfarir átt sér staö, Hanni- bal. „Já, þaö er geysilega mikil framför í hlutunum hér á lsa- firöi. Geysimiklar byggingar og framfarir I gangi, velsæld mikil hér' i bænum. sem skapast af togaraútgerðinni og frystiiönaö- inum, sem hér er svo blómleg- ur. — Breytingin á sviöi verka- lýösmála er einnig mikil, frá þvf þegar þú hófst þitt starf hér. „I verkalýösmálum mun starf og barátta alltaf halda áfram. Þar má ekki veröa hlé, þvi þar eins og annars staöar þýöir kyrrstaöa afturför. Þessi barátta fer nú auövitað fram meö allt öörum hætti en var, enda veröur svo aö vera, þar sem ekki er sami svipur á verkalýösmálum nU og á byrj- unarbaráttuárunum, þegar verkalýöshreyfingin var aö ööl- ast sinn þegnrétt i þjóöfélaginu. Mikil breyting varö á starfsemi verkalýöshreyfingarinnar 1938, þegar vinnulöggjöfin var sett, þvi þangaö t il fóru vikingar ekki aö lögum, og höföu engin lög viö aö styöjast. Aö ööru leyti er breyting lika oröin mikil, frá þvi er min barátta hófst og óhætt aö fullyröa aö öreigastétt er ekki til i landinu lengur”. — Hvaö cr frétta af búskap I Selárdal? ,,NU er ég sjálfur alveg hættur búskapnum, en ég var i 13 ár með búskap i Selárdal, frá 1965 til 1978 og þá tók Ólafur sonur okkar viö. Viö erum þar hins vegar aö sumrinu I okkar sumarbústaö og komum þaöan núna og hyggjum á aö búa þar fram eftir sumrinu”. — Sólveig, — þú ert einnig ættuö hér aö vestan, eins og Hannibal er ekki svo? . , ,Ég er ættuö frá Strandseli hér i DjUpinu, þaö er á strönd- inni beint á móti Kaldalóni”. — Þér þykir þá efiaust ekki siður vænt um en Hannibal aö koma vestur? „Nei, mér þykir alltaf vænt um Vestfiröi og ekki sist gr jótiö. Auðvitaö er breytingin oröin mikil, eins og Hannibal segir. Þaö eru aöeins fjöllin, sem eru eins og þau voru. En þannig er lika allt i þjóöfélaginu oröiö”. — Aö endingu, Hannibal. Hvert er erindi þitt á tsafiröi nú? „Ég er hér aö ganga frá Ut- gáfu á Arbók Barðastrandar- sýslu, og er hér öörum þræöi vegna þess, en jafngilt erindi er aö sjá hinar fornu slóöir”. Hannibal Valdimarsson og frú Sólvelg ólafsdóttir eru bæöi Vestfiröingar, hann er fæddur f Arnardal viö Skutulsfjörö, en hún er frá Strandseli I Djúpi. ( Myndir og texti: AtlP)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.